Pressan - 21.07.1994, Qupperneq 11
Ef hann væri skáld
Kynkirtlar
ígulkera
Ljóð eftir Ólaf M. Jóhannesson
Þessa stundina er mikið talað um evrópska og norrœna samvinnu.
Sú hugsun hvarflar að mörgum að í skjóli Evrópusamstarfsins vaxi bara annað dagpeningakerfi enn stórfenglegra
en það sem hefur þróast í kringum Norðurlandasamstarfið.
Umræður um útflutning hvers kyns hugverka og annarrar söluvöru svo sem kynkirtla ígulkera eru líka mjög há-
vcerar þessa stundina.
Kannski væri ráð aðfæra kvótann í ríkara mœli yfir á smábátana?
Fréttir ríkisútvarpsins njóta mikilla vinsælda ekki sístafþví að þareru menn afar stundvísir.
Menntamálaráðuneytið ætti að annast útgáfu starfsleyfisskírteinis fyrir þettafólk sem situr löngum stundum við
hljóðnema.
En hvenær sjáum við myndir af sjónvarpsfréttamönnum okkar er lýsa uppgræðslu- og trjáræktarstarfi á erlendri
grundu?
Einnig mœtti vel senda lítfrá jarðarförum íframtíðinni.
Þættir Hemma Gunn eru nokkuð misjafnir.
Það er ábyrgðarhluti að senda Kris Kristofferson (sem getur auglýst litla landið okkar) í skokktúr inn með Klepps-
vegi.
Er ekki markmið fjölmiðlamanna að höfða til hins almenna tnanns eftirþví sem kostur er?
Gagnrýnin umræða um listir og menningarstefnu er hér afhinu góða.
Já, það ergreinilega erfitt að vera ráðherrafrú. En hvers vegna stendurfólkið þá íþessu?
Ljóðlínurnar eru sjálfstæðar setningar úr fjölmiðlagagnrýni Ólafs í Morgunblaðinu síðustu misseri.
Verstu mistökin
Ertu lummó eða
lekker?
að er löngu vitað hvað íslend-
ingar geta verið fyndnir. Oft-
ast er það óvart eins og kemur til
dæmis í ljós þegar PRESSUNNI
fyrir fimm árum er flett. Þar er út-
tekt á því hvað er... ekki inni eða
úti, ekki heitt eða þreytt... heldur
„lummó“ og „lekkert“.
Þetta var árið 1989, í endann á
neyslusukktímanum, uppamir
voru varla famir að kikna undan
greiðslubyrðinni af kaupleigujepp-
unum og Jón Óttar var upp á sitt
besta. Niðurstaðan er hvort tveggja
í senn, sorgleg og hlægileg. Hér er
stiklað á stóm og haldið ykkur fast.
Við lofum að gera þetta aldrei,
aldrei aftur:
Lekkert
Perrier.
Tólfára viskí.
Kampavín.
Að þekkja Bryndísi og Jón Baldvin.
Punktur og pasta og Café Ópera.
Lítil matarboð og tveggja tíma
heimakokkteilar.
Vesturbærinn og nýi miðbærinn.
Hundur með ættbók og fá böm.
Thailandsferðir.
Lidir, svartir sportbílar.
Gallabuxur við blazeijakka.
Að hafa verið í brúðkaupinu hjá
Jóni Óttari og Eifii Gísladóttur.
Lummó
Að fara á krá
Að fara á ball.
Partí fram undir morgun.
ítölsk vín.
Pasta.
Bjór.
Campari.
Að þekkja rithöfunda.
Að hafa skoðanir á pólitík.
Helgarreisur til Amsterdam og
London.
Álafossúlpur.
Að hafa ekki verið í brúðkaupinu
hjá Jóni Óttari og Elfu Gísladóttur.
Ofboðslega
fallegt eða
hörmulegur
belgingur?
w
Isíðasta sunnudagsblaði Morgunblaðsins birtist ljóð eftir Matthías
Johannessen, óður til náttúmnnar í sonnettuformi, á heilli opnu ásamt
myndum eftir Ragnar Axelsson. Það er ekki oft sem Morgunblaðið leggur svona mikið
upp úr ljóðabirtingum, svo PRESSUNNI fannst liggja beint við að spyija:
Hvernig fannst þér Ijóðið hjá Matta?
Kolbrún Bergþórsdóttir gagnrýnandi:
„Þetta er ósköp ljúft og indælt, reglulega sætt. Á meðan maður les það.“
Jóhann Hjálmarsson gagnrýnandi:
„Mér fannst það vel ort og það skiptir ekkki verulegu máli hvort hann yrkir í ffjálsu eða
óbundnu formi.“
Linda Vilhjálmsdóttir ljóðskáld:
„Ljóðið var ofboðslega fallegt, mjög fallegt náttúm- og ástarljóð."
Hrafn Jökulsson ljóðskáld:
„Þetta var hörmulegur samsetningur. Matthías í sínum versta ham: fullur af skáldleg-
um belgingi og innihaldslausu orðskrúði. Það er ótrúlegt að höfundur þessa kvæðis skuli
líka hafa ort sum af skárri ljóðum síðustu ára.“
PRESSULIÐ
óskabarna þjóðarinnar
Hástökkvarinn
Björk Guðmundsdóttir hefur upplifað allt ffá fyrirlitningu til aðdáunar. I dag
elska allir íslendingar stjömuna eftir að hún fór í heljarstökkum upp erlenda vin-
sældalista. Sérkennileg ffamkoma hennar breyttist í hugum landa hennar úr því að
vera óþolandi rugl í barnslega einlægni. Sennilega mættu fleiri á tónleikana í Laugar-
dalshöllina en samanlagður fjöldi allra þeirra íslendinga sem séð höfðu Björk áður á
tónleikum. Forsetinn mætti líka þannig að Björk hlýtur að fá fálkaorðuna á nýjárs-
dag.
Sleggjukastarinn
I gegnum tíðina hefur Kristján Jóhannsson hamrað á því að hann sé heimsffægur
og aðeins tímaspursmál hvenær hann ryðji hinni heilögu tenóraþrenningu úr vegi og
taki við kyndlinum sem mesti hetjutenór heims. Fram á síðustu ár hafa íslendingar
trúað honum en samanburðurinn við Björk hefur valdið því að skuggi hefur fallið á
frægðina. Þegar Islendingar eignuðust raunverulega alþjóðlega stjörnu áttuðu þeir
sig um leið á því hve frægð Kristján er mikið í ætt við orðstír Garðars Hólm. Kristján
er þó tvímælalaust í liði óskabarna þjóðarinnar — ennþá. En effir fimm ár gæti hann
verið kominn á varamannabekkinn ef hann nær ekki að standa við stóru orðin.
Hindrunarhlauparinn
Sú þverstæða sem býr með íslensku þjóðinni að elska að hata óskabörnin sín kem-
ur hvergi betur ffam en í afstöðunni til Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Sony-forstjóra og
rithöfundar. Þjóðin dáist að því hvemig hann lagði viðskiptaheiminn að fótum sér
og bókmenntaheiminn á eftir og drekkur í sig allt sem hann segir og sagt er um
hann. Hann er hins vegar grunsamlega flekklaus og góður drengur sem fer í taugarn-
ar á sumum. Og þótt erlendir gagnrýnendur hrósi honum flestir fyrir Fyrirgefhingu
syndanna þótti flestum skemmtilegt hvemig íslenskir gagnrýnendur reyndu að slátra
honum hver á effir öðmm.
Tugþrautarkappinn
Hemmi Gunn er tengdasonur þjóðarinnar. Hann hefur heillað allar mæður sem
dreymir um að þeirra tengdasynir væm jafh yndislegir. Hemmi hefur ekki þurft að
gera stórkostlega hluti eða öðlast ffægð fyrir utan landsteinana til að halda stöðu
sinni. Hann er einnig samnefhari fyrir mannlegan breyskleika sem allir skilja, týpan
sem er fyrirgefið allt. Hann snéri uppákomunni effir páskana, þegar hann mætti ekki
í þáttinn sinn, í persónulegan sigur með því að viðurkenna vanmátt sinn. Allir elska
Hemma og Hemmi elskar þá.
Boðhlauparinn
Páll Óskar Hjálmtýsson er fyrsti homminn sem þjóðin hefur tekið almennilega í
sátt. Hörður Torfa hljóp fyrsta sprettinn í réttindabaráttunni þegar hann kom fyrst-
ur íslenskra homma úr felum opinberlega á áttunda áratugnum. Hann og aðrir
hommar sem á eftir fylgdu þurftu að þola fýrirlitningu og smán en létu ekki deigan
síga. Með baráttuglöðum hlaupurum hafa þeir aukið sigurlíkur sínar. Páll Óskar hef-
ur nú tekið við keflinu og hlaupastíll hans hefur vakið aðdáun. Hommar hafa þurff
að beijast við þá fordóma að þeir séu óeðlilegir en engum finnst neitt óeðlilegt við
Pál Óskar.
Fánaberinn
Sigrún Huld Hrafnsdóttir væri óskabarn hverrar þjóðar sem væri. Hún er falleg
og einlæg og hefur unnið fleiri sigra á alþjóðlegum stórmótum í íþróttagrein sinni,
sundi fadaðra, en íslendingar eiga að venjast með afreksmenn sína. Kætin og gleðin
sem skin úr andlitinu smitar alla. Sigrún er fánaberi liðsins.
Fararstjórinn
Skáldjöfurinn á Gljúfrasteini, Halldór Laxness, er sennilega sá íslendingur sem
mestrar virðingar nýtur. Valinkunnur hópur manna valdi hann áhrifamesta íslend-
ing lýðveldistímans eins og ffarn kom í þjóðhátíðarblaði PRESSUNNAR. Hann hefur
lagt pennann á hilluna en er sjálfkjörinn fararstjóri liðsins.
Varamennirnir
Amór Guðjohnsen á enn möguleika á því að komast í lið óskabamanna en þó að-
eins um skamma hríð ef hann og sonur hans ná því takmarki að leika saman í ís-
lenska landsliðinu í knattspymu.
Eiður Smári kemst þá líka í liðið en það fer effir því hvort hann rís undir vænting-
unum sem gerðar eru til hans um heimsffægð hvort hann haldi sæti sínu.
Linda Pétursdóttir var dáð af allri þjóðinni þegar hún var alheimsfegurðardrottning og á enn aðdáun allra
kynþroska karlmanna. Nektarmyndir af henni og vinna fyrir Playboy varð hins vegar til þess að mæður þessa
lands kröfðust þess að hún yrði sett út úr liðinu. Karlpeningurinn stendur þó vörð um hana þannig að hún
fær að sitja á bekknum.
RMMTUDAGURINN 21. JÚLÍ1994 PRESSAN 11