Pressan - 21.07.1994, Síða 18

Pressan - 21.07.1994, Síða 18
Tælenskur hórstrákur finnst mér veran alls ekki grimm og í gegnum augum finnst mér skína sak- leysi. Fyrst hún vefur þetta um haus- inn á sér segir það mér að hún sé til- búin til þess að leggja ýmislegt á sig fyrir almenning en er þrátt fyrir það samt sem áður saklaus og lítil í sér. Það er svolítill múmíufílingur í þessu og ég veit ekki hvort þetta á að vera tákn um dauða. Maður sér þarna samt einhverja von, manneskja sem er dauð en heldur í vonina og þar af leiðandi er ekki lokað fyrir augun. Ætlunin í þessari mynd er að vera svolítið tæ- landi og hvort að það hefur heppnast eða ekki veit ég ekki. Mér finnst þetta þó aðallega vera Dóra Takefusa að sitja fyrir hjá Ijósmyndara! . óra Takefusa um myndina al Isjálfri sér: Þessi er nú helvíti spúkí. Myndin er mjög drungaleg, það er eitthvað yfirnátt- úrulegt í kringum hana. í sambandi við manneskjuna sjálfa, já ég segi manneskju vegna þess að þetta gæti verið bæði kona og karl, jafnvel strákur. Þetta gæti líka verið mann- eskja sem hefði lesið það i gömlum kokkabókum að augun segja allt og tekið það alveg bókstaflega, og að augun séu það fyrsta sem karlmenn taka eftir á kvenmönnum. Ég er þvi svolítiö hissa á því að hún skuli ekki skjóta einum legg og hálfu brjósti héi inn því það er víst líka mjög vinsælt. Hún er svolítið að rembast, það er obvíus að hún vill láta taka eftii sér á einhvern hátt. Þrátt fyrir að vera í arabískri múnderingu þá held ég nú samt að hún sé ekki arabísk en hún gæti í raun verið hver sem er, gæti þess vegna verið Ólöf Rún... Ef ég vissi ekki betur myndi ég halda að þetta væri strákur. Minnii mig einna helst á Tælenskan hór- strák, sem er í harðri samkeppni á sinu sviði og reynir lokka og gera alll til að fá athygli vinnunnar vegna. El myndinni er snúið við virkar mann- eskjan rosalega hissa en mest þó á sjálfri sér. Kannski er þetta manneskja sem hefur ekkert til að bera annað en augun; ofsalega bólugrafin, með skemmdar tennur og borin von fyrii hana að ná sér í karlmann og því sé þessi blekking hennar eina von. En svo gæti hún líka hafa farið á svo skuggalegt fyllerí, dottið á hausinn niður stigann og veriö tröðkuð niður í röðinni fyrir utan Kaffibarinn og þetta er tekið á mánudegi...hún lætur sig Portrettið samt hafa það og fer á Kaffibarinn með allar umbúðirnar. Þar af leiðandi málar hún sig stíft og reynir að gera gottúr þessu. Þó svo að myndin sé drungaleg Ekki bara bók um hommaliðið ingunni, 18 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 21. JULI 1994 Þnr einstaklingar hafa ákveðið að gefa út mynda og textabók um sjúkdóminn alnæmi svo og fórnarlömb þessa banvæna sjúkdóms. Þetta eru þau Sigríður Ólafsdóttir(sissa) ljós- myndari, Jóhanna Guðmundsdóttir og Þröstur Óskarsson sem kýs að láta kalla sig Spörra. Spörri hefur verið sýktur af alnæmi í mörg ár og er bókin unnin að miklu leyti í sam- vinnu við hann. Þarna koma einnig fleiri alnæmissjúklingar við sögu og öll hafa þau smitast á ólíkan hátt. Áætlað er bókin komi út í desember. Hver er hugmyndin á bak viðþetta? Sissa: Ég hitti Spörra þegar hann var nýkominn að utan og hann sagði mér að sig langaði til þess að halda myndlistarsýningu og gera þá hluti sem hann hafði ekki gert áður. Spörri: Mig langar að skilja eitt- hvað eftir mig og koma á framfæri því sem ég hef lent í. Ég vil að ungt fólk læri af minni reynslu og fari varlega. Sissæ Mig langaði að koma slíkri raunasögu á ffamfæri með mynd- máli og með aðstoð Spörra. Fyrst hugsaði ég þetta sem lltla sýningu eða blaðaviðtal, en síðan þróaðist þetta útí að skemmtilegra yrði að vinna þetta sem bók. Þá er hægt að ná til fleiri og þar að auki er lítið til af slíku efni nema litlir bæklingar. Ég kom hugmyndinni að hjá Spörra og honum leist vel á þetta. Spörri: Mér leist æðislega vel á hugmyndina og við ákváðum að hafa þetta ekki bara um homma- liðið, enda er það er nú einu sinni staðreynd að við erum hiutfallslega með lægstu tíðnina af alnæ- missýktu fólk, ekki nema um 10%. Hvernig ætlið þið að vinna úr þessu? Sissa: Við tölum við og fylgj- umst með 4-6 einstaklingum sem eru sýktir og veljum þá fólk úr mismunandi hópum. Við munum fylgja þeim eftir og koma reynslu- sögu þeirra á framfæri með mynd- máli og texta. Við viljum að fólk geti flett þessu upp og látið mynd- imar tala sínu máli, um leið og textinn upplýsir og undirstrikar ástandið enn ffekar. Bókin á að vera mjög ódýr þannig að sem flestir geti nálgast hana. Jóhanna: Þetta er ekkert annað en forvamarstarf sem við viljum vinna á þennan hátt og við emm núna að reyna að fá styrki. Við stóðum í þeirri trú að landlæknis- embættið myndi styrkja okkur en það sá sér ekki fært að gera það, þannig að við ætlum að leita til einkafýrirtækja. Meiningin er að þetta standi undir sér. Og hvemig hafa undirtektir verið? Jóhanna: Við höfum fengið mjög misjafhar móttökur það sem af er en við vonum að fólk sjái nauðsynina í þessu jafn vel og við. Við viljum að fólk, hver svo sem það er, átti sig á nauðsyn þess að nota smokkinn. Hvertergildi bókarinnar? Spörri: Það er mjög nauðsynlegt að krakkar fái ffæðslu um þetta á unga aldri, því þá fer þetta kannski að síast inn í þau. Sissa: Það er ofsalega mikið í tísku að sýna líkamann, sexí aug- lýsingar og allt það, þannig að krakkar em orðnir mjög meðvit- aðir um kynlíf. Krakkarnir með- taka hlutina svo vel og svo lengi sem maður kemur því að hjá þeim nógu ungum að smokkur sé í finu lagi, þá meðtaka þau það fljótt og þykir hann mjög eðlilegur. Spörri: Það verður að rækta bömin og kenna þeim uppá seinni tíma að gera.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.