Pressan


Pressan - 21.07.1994, Qupperneq 19

Pressan - 21.07.1994, Qupperneq 19
Listskapandi verkefni: Vélgengt glóaldin „Það er eng samkeppnis hugur í okk Arið 1971 gerði kvikmynda- leikstjórinn Stanley Ku- brick myndina A Clockw- ork Orange eftir skáldsögu Ant- hony Burgess, sem skrifaði kvik- myndahandritið upp úr bókinni. Þetta er sögufræg kvikmynd, íúll af ofbeldi og viðbjóði en um leið skörp og flugbeitt þjóðfélagsádeila. Annað kvöld, þann 22.júlí, mun Sumarleikhúsið, áhugamannaleik- hópur skipaður framhalds- og há- skólanemum, sem allir hafa fengist við leiklist áður, hefja sýningar á verkinu, sem á íslensku gengur undir nafninu „Vélgengt glóaldin“. Sýnt verður í gömlu bílaverkstæði við Hlemm sem búið er að breyta í leikhús. Samtals taka um 20 leikar- ar þátt í sýningunni og fer Gott- skálk Dagur Sigurðarson með hlut- verk Alex, sem Macolm McDowell gerði ógleymanleg skil í kvikmynd- inni. Þór Túliníus leikstýrir en Vet- urliði Guðnason þýddi leikritið upp úr leikgerð Burgess, sem hann samdi 1990, 2 árum áður en hann dó. Þessi leikgerð hefur verið sýnd víða um heim og fengið góða dóma. U2-meðlimirnir Bono og The Edge sömdu tónlist við verkið, sem notuð er að hluta í sýningunni hér og hefur tónlistarmaðurinn Muri krukkað í tónlistinni. Sumarleikhúsið er nokkuð at- hyglisvert dæmi. Það á rætur að rekja til þess að Sigurður Guð- mundsson og Gottskálk Dagur sóttu um styrk til borgarráðs til leiklistarstarfs fyrir ungt atvinnu- laust skólafólk í Reykjavík. Borgar- ráð tók vel í hugmyndina og ákvað að hrinda af stað „atvinnu- og list- skapandi verkefni fýrir ungt fólk“. Alls taka um 35 manns þátt í verk- efninu, fólk úr MHÍ og Iðnskólan- um sér um tæknilegu hliðina og allir þiggja „lágmarkslaun fýrir há- marksvinnu“. Salurinn tekur um 150 manns í sæti og ekki verða nema 10 sýningar á verkinu. Þá mun aðeins kosta 500 kr. inn og fer inngangseyririnn beint aftur í borgarsjóð. Ánægjuleg hringrás það! Aðalleikarinn og hvatamaðurinn Gottskálk Dagur er á línunni. Hvers vegna var þetta verk valið til sýningar? „Við ákváðum að allir fengju að hafa skoðanir á verkefnavali. Við vorum með hugmyndir um Shake- speare fýrst og vorum komin í tímaskort með að negla eitthvað verk niður. Þá kom þessi hugmynd upp á fundi, Ólafur Egill benti á þetta verk. Við höfðum öll séð myndina og leist helvíti vel á að gera þetta. Þá var farið í að redda handritinu, kíkja á það og svo var þetta bara ákveðið. Þetta hentar vel þessum hópi og þetta er mjög gott verk.“ Hvenærfórþetta ígangP „Við byrjuðum í maí á að undir- búa götuleikhús fyrir 17. júní. Það var ekki fýrr en 20. júní að við byrj- uðum að æfa verkið með Þór Túl- iníus. Fyrst lásum við á ensku en svo kom íslenska þýðingin." Hefur verkið verið sett í íslenskt samhengi? „Nei, það er ekki hægt að segja það. Þetta verk er mjög alþjóðlegt og gæti gerst hvar sem er. Alex og gengið nota nadsat, sérstakt tungu- mál sem er upprunnið úr rúss- nesku. Það er upprunnið úr ensku útgáfunni en stílfært yfir á ís- lensku." Á verkið eritidi hérna á klakan- um? „Ég held að þetta verk eigi alltaf erindi, alls staðar. Það íjallar um spillingu í þjóðfélaginu sem alltaf er nóg af á öllum tímum." Er ekki erfitt að leika Alex þegar flestir sjá Malcolm McDowell Ijóslif- andi fyrir sér. „Jú, að sjálfsögðu. Maður nær aldrei í hans tilþrif en reynir að gera sitt besta. Ég er ekkert að apa eftir honum, því karakterinn sjálfur er í fýrirrúmi. Leikgerðin er mjög frábrugðin myndinni. Að sjálfs- sögðu sérðu svipaðar senur, atvik sem koma upp, en það var ákveðið að reyna að líkja alls ekki eftir myndinni. Það var eiginlega ekkert hugsað um það, Þór og við öll höf- um sett verkið upp á okkar eigin hátt í sameiningu.“ Fylgir eitthvað frjálsrœði því að starfa að leikhúsi sem þarf ekki að standa undir sér? „Já, einn kosturinn er t.d. sá við getum selt ódýrt inn — 500 kall er ekki neitt og við vonumst til að fólk nýti sér það kostaboð. Það er gífúrleg vinna í kringum þetta. Leikararnir eru að frá 10 á morgn- ana til miðnættis og tækniliðið á nóttunni til að rekast ekki á við æf- ingar.“ Er sýningin sett upp í satnkeppni við Hárið? „Nei, alls ekki. Við erum ekki í samkeppni við þau og þau ekki við okkur. Þetta er nokkurs konar þegjandi samstarf, ein sýning vekur athygli á annarri. Við erum búin að sjá Hárið, allur hópurinn fór á frumsýninguna, og okkur leist bara vel á og vonum að þau komi á okk- ar sýningu. Það er enginn sam- keppnishugur í okkur. Það er bara gott mál að fólk hafi úr nógu að velja til að gera i frístundum sín- um.“ Afhverju sýniði bara lOsinnum? „Við hefðum auðvitað viljað sýna eins oft og grundvöllur væri fýrir en íslandsbanki á húsnæðið og Rarik hefur leigt það. Þeir hafa verið svo góðir að leyfa okkur að vera á sinni leigu í tvo mánuði en við verðum að vera komin út 15. ágúst til að bílaverkstæði Rarik geti tekið aftur til starfa.“ Verður framhald á Sumarleikhús- inu? „Ég veit ekki hvað við Siggi ger- um en það er hugsanlegt að ITR taki þetta upp á sína arma og geri að árlegum viðburði. Við finnum örugglega upp á einhverju öðru sniðugu til að gera næsta sumar. Við erum með ýmsar hugmyndir í gangi.“ Andlit í veggfóðrinu Y N D L I S T GUIMIXIAR J. ÁRIMASOIM Jón Óskar, Birgir Andrésson Gallerí. í stuttu máli: Hinn vanafasti Jón Óskar heldur sig við kunnugleg mótív, en brýtur upp einhæfnina með nýju tilbrigði. A'* Vesturgötunni hefúr opnað nýtt gallerí, nánar tiltekið í húsi númer 20, á horni Vesturgötu og Norðurstígs. Birgir Andrésson Gallerí heitir það og nafnið segir allt sem segja þarf, því tilvist þess er myndlistarmannin- um Birgi Andréssyni að þakka. Fyrir fáum árum hafði Birgir sýn- ingar á sínum vegum í sömu bygg- ingu en á öðrum stað. Sumar þeirra eru mönnum enn minnis- stæðar, þannig að enduropnun gallerísins vekur vissar vonir um framhaldið. Það er heldur enginn aukvisi sem vigir galleríið, en sá er Jón Óskar. Sýningaraðstaðan sem hann hefur til umráða er minni en hann á að venjast, eitt herbergi sem er ekki sérlega stórt. Þess má minn- ast að hann sýndi tvö málverk í Gallerí Sólon íslandus, þar sem eru rúmgóð salarkynni, en dugði varla til. Þótt Jón Óskar sé frekar vana- fastur myndlistarmaður, þá bregð- ur hann út af vananum í þetta sinn og sýnir ekki stór málverk, heldur nokkurs konar „collage“ af papp- írsörkum, sem veggfóðra herbergið á þrjá vegu. Myndverk Jóns Óskars eru auð- þekkjanleg. „Svart-hvít“ málverk á striga, með sterkum kontröstum og í brúnleitum tón; litameðferðin er hrjúf og hann notar vaxkennd efiii, m.a. til að innsigla dúkinn til að hann dragi ekki í sig lit. Mynd- efhinu eru settar afar þröngar skorður. Hann hefur alla tíð haldið sig við andlit, sem fýlla gjarnan út í myndflötinn, og nú síðari árin hef- ur borið mikið á veggfóðurs- munstri. Andlit og veggfóðurs- munstur eru á sínum stað á sýn- ingunni, auk teiknimynda af hirð- fífli og manni að hneigja sig. I þetta sinn eru þó andlitin ekki þessar ópersónulegu fígúrur sem hafa birst í myndum Jóns, heldur svart- hvítar tækifærisljósmyndir sem hann hefúr átt í fórum sínum, margar óskýrar, af alls kyns fólki, sem tilheyra hans miljö. Þessum ljósmyndum hefúr hann síðan safnað saman í bók, sem hann kall- ar „Vinir og elskendur“ — tvíræð- ur titill: eru þetta vinir og elskend- ur Jóns, eða vinir og elskendur í einhveijum almennum skilningi? Það er. ekki laust við að það sé kaldhæðnislegt að stilla saman andlitum og veggfóðursmunstri á þann hátt sem Jón Óskar hefur gert, ekki síst á þessari sýningu þar sem ljósmyndirnar verða samfelld- ur hluti af „veggfóðrinu" sem þek- ur veggina. Veggfóður er eins og teppi, það á að veita hlýju og vellíð- an, en það hefur enga dýpt eða frá- sögn, það er eins hvar sem á það er litið og maður veitir því enga sér- staka eftirtekt. Ég trúi því ekki upp á Jón Óskar að honum finnist and- lit „vina og elskenda“ álíka óspenn- andi og gamalt veggfóður. Én ég held þetta fjalli ekki um fólk heldur myndir. Hér er samankomið safn af ljósmyndum af fólki úr því um- hverfi sem Jón Óskar hrærist í, en myndirnar segja okkur ósköp lítið, eða ekki neitt, um þessar mann- eskjur hveija fýrir sig og enn minna um Jón Óskar sjálfan. Kafli úr „Ódauðleikanum“ eftir Milan Kundera kemur upp í hugann, en þar stendur á einum stað: „Þegar maður ber saman tvær mismun- andi andlitsmyndir, tekur maður fýrst og ffernst eftir því hvað and- litin eru ólík. En ef maður er með tvö hundruð tuttugu og þrjú andlit fýrir ffaman sig, gerir maður sér skyndilega grein fyrir því að þetta eru aðeins íjölmörg tilbrigði við eitt og sama andlitið og að aldrei hefur neitt verið til sem heitir ein- staklingur." Tóm videysa, náttúru- lega, nema við lesum þetta á þann veg, að það hafi aldrei verið neitt til sem heitir einstaklingur í Ijósmynd, enda eru ljósmyndir ekki einstak- lingar. Við höfum samt vafasama tilhneigingu tO að trúa því að ljós- myndir hljóti að segja okkur eitt- hvað um eða vera staðfesting á ein- hverju um einstaklinginn. En raunin er sú að ljósmyndir segja okkur ekki endilega neitt meira en veggfóður. Hvað sem líður andlitspælingum Jóns Óskars, þá boðar þetta mynd- verk áherslubreytingu sem ég trúi að muni verða myndlist hans til framdráttar. Stóru málverkin voru farin að snúast óþarflega mikið um áferð, „effekta“ og strúktúr, á kostnað innihalds. Hér er opnað fýrir fleiri möguleika og gefinn kostur á margræðari díalóg við áhorfandann. Birgir Andrésson sjálfur, eins og hann kemur fyrir í myndverki Jóns Óskars. FIMMTUDAGURINN 21. JÚLÍ1994 PRESSAN 19

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.