Pressan - 21.07.1994, Síða 23

Pressan - 21.07.1994, Síða 23
BÍÓIN í BORGINNI Þunn mynd um hefnd THECROW ★ Sýnd i Laugarásbiói Par sem er é leiðinni að gifta sig daginn eftir, er myrt af fjórum vangefnum og bandbrjáluð- um illmennum. Ári síðar ris eiginmaður órot- inn úr gröf sinni með hjálp yfirnáttúrlegrar kráku, meikar sig eins og hann sé genginn i hljómsveitina Kiss og hvað heidurðu, drepur alla vondu kallana með hinum ýmsu aðferð- um á milli þess sem hann æfir sig á raf- magnsgitar uppi á húsþaki. Þetta er ná- kvæmlega söguþráður Krákunnar og maður veit innan tiu mínútna hverjir drepast i mynd- inni. Sem sagt, hér er á ferð mjög hefðbundin klisjumynd — „hefndarmynd”, sem sést hef- ur í hundrað útgáfum áður. Brandon Lee leikur góða kallinn. Hann lést af slysaskoti á meðan tökur stóðu yfir og þvi þurfti að klessa honum i nokkur atriði með hjálp tölvutækninnar. Umgjörð myndarinnar er nokkuð flott Sagan gerist i myrkri stór- borg þar sem endalaust rignir. Eftir á að hyggja er eins og öll myndin hafi verið tekin í myrkri. En... það má fyllilega taka undir það sem einn bíógesturinn sagði þegar hann gekk út ,Leiðinlegt að svona flott mynd skuli vera með svona hrikalega þunnan sögu- þráð." Eddie Superman Beverly Hills Cop III Sýnd i Sambíóunum og Háskólabíói Sjálfur Eddie Murphy er ekki siðri i þessari mynd en hinum tveimur en öllu má nú of- gera. Þessi mynd verður að teljast heldur ýkt en þeir sem fíla Eddie ættu samt sem áður ekki að láta myndina fram hjá sér fara. Þetta er svo sannarlega ævintýramynd, enda gerist stór hluti hennar í barnaskemmtigarði nokkrum og flest atriði þykja harla ólíkleg. Eddie lifir af hina ótrúlegustu skotbardaga og verður nokkurs konar Superman þar sem hann bjargar einu og öllu. Húmor hans er þó í góðu lagi og alltaf er hægt að hlægja að vit- leysunni, enda náunginn með eindæmum fyndinn. Það má því segja að hann brjóti upp allt þetta ævintýrahjal með klúri sínu og fyndni og maður fer þokkalega sáttur heim. Aðrar helstu myndir Sambióin: Maverick Léttlynd kábojmynd með Mel Gibson og Judie Foster. Reality Bites Winona Ryder i unglingamynd sem gefur sig út fyrir að vera gáfumannsleg. Bíódagar* Falleg mynd um voðalega lítið. Angie Geena Davis alltaf jafn sæt og nú er hún líka ólétt. Kannski það sé nýjasta trendið í Holly- wood: „Óléttumyndir”? Police Academy7 Þynnra gerist það varla, botninum náð. Blank Check Disney mynd um auðan tékka. Hostile Hostage Svört grinmynd. ThunderJack Krókódíla Dundee reynir að græða á fornri frægð með gamanvestra. Beverly Hillbillies Grín um bóndadurga sem verða snögglega auðugir. Sami leikstjóri og gerði Wayne's World númer eitt Stjörnubíó Bíódagar * Röð af nostalgiuatriðum og þegar myndin er búin situr fátt eftir nema tómleikatilfinning og svolitil hlýja gagnvart nokkrum atriðum þar sem Friðriki Þór og Einari Má tekst að hitta áhorfandann í hjartað. My Girl 2 Fjölskyldumynd. Fjármagnið nægði ekkitil að Hómalón- strákurinn væri aftur með. Guarding Tess Nicolas Cage passar Shirley MacLaine. Háskólabíó Wayne's World II ★★ Rokkaulamir Wayne og Garth aftur komnir á ferð með svipaðan húmor og síðast. Það má vel hafa gaman af þessu — sérstaklega ef maður er unglingur og í góðu stuði. Greedy Gamanmynd um græögi. Kirk Douglas leikur gamla kallinn sem á peningana sem allirvilja erfa. Naked Gun 331/3 Brandaramynd. Laugarásbíó Serial Mum ★★★★ Öfgaperrinn John Waters með sína frábær- ustu mynd i mörg ár. Raðmamman, som Kathleen Turner leikur glæsilega, er hin vemdandi móðir I þúsundusta veldi og kálar öllum sem flækjast fyrir hamingjuímynd fjöl- skyldunnar. Gálgahúmor i hæsta gæðaflokki. Above the Rim Körfuboltamynd fyrir krakkana. Sirens Áströlsk erótik. Regnboginn Les Visiteurs ★★ Hraður franskur farsi um tvo miðaldamenn sem villast inn i nútímann. Hin þokkalegasta skemmtun. SugarHill Wesley Snipes kannar undirheima New York borgar. Needful Things Skrattinn sest að í bandarískum smábæ. Tryllir gerður eftir sögu Stephen King. Piano ★★★★ og Kryddlegin hjörtu *★★ Þessar ganga og ganga. Listrænt bíó. KOKKTEIU I SUMAR FÖSTUDAGSKVÖED PÁLL ÓSKAR LAUGARDAGSKVOED DISKÓTEK MEÐ KOKKTEIL A F S U Ð RÆ N N I O G FJÖLBREYTTRI TÓNLIST T I L K L 03.00 Borðapantanir í síma 689-686 Afmæli, en ekkert an rekstur, enda telja þeir lágmark- ið 2-3 milljónir íbúa og mikinn ferðamannastraum. Þess vegna get ég núna gortað óspart og um leið prísað mig sælan af því að hafa fengið staðinn á sín- um tíma, enda skýt ég gjarnan að þeim að það ætti að vera Hard Rock Café „in every major city in the world“. En það er bara gaman að þessu núna því í dag væri Reykjavík ekki inní myndinni hjá þessum mönnum. Enn eykst bjórúrval- ið í Rikinu. Nú hefur bæst við enn einn eðalbjórinn, hinn hol- lenski Amstel. Þetta er gamalkunnur bjór, fimm prósent að styrk- leika, og er að sögn fimmti mest seldi bjór- inn í Evrópu. Hann er nokkuð bragðmikill og vel þess virði að prófa hann. Amstel er seldur hér í hálfs lítra dósum á 1130 krónur kippan, en fæst ekki nema í Heið- rúnu, Kringlunni, á Eiðistorgi og Akureyri. Á Eöstudag ...Hard Rock Café þar sem alltaf er líf og fjör í kringum allt og alla og starfsfólk virð- ist aldrei fá nóg af látunum þarna inni. Afmælishátíð þeirra stendur yfir þessa helgi og það er ekki leiðinlegra að hafa miss og ungfrú eitt- hvað alls staðar í kringum sig að uppfarta. ...innliti í nýja listasafnið í Kópavogi hvað sem það heitir nú aftur. Það tók hálf- an mannsaldur að koma því upp og það er í alla staði stórglæsilegt. Kaffið og bakkelsið er líka hræbillegt, en að vísu ekki jafn billegt og kaffið sem hægt er að snapa ókeypis í banka- stofnunum og bakkelsið sem stundum er boðið upp á í bakaríunum. En þá miss- ir maður líka af stórkostlegu umhverfi, eins og því sem hægt er að láta umlykja sig í listasafninu, æi hvað heitir það, þama fyrir neðan Kópavogskirkju. ...Eggtónleikum íTungl- inu. Hér gefst sjald- gæft tæki- færi til að sjá marga af efnilegustu tölvupoppur- < um landsins koma fram. Þeir grúfa sig yfir tækin sín, ýta á takka og koma salnum í gott grúf. teygj Hard Rock Café fagnar nú sjöunda starfsári sínu með tilheyrandi látum og hefst hátíðin fimmtudaginn 21.júlí. Hún mun standa í fimm daga og lýkur á mánu- daginn með pomp og prakt þegar meðlimir hljómsveitarinnar SSSól stíga á svið og halda stórdansleik þar innan- dyra. Tómas Tómasson eigandi Hard Rock sat hvorki á svörum né sögum þegar Pressan hafði samband við hann. Ljóst er að Hard Rock Café er ein umsvifamesta veitingakeðja heims- ins en nú eru komnir yfir 40 Hard Rock staðir í heiminum en ekki voru nema þrir árið 1984. Þess má geta að Tommi var ellefti í röðinni til þess að opna slíkan stað. Hvernig verður afmcelishátíðinni háttað? „Hard Rock Café á sinn eigin- lega afmælisdag mánudaginn 25. júlí en við höfiim alltaf haft það fyrir sið að halda fjögurra til fimm daga afmælishátíð og á því verður engin undantekning nú. Við bjóð- um upp á íjóra til fimm rétti á „gamla verðinu“ og ætlurn svo að enda hátíðina með tónleikum SSSól, þar sem meiningin er að fylla staðinn enda aðgangur ókeyp- Hvað með teygjustökk í tilefni af- mœlisins? „Það gerði ég á 5 ára hátíðinni og ég ætla ekki að stökkva aftur fyrr en við verðum 10 ára. Þá ætla ég að stökkva teygjulaust...en ég hef ennþá þrjú ár til þess að finna út hvernig ég á að koma því við!“ Stendur til að setja upp fleiri staði hérlendis? „Nei, það er af og ffá. Þegar ég hitti stofnendur staðarins í New York árið 1984 vissu þeir ekki hvert stefndi með Hard Rock Café því það gekk ekki nógu vel hjá þeim. Nú er tíðin önnur og þeir eiga í vandræðum með að finna borgir sem eru nægilega stórar fyrir þenn- Meiri Vídeóleiga á Tveir ungir iðnrekstrarfræði- nemar hafa innréttað sendi- ferðabíl sem vídeóleigu og má nú sjá Vídeóbílinn þeysast um götur bæjarins að þjóna þeim sem hafa hug á að panta spólurnar heim til sín og fá þær sóttar daginn eftir. „Við hjálpum fólki með að velja spólur ef það er í einhverjum vand- ræðum og ffamtíðarhugsunin er sú að gefa út bækling þar sem bestu spólurnar hverju sinni verða til sýnis“ sagði Sigurður Frosti Þórð- arson sem rekur Vídeóbílínn ásamt félaga sínum Jóhanni Gunn- arssyni. Þeir hafa báðir starfað á vídeóleigum og kunnu því vel til verka þegar velja þurfti videóspólur til údána í bílnum. „Við erum með gott úrval af spólum sem við völd- um úr góðurn kjarna. Við höfúm þurff að vanda valið enda erum við með það lítið pláss.“ Vídeóbíllinn býður upp á um 1000 titía en auk þess er í bílnum selt gos, sælgæti og tóbak. Spólan kostar 590 en séu pantaðar tvær í einu, fæst sú seinni á 390 krónur, sem er undir meðalverði. Strákarn- ir ætía að einblína á stór Reykjavík- ursvæðið en síminn hjá þeim er 644646 og verða þeir við símann allan sólarhringinn. Sigurður Frosti og Jóhann fyrir utan Vídeóbílinn. vífarar Ljósmyndarinn Einar Snorri er flottasta týpa landsins, eins og PRESSAN opinberaði í síðustu viku. Tvífari hans, HM-hund- urinn „Striker“ er aldeilis ekki síðri týpa. Eins og sjá má er mjög sterkur svipur með týpunum og ef þetta væri auglýsing myndi hún klikkja út með: „Það er nefið“... bjór FIMMTUDAGURINN 21. JÚLÍ 1994 PRESSAN 23

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.