Pressan - 21.07.1994, Síða 25

Pressan - 21.07.1994, Síða 25
LífLð Á sunnudag Egg á Tunglinu Fyrir tæplega hálfum mánuði hélt Smekkleysa útgáfutón- leika vegna plötunnar „Smekkleysa í hálfa öld“. Á föstu- dagskvöldið verða haldnir aðrir útgáfutónleikar, nú vegna safn- plötunnar „Egg ’94“ og í Tunglinu. Á Egginu hljómar það nýjasta og ferskasta sem er að gerast í dans- tónlistinni svokölluðu á Islandi í dag. Fjöldi hljómsveita, sem sumar eru aðeins skipaðar einum með- limi, koma fram: T-World, Und- erground Family, Kusur, Space- mann Spliff, Plastic og Bix. Á plöt- unni eru einnig Ajax, Oscillator, D.E.W., Hydema og Biogen. Hljómsveitunum til halds og trausts eru svo snúðamir Þossi og Maggi Legó. Til stendur að halda út stans- lausri svitakeyrslu frá miðnætti ná- kvæmlega. Hljómsveitin Scope, sem er vinsælasta dansband lands- ins um þessar mundir, mun ríða á vaðið á slaginu tólf. Svo munu hljómsveitimar sex gera sína gjöminga út kvöldið og helst ekki hætta fyrr en Zarcus og félagar á Egg-geimskipinu mæta á staðinn. Þá mun geimið halda áfram á ann- arri plánetu. ...sundi í Hveragerði. Ekki á Hótel Örk heldur í litlu kósí sundlauginni sem er vel falin rétt fyrir ofan bæinn. Þetta er eitt best varðveitta sund- laugarleyndarmál Suður- lands. Á leiðinni í bæinn er svo nauðsynlegt að fá sér kaffisopa með trökkdræver- unum í Litlu kaffistofunni og fræðast um það sem þessir alvöru karlmenn em að hugsa eða þegja bara þunnu hljóði og skoða á þeim húðflúrin. .. .Skúlptúr/Skúlp- túr/Skúlptúr íslensk sam- tímalist á Listahátíð 1994 á Kjarvalsstöðum, en þetta mun vera síðasta sýningar- vikan. Þar em sýnd verk 29 íslenskra myndlistarmanna, sem flestir komu fram á eftir SÚM kynslóðinni. ...fjölskylduferðum um Öskjuhlíð. Ég segi það satt, Öskjuhlíð er morandi í kan- ínum og þær em ótrúlega gæfar. Það væri því aldeilis tilvalið fyrir fjölskylduna að búa sig út með nesti og nóg af gulrótum og þvæl- ast um þessa náttúmparadís í kan- ínuleit. Að gefa öndunum er úti, nýjasta trendið er að gefa kanínunum í Öskjuhlíð- inni. Marsipan: Átak gegn heyrnarleysi fáum inn, aö fáeinum vinum undanskildum. Þar af leiðandi stóð Hinrik Ólafs- son ásamt fleiri fastagestum í röðinni og komst ekki inn. Bæði föstudags- og laugardagskvöld sást til Hár- gengisins enda er þeim klappað lof I lófa eftir hverja sýningu og því skiljanlegt að þau leiti allra leiða til að ná sér niður. í Tunglinu voru meðal annars Pétur Sæm, Þossi og Raggi gúrka. Á Rósenberg hélt Filippía næturdrottning uppá afmæli sitt ásamt Alex kærasta sínum. Þar var margt um manninn einsog svo oft en þar voru Rut Róberts, Þorvaldur Bjarni og Bjarni Sæm arm i arm, Svenni Ijósmyndari ásamt Sylvíu, Guðrún Eyjólfsdótt- ir, Eggert Boga iþróttatröll, Svala Björgvins hin unga söngkona hljómsveitarinnar Scope, Súsanna sminkdrottning og Þórunn Högna. Hálfur poppbransinn var mættur á Rosenberg að venju en þar má nefna Dos Pilas, Lipstick Lovers, Stripshow gengið og Rúnar í Skífunni. I villtu partíi hjá Möggu Rós var nokkuö mikið um „týpur". Þar voru samankomin Steinunn Ólína, Baltasar Kormákur, Einar Snorri „týpa númer eitt', Frikki á Kaffibarnum og Ámi Kaldal. Meðal gesta á Ingólfscafé voru þeir Les og Alex, konulausir að þessu sinni, Dóri Bach- mann Þórsmerkurfari með meiru og Sara Guðmundsdóttir Ijósmyndafyrirsæta Reykjavíkur ásamt Þóru vinkonu sinni. Fyrir utan staðinn hélt Berglind Ómarsdóttir skemmtanahrellir uppi stuði ásamt vel stilltum Eyjapeyjum og konum. Eyjólfur Kristjánsson sat í rólegheitum á sunnu- dagskvöldið inná Kofa Tómasar frænda en þar voru einnig i rólegheitunum Glódis Gunnarsdóttir, útvarps- dama á FM og ívar Guðmundsson. Á föstudagskvöldinu var þar Guðni Bergsson ásamt eiginkonu, Róbert Spanó og Óttar Páls, Erla súpermódel ásamt maka sin- um Konráði Ólafssyni, Suðurlandsdrottningin Ingunn Vilhjálmsdóttir og Óli Örn og sama kvöld skaut Óli Ty- nes þar nefinu inn. Á laugardagskvöldinu hélt þar stór- tónleika gitarsnillingur að nafni Jason Ólafsson en viðstaddir tóku vel undir og Páll Þórólfs- son þandi raddböndin og aðstoðaði vin sinn við sönginn. Sjáið: Ariel ★★★ Ariel á KÚV á fimmtudagskvöld. Innkaupa- deild Ríkissjónvarpsins hefur greinilega gert magninnkaup af myndum finnska þunglyndis- meistarans Aki Kaurismaki og er það vel. Þó bömmerinn ríki í myndum hans er alltaf allt ntor- andi í svörtum húmor sem gerir myndirnar glettilega góð- ar. Þessi er ffá 1988 og fjallar um sveitamann sem kemur til Helsinki til að freista gæfunnar. Hann lendir í hinum ýmsu vandræðum en finnur loks ljósan punkt í tilverunni. Við höfúm valdið ★★★ We’vc got the powcr á RÚV á fostudagskvöld. MI- DEM-verðlaunuð heimildarmynd um alþýðutónlist Suður-Afríku. Hér er allt vaðandi í tónlist: mbaqanga, poppi, rappi og gospel, með jafn ólíkum flytjendum og Kamazu, Pat Shange, Manjaro og Yvonne Chaka Chaka. Áhugamenn um (- heimsjlónlist eru hér í góðum málum. Pavarotti, Domingo og Carreras ★★★ The Three Tenors 1994 á Stöð 2 á laug- ardagskvöld. Þrír ffægustu tenórar heimsins belgja sig út og baula yfir 60 þúsund manns í Los Angeles. Pottþétt fyrir óperuáhugafólk en það er annars óskiljanlegt hversvegna hinn heimsfrsegi Jóhannsson er ekki þama á milli hinna stórlaxanna Sonur árinnar ★★★ Hijo del rio í RÚV á sunnudags- kvtild. Argentisk verðlauna- mynd frá 1990 um 18 ára dreng sem flytur af vemdar- svæði indjána til Buenos Aires, þar sem lendir hann í félagsskap með glæpagengi. Fyrsta mynd Ciro Cappellari, sem þekkir undirheimalífið af eigin raun. M M——J|—Eintóm vandræði 9 Nothing but Troublc Stöð 2 á VdliðH fimmtudagskvöld. Fyrsta verkefhi Dan Aykroyd scm leik- stjóra og handritshöfundar. Það vantar ekki stjömumar: John Candy, Chevy Chase, Demi Moore og leikstjórinn sjálfur með tvö kíló af meiki framan í sér, flækjast hér hvert fyrir öðm í hörmulega misheppnaðri grín- hrollvekju — leikmyndin er þó ffekar flott. Paul McCartney ★ Paul McCartney. Movin’ On í RÚV á föstudagskvöld. Hjólastólapopp bannað innan 40 ára. Paul tjáir sig um undirbúning, upptökur og myndbandagerð vegna plötunnar „Off the Ground“. Einnig er sýnt frá tónleikum og þar fer kerlingatuskan hún Linda á kostum á tambórínunni. í fullu fjöri V Satisfaction á Stöð 2 á laugardag. Eins og allar myndir (nema The Commitments) sem segja ffá „hressum krökkum sem ákveða að stofna sam- an rokldiljómsveit“ tottar þessi allíþyrmilega. Kauðu skómir V Thc Red Shoe Diaries á Stöð 2 á laugardagskvöid. Erótískur stuttmyndaflokkur — er- ótískur stuttmyndaflokkur?! Jafh er- ótískur og gömul sviðasulta sem staðið hefur mánuðum saman á ofríi! Hér er vaselíninu smurt á lins- una og fólk talar eins og það sé að gefa upp öndina. Þeir sem vaka effir þcssu til að sjá glitta í einstöku geir- vörtu eiga bágt. Þá var nú meira fútt í merkjamyndunum hans Jóns Ótt- ars. skáld. Útsetningamar eru svo auð- vitað í höndum allra sveitarmeð- lima.“ Geturðu gefið mér dœmi um textainnihald? „Æ, æ. Textamir em allir á ís- lensku enda nauðsynlegt að við- halda íslenskri textagerð. Dæmi segirðu... nei, ég held ekki. Fólk verður bara að mæta og hlusta á.“ Á svo að koma þessu efni út? „Ég tel það afar ólíklegt þar sem þetta em tilvalin tónleikalög. En við emm auðvitað opnir fyrir öll- um tilboðum.“ Af hverju spiliði svona stutt og byrjiðsvona snemma? „Þetta er alþjóðlegur marsipan- dagur og á þessi mikli „matur“ var einmitt uppgötvaður á þessum tíma sólarhringsins. Auk þess er hljómsveitin andvíg löngum tón- leikum. Menn skaddast á hlustun- arfærum á lengri tónleikum. Því viljum við hlífa aðdáendahópi okk- ar til þess að þeir geti mætt oftar.“ Barði Jóhannsson er gaukur sem alltaf er eitthvað að bauka í tónlistinni. Hann og Láms Magnússon gerðu út Opp Jors dúóið sem kom út 3 spólum og sló rækilega í gegn á Húsavík og tróð reglulega upp á karaoki í bæn- um. Nú hefúr Barði bundið trúss sitt við fjóra af fimm meðlimum hljómsveitarinnar Wool í nýju bandi sem nefhist Marsipan. Sæta- brauðsdrengimir ætla að koma ffam í fyrsta skipti á Tveimur vin- um annaðkvöld, föstudagskvöldið 22. Tímasetning tónleikana er af- brigðileg: þeir hefjast stundvíslega kl. 22.30 og enda klukkutíma síðar. Það er að sjálfsögðu ókeypis inn. „Ég vil taka það ffarn að Opp Jors er starfandi ennþá en sú hljómsveit er eingöngu stúdíó- hljómsveit sem spilar ekki nema á þriggja ára fresti,“ segir Barði. „Marsipan varð til eftir að ég og söngvari Wool, Höskuldur, unn- um saman í stúdíói. Upp úr þessu stilltust hugir okkar saman og ákveðið var að setja saman sveit til tónleikahalds. Wool er þó ennþá í miklu stuði og nú hljóðrita þeir af kappi fyrir hljóðverstímana sem þeir hlutu fyrir annað sætið í Músiktilraunum.“ Hvemig músikflytur Marsipan? „Það er popprokk með hippa- rokkslegu ívafi.“ Og þú semur öll lögin? „Nei, Halli píanóleikari hjálpar mér stöku sinnum og er það vel enda er hann hæfileikaríkt tón- Marsipan mínus Halli Valdi Kaldi á Valholl kíkti inná Sólon Islandus um helgina en þar létu einnig sjá sig Jóhanna Guðmunds og Sissa Ijósmyndarar. Meðal þeirra sem sátu sem tastast fyrir framan skjáinn á Glaum- bar að horfa á heimsmeistarakeppnina i fótbolta var krúvið frá Eintaki, Eiríkur Jónsson á Stöð 2, Ooddi hjá Bilasölu Reykjavíkur ásamt Hilla rótara í Pláhnetunni en Stjörnu- og Framstrákarnir reyndu að læra sitthvað af HM leikmönnum ásamt því að staupa sig saman. FM - gengið var þama saman- komiö, Ágeir Kolbeins, Giódís Gunnarsdóttir, Jóhanncs Skúla- son, Ragnar Már og Harpu „Ital- íu-lover". Að ógleymdu var á Glaumbar samankomin áhöfn danska strandgæsluskipsins Tri- ton, en þeir kappar láta sjá sig þar reglulega á fjögurra mánaða fresti. Traustir kappar þar á ferð! Meðleigjandi óskast ★★★ Single White Female á Stöð 2 á laugardagskvöld. Spennumynd um þær Bridget Fonda og Jennifer lason leigh sem leigja sam- ! an. önnur er geðvcik og eftir mikla gcðshræringu kemur að uppgjörinu. Sú geðveika rís nokkrum sinn- um upp frá dauðum til að magna upp spennuna en hrapar að lokum ofan í lyftugrunn, eða eitthvað í þá áttina. Miðað við klisju- myndir HoUywood er þessi í finu meðaUagi. Hvítatjaldið ★★★ endursýnt í RÚV á sunnudag. Valgerður Matthíasdóttir hefur fengið vinnu við kynna það nýjasta sem bíóin bjóða upp á og eru þættimir sýndir aðra hverja viku á þriðjudögum en endursýndir á sunnudögum. Vala er jafn vel inni í bíóunum og öllu öðru og gerir þetta óþyrmilega vel. FIMMTUDAGURINN 21. JÚLÍ1994 PRESSAN 25

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.