Pressan - 21.07.1994, Qupperneq 27
Hættur, farinrt:
Jón Baldvin
biður um hæli
i
Brussel, 20. júlí.
„f fyrsta lagi: það skilur ínig
engirrn á íslandi. í öðru lagi: ég
verð aldrei forsætisráðherra. í
þriðja lagi: loftslagið er betra hér
í Brussel. I tjórða lagi: rauðvínið
er ódýrara. I fiminta lagi: Jó-
hanna Sigurðardóttir er asni,“
sagði Jón Baldvin Hannibals-
son snöktandi þegar GP spurði
hann af hverju hann hefði
ákveðið í vikunni að sækja um
hæli hjá Evrópusambandinu
sem pólitískur flóttamaður.
Samkvæmt heimildum GP
sótti Jón Baldvin fyrst um inn-
göngu í Evrópusambandið sem
einstaklingur fyrir nokkrum vik-
um, en breytti umsókninni í
þessa veru eftir að hann kom
liingað í morgun. Með honurn í
för var utanríkisráðuneytið og
hálfur þingflokkur Alþýðuflokks-
ins.
„Það er fyrst núna sem við
skiljum livað maðuiinn er alltaf
að vilja hingað,“ sagði Jacques
Santer nýkjörinn forseti fram-
kvæmdastjórnar ESB. „Hann
liefur komið hingað á nokkurra
vikna fresti til að nudda sér utan
í okkur, tala um hvað UlTe sé
gðður vinur sinn og svo endar
liann alltaf á því að svngja eitt-
hvað lag um heilaga Jóhönnu af
Örk sem enginn skilur. Mon Di-
eu, maðui'inn kann ekki frönsku
fyt'ir íimmaura.“
íleldurðu að Jón Baldvin fái
hœli sem pólitískurflóttamaður?
„Oui, miðað við það sem við
höfum heyrt af pólitískum of-
sóknum á hendur lionum og
hremmingum sem hann hefur
lent í á íslandi þykir mér það lík-
legt. Þetta er ekki nokkrum
manni bjóðandi.“
Yfirlýsing frá útgefanda GULU PRESSUNNAR
GP sameinast The European
„Vegna lu-æringa á evrópskum
blaðamarkaði hafa nú tekist
samningar á milli GULU PRESS-
UNNAR og The European um
sameigiiúega útgáfu," segir í
yfirlýsingu sem útgefandi GP
hefur sent frá sér. Tvær vikur
eru síðan GP kom síðast út og er
skýringin langvarandi samn-
ingafundir þessara tveggja aðila.
„Héðan í frá verða blöðin gefin
út sameiginfega, þ.e. l'/ie Eur-
opean verður fylgirit GP í viku
liveni. Ég dreg enga dul á að
þetta eru viðbrögð við fregnum
um hugsanlegan samruna lielsta
keppinautar okkar, Morgun-
blaðsins, og breska dagblaðsins
News of the Iforld. Við höfum
fyrir því traustar heimildir að
Morgunblaðið hyggist færa út
kvíarnar með þessum hætti, en
jafnvel þótt svo fari eklu viljum
við ekki eiga á hættu að sitja
uppi einangraðir og áhrifalitlir á
ewópskum markaði. Sjálfstæði
íslenskra íjölmiðla er í veði,“
segir í yfirlýsingunni.
Loks segir: „Það er staðföst
skoðun okkar að með evrópskri
samvinnu sé lesendum okkar
betur þjónað en ella. Þótt ís-
lenskt þjóðféfag haf! séð okkur
ágætlega fyrir fréttaefni hingað
til eru takmörk fyrir því hversu
lengi er hægt að skrifa um sömu
bjánana. Við treystum jní að
Evrópubúar séu engu síðri bján-
ar.“
„Landsreisa" Jóhönnu einn stór
misskilningur
„Látiði mig í
friði“ segir
Jóhanna uið
æstan múginn
Ferðin reynist vera
þáttur í átakinu „ís-
land, sækjum það
heim“.
Sjá bls. 37
Skýringin á debetkortaklúðrinu
Reynast vera
jólakort frá
Landsbankanum
„Fólki er nær að lesa ekki póstinn sinn
betur,“ segir Sverrir Hermannsson og
yj greiða þeim sem p|
tapað hafa milljón-
um á því að nota K ^ 1
f 'jPBf j jólakort Landsbank- kS «. W.- iki ' ■
ans í hraðbönkum. K C / . - \ ■ í ’ fj
Sjá bls. 68 r
Enn fjölgar hneykslismálunum í Þjóðminjasafninu
Þór Magnússon
er falsaour
Hinn raunverulegi þjóðminjavörður
hvarf við leit að horfnum munum.
Hringbraut, 21. apríl
„Það er ósegjanlegur léttir að
vera kominn aftur,“ sagði Þór
Magnússon |ijóðnúnjavörður í
samtali við GP, en í morgun kom í
ljós að liann hefur verið horfinn í
tíu ár.
„Ég fór upp á háalofl tif að
skyggnast um eftir tréristum sem
liurl'u liéðan sumarið 1984,“ sagði
Þór aðspurður um fjaiveru sína.
„Ég fann þær, en þá kom í ljós að
þær voru úr steini. Þegar ég fann
svo gullhálsmen úr kopar og kálf-
skinnsbók á ljósritunarpappír
sökkú ég mér niður í rannsókn-
imar og gleymdi mér alveg. Það
var ekki fyrr en ég heyrði undir-
gang fyrir ofan mig að ég rankaði
við mér. Það vom menn að skipta
um Jiakið,“ sagði Þór.
Ólafur G. Einarsson mennla-
málaráðherra sagðist engar skýr-
ingar kunna á hvarfi þjóðminja-
varðar og sagðist fui'ða sig á Jiví að
enginn hefði saknað hans.
„Þetta vom skemmtileg úu ár,“
sagði Hans Pétursson húsvörður
þegar hann var leiddur út í lög-
reglubíl í morgun, en hann hefur
Jióst vera Þór Magnússon frá því
lúnn raunverulegi þjóðminjavörð-
ur hvaif. „Ég lít ekki þannig á að
ég hafi gert neitt af mér,“ sagði
IJans. „Hefur einhver tekið efúr
því að eittbvað væri að í Þjóð-
minjasafiúnu þennan tíma? Mér
er sþúm.“
„Ég lúýt að líta á þetta sem að-
för að Þjóðminjasafninu, öllum
starfsmönnum Jiess fyrr og síðar
og fjölskyklum þeirra, vinum, ná-
grönnum og briddsfélögum,"
sagði Þórarinn Eldjárn aðspurð-
ur um nýjustu tíðindi af safiúnu.
Þór Magnússon framvísar skil-
ríkjum um að hann sé hinn eini
sanni þjóðminjavörður
„Þetta var gaman á meðan á
því stóð,“ segir Hans Péturs-
son.
t
FIMMTUDAGURINN 21. JULI 1994 PRESSAN 27