Vísir Sunnudagsblað - 20.02.1938, Side 4
4
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ
Er Sialin grimmari
en Neró?
EFTIR D. F. WICKETS.
Vegna atburöa hinna síðustu
tíma eru margir þeirrar skoð-
unar, að Josef Vissarionovisk
Djugashvili, sein er frægur orð-
inn undir nafinu Jósef Stalin, sé
knúður til eyðileggingarstarfs
síns af einhverju valdi í sálinni,
sem hann fær ekki við ráðið.
Sú var tíðin, að þessi luralega
vaxni einvaldur virtist vilja öll-
um hið besta. En sagan segir
frá svo mörgum stjórnöndum,
sem byrjuðu sem mannvinir, en
enduðu skeið sitt sem blóðugir
harðstjórar.
Hinir blóðugu harðstjórar fyrri
tíma létu það jafnan í veðri vaka,
er þeir létu lífláta andstaeðinga
sína hópum saman, að þeir gerði
það til að forða ríki sínu frá voða.
Sálfræðingar nútímans eru hins-
vegar á þeirri skoðun, að þeir hafi
allir verið „fæddir“ sadistar. —
Stalin hefir stofnað til blóðstjórn-
ar á Rússlandi og „gert upp reikn-
ingana“ við hina fyrri vini sína.
Hann er grimmari en Neró, en
hann var sadisti.
I_____________________________I
Samtíðarmenn Nerós álitu
hann, er hann tók við völdum,
hinn efnilegasta mann. Og áður
en Tiberius varð geðbilaður,
var hann talinn einn af bestu
stjórnurum Rómverja.
En hvorki Neró né Tiberíus
voru með öllum mjalla. Báðir
voru brögðóttir og slægir og
töldu morð sín nauðsyn fyrir
rikið. í fyrstu tóku menn þess-
ar afsakanir sem sjálfsagð-
ar, en þegar æði þeirra óx,
fóru menn að efast um að alt
væri með feldu.
Það varð Ijóst að báðir þessir
menn voru sadistar, voru
grimmir vegna grimdarinnar
sjálfrar. Gætir sadismans hjá
Josef Stalin?
Blóðþorsti Nerós og Tíberíus-
ar er, að áliti sálfræðinga nú-
timans, ekki kominn af illkvitni,
heklur hinu að í æsku hefir
eitthvað komið fyrir þá, sem
hefir sett sálarástand þeirra úr
skorðum. En afleiðingarnar
þurfa ekki að koma fram fyrri
en að f jölmörgum árum liðn-
um.
En þegar það verður, nær
þetta i fari mannsins þeim tök-
um á honum, að annara eigin-
leika gætir litt. Og ef enginn
heftir þetta, þá er voði búinn.
Enginn rómverskur keisari
né rússneskur hefir verið jafn
valdamikill og Stalin. Hann
ræður sjöunda hluta heimsins
og 170 miljónum manna.
Faðir Stalins, Yissarion Dju-
gashvili, sem var skósjniður að
iðn, var drykkjuóður maður.
Eitt sinn, er hann-var óður af
víni, barði hann son sinn næst-
um þvi til bana. Hann réðist
ekki að eins á hann með hnefa-
höggum, heldur notaði hann
einnig skósmíðaverkfæri sín til
að misþyrma honum. Það var
að eins með erfiðismunum að
móður Stalins tókst að bjarga
lífi hans.
Barsmíðar föðurins, sem lést
í „fylliríi“, skildu eftir miklu
varanlegri og dýpri ör í sál Stal-
ins, en bólusóttin skildi eftir
á andliti hans.
Þetta staðfestir einn vina hans
og samlandi, Kyrill Kakabadse,
sem eitt sinn var þjóðfulltrúi
fyrir Georgíu, ættland Stalins.
Kakabadse komst i háar stöður
í stjórn Sovét-Rússlands og var
eitt sinn fulltrúi manganhrings-
ins í Berlín, og var þá kallað-
ur lieim, en neitaði að hlýða,
því að hann vissi livers hann
mátti vænta, ef hann sneri aft-
ur. Hefir hann síðan búið uían
Rússlands, því að liflátsdómur
vofir yfir honum þar, og hann
segir oft ýmsar sögur um æsku-
vin sinn Stalin.
Allir aðrir, sem þekkja æsku
Stalins eins og hún var i raun
og veru, eru annaðhvort dauðir
eða i fangelsum.
En maður má ekki gleypa það
ómelt, sem sagt er um Rúss-
land, hvort sem það er með eða
móti. Sá er þetta ritar myndi
ekki leggja trúnað á söguburð
Kakabadses, ef liann kæmi ekki
heim við gerðir einvaldans.
Sum börn eru gersamlega
kúguð af illsku foreldranna.
Reynsla Stalins í æsku á þvi
sviði gerði hann að þeim
manni, sem nafn hans bendir
til, að „stálmanninum“. Hún
kendi lionum að verjast með
lymsku og eira engu. Það losaði
hann við þá tilfinningu, sem
sársauki og lítilsvirðing höfðu
skapað honum, að hann stæði
öllum að baki.
Ef þetta væri alt og sumt,
gæti Rússar verið rólegir.
Lymska og liarðfylgi geta verið
góðir eiginleikar hjá stjórn-
málamanni, en hinir síðustu at-
burðir í Rússlandi sanna þann
grun, sem sprottið hefir upp
hjá mönnum, að Stalin fórni
hagsmunum lands sins og fyrri
grundvallarskoðunum, til þess
að geta svalað ástriðum sínum.
Það er erfitt að leiða hjá sér
þá staðreynd, að Stalin, likt og
aðrir einvaldar, hefir gaman af
því að beita kænsku sinni og
grimd.
Hann lætur sér ekki nægja
að drepa, heldur leikur hann sér
að fórnarlömbum sínum eins
og köttur að mús. Hann. lætur
setja f jandmenn sina í fangelsi,
lætur þá síðan lausa aftur,
en næsta dag eru þeir svo settir
i „steininn" á nýjan leik. Og áð-
ur en hann lætur að lokum taka
þá af lífi, neyðir hann þá til að
lítillækka sig opinberlega og
lofsama þann mann, Stalin,
sem lætur drepa þá.
Sumir ætla að skósveinar
Stalins noti ýms lyf til að
sljóvga fangana og fá þá til að
játa, hvað sem á þá er borið.
Pólitíska leynilögreglan, Ogpu,
er ásökuð fyrir að nota hinar
ægilegustu pyndingar, sem not-
aðar voru á tímum trúarofsókn-
anna á miðöldum og þeim sé
beitt þangað til viljaþrek fang-
ans er brotið á bak aftur.
En takist það ekki, er fangan-
um lofað frelsi, ef hann vill
skrifa játningu sina, eða liótað
er að drepa konu hans eða nán-
ustu ættingja. Þeir, sem enn
þrjóskast deyja í fangelsi. Hinir
undirrita játningar, sem allar
eru eins orðaðar — samdar af
Stalin sjálfum.
Jafnvel vinir Stalins játa, að
hann sé hefnigjarn og gleymi
aldrei þvi, sem gert er á hluta
hans. Alt þetta — og þótt menn
vilji ekki trúa öllu — bendir ó-
tvirætt til þess, að Stalin sé sad-
isti.
Freud segir, að sadisminn sé
„löngunin til að lifa“, en maso-
chisminn „löngunin til að>
deyja“. Masochisminn beinist
að mannmum sjálfum, sem
hann býr i, en sadisminn bein-
ist út á við eða að öðrum.
Til allrar hamingju er það
svo með flesta sadista, að þeir
verða ekki morðingjar. Ilins-
vegar er það algengt með al-
gerðum einvöldum, að þeir láta.
engin takmörk hefta sig. Þeir-
eru þó svo kænir, að hafa jafn-
an „góðar og gildar“ ástæður
fyrir grimdaræði sínu, t: d. að
ríkinu sé liælta búin. Það gerðu
bæði Neró, Caligula og Tiberíus..
— Eg á enga fjandmenn,.
sagði einn liarðstjóri, Porfiria
Diaz.
— Hversvegna ekki?
— Þeir eru allir dauðir.
— Ef eg léti ekki háls-
höggva þegna mína sagði sam-
landi Stalins, Ivar grimmi, við
sendiherra Prússa — þá myndu
þeir liálsliöggva mig.
Þessu lík myndi afsökun Stal-
ins vera. Er það tilviljun ein,
sem ræður þvi, að Stalin býr f
sömu ibúð í Kreml og Ivan
grimmi á sínum líma?
Fyrir andlát sitt varaði Lenin
kommúnistaflokkinn við Stalin.
Þegar Trotski las upp þann boð-
skap hins látna leiðtoga fyrir
miðstjórn flokksins, ypti Stalin
öxlum og sagði, að Lenin hefðí
ekki verið með réttu ráði, er
hann ritaði hann. En hann
reiddist og allir þeir, sem vbru
þá á öndverðum meiði við liann,
eru nú annaðhvort dauðir eða í
útlegð.
Drepa — drepa — drepa —
það eitt virðist vaka fyrir hon-
um. Lenin lést í tæka tíð. -— Ef
maðurinn minn hefði ekki dáið
þá, sagði Krupskaja —- hefði
Stalin einnig látð drepa hann.
Trotski, Zinovieff, Kameneff,
Bukharin, Radek, Rykoff, Tom-
ski, foringjar vinstri og liægri
armanna hafa verið drepnir,
settir i fangelsi eða reknir í iit-
legð. Átta hershöfðingjar í
rauða hernum, þ. á. m. Tukat-
jevski marskálkur, hafa farið
sömu leiðina.
Stjórnartími Stalins er röð af
Bartholomeusmessu-nóttum.
í Ukrainu, meðal Kósakkanna, í
Kákasus, alstaðar mætti hann
mótspyrnu og alstaðar voru það
byssukúlur, er þögguðu niður í
gagnrýnendunum.
En maðurinn, sem allir Rúss-
ar óttast, er sjálfur hræddur.
IJvar sem liann er, fylgir hon-
um margfaldur lífvörður.