Vísir Sunnudagsblað - 02.06.1940, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 02.06.1940, Blaðsíða 3
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ bökkum. Kemst eg fljótt aS því, að hann er mjögfróður um alt er henni viðvíkur, enda segir hann mér síðar, að hann hafi verið starfsmaður við dómkirkjuna um tuttugu ára skeið. Eftir að hann hefir sýnt mér alt það, er hann telur markverð- ast í aðalkirkjunni og hliðar- álmunum, göngum við niður í kjallarahvelfinguna, eða „kryp- ten", sem svo er nefnd. Er hún -elsti hluti kirkjunnar og sú stærsta í Evrópu, — jafnvel á- litin sú stærsta í heimi. Þessar kjallarahvelfingar eru mjög algengar undir fornum kirkjubyggingum. Oftast eru þar kapellur með ölturum, og er það þannig hér. Á miðöldum voru oft sungnar sálumessur í þessum kapellum, einnig fóru þaðan fram jarðarfarir. Þá var og oft verndardýrlingur kirki- unnar skrínlagður eða jarðsett- Ur þar. Kjallarahvelfingunni er venjulega skift í álmur með súlnaröðum og loft hennar hvolfmyndað. Birtan kemur ýmist frá litlum gluggum efst i grunnmúr kirkjunnar, eða úr hogagöngum, sem þaðan liggja upp i aðalkirkjuna. Heiti þess- ara hvelfinga „krypten" er runnið af gríska orðinu kryp- tein — að fela, en byggingar- hugmyndin er talin eiga ræt- ur sínar i katakomhum frum- kristninnar. Margar af súlum kjallara- hvelfingarinnar, sem við nú skoðum, eru skreyttar lágmynd- um. Meðal þeirra eru myndir af manni einum og konu, sem ýmsar sagnir eru til um, hvað muni eiga að merkja. Er til i þessu sambandi þjóðsaga, er minnir allmikið á islensku þjóð- söguna um kirkjusmiðinn á Reyni. Er hún á þá leið, að tröll eitt, er Finnur nefndist, hafi bygt dómkirkjuna. Átti bygg- ingameistarinn að borga hon- iim kaup mikið fyrir, svo fram- arlega, sem honum tækist ekki að komast á snoðir um nafn tröllsins, áður en kirkjubygg- ingunni væri lokið. Með eint lrverju móti tókst þeim fyr- nefnda að hafa uppi á nafni tröllsins. Varð það þá reitt mjög og reyndi að brjóta undirstöðu- súlur kirkjunnar, svo hún skyldi hrynja til grunna. En þá kom Laurentius, verndardýr- lingur hinnar nýbygðu kirkju til skjalanna og breytti Finni trölla og konu hans, ásamt barni þeirra, i stein, — og standa þau síðan við stoðirnar. Sumir fræðimenn hafa álitið, að mynd- ir þessar ættu að vera til minn- ingar um hjón ein, sem mikið ;gáfu til byggingarinnar, en aðr- ir, og þeir eru fleiri, segja þær eiga að merkja Samson og Dal- ilu. Ýmsar áletranir, og sumar þeirra einkennilegar, eru hér og þar á súlum og fyrir neðan myndir í hvelfingunni. Eru á- letranir þessar á lágþýsku og settar þar af Adam van Dúrer, sem fyr er um getið. Við norð- urvegg stendur brunnur einn, sem sennilega hefir í upphafi verið bygður til notkunar í sam- bandi við skírnina.Á þann brunn hefir Adam sett lágmynd af konungi með bókfell mikið i höndum. Þar við er letrað: 1513 /; er. geit. bouen / alle. dinck. (Heiðurinn er öllum hlutum æðri.) Við aðra hlið konungs situr efnaður borgari, með pyngju sína og silfurbikar og svarar hann konungi á þessa leið: Nein. sprickt sik. der. penick. war. ick. wende / dar. hef t. de. lefvde. / en. ende. (Nei, segir peningurinu. Þangað sem eg sný mér, er kærleikurinn á enda.) En sérkennilegust er þó myndin á vesturveggnum og á- letrunin við hana. Myndin sýnir lús eina, æði stórskorna, sem i-æðst á horaða og vesæla sauð- kind. Áletrunin er á þessa leið: d(e). hungeride. lus. de. bit. dat. scaep. dat. is. wys. / got. betther. dat. schap. dar. scoruit. is. dat. dar./scoruit, is, und, sic. nict. kan. klowen. das. / mogh- en. sich. de. hungerdge. lus. wol. vrowen. ADAM 1514. (Hungr- aða lúsin bítur féð, það er víst. Guð hjálpi sauðkindinni, sem er kláðug, en getur þó ekki klór- að sér, yfir þvi hlýtur hin hungr- aða lús að gleðjast.) — Hann hefir kunnað ýmsa smekklega orðskviði, sá blessaður Adam, og sjálfsagt hefir samtíð hans ekkert fundist við það að at- huga, þó myndir og orðtæki þessu lík væru sett á kapellu- veggi. Fleiri áletranir eru og þarna, en fæstar þeirra taka þessari fram að frumleika. Ölturu nókkur eru þarna i hvelfingunni, þó ekki séu það þau sömu og þar stóðu uppruna- lega. Höfuðaltarið stendur þó enn, lítið breytt. Var það á sín- um tíma vigt .Tóhannesi skírara og allra spámanna og kirkju- feðra. Vestan við altarið stend- ur grafarvarði Birgis erkibisk- ups Gunnarssonar, reistur af Ad- am van Diiren árið 1512. Raun- ar dó Birgir ékki fyr en sjö ár- um síðar, en hefir sennilega þótt vænlegast að nota sér snild Ad- ams, meðan hann var við hend- ina. Grafarvarði þessi er stærst- ur í sinni röð í Svíþjóð. Þarna er einnig elsti biskupslegsteinn þar i landi. Hann er reistur yf- ar Hermann kanúka frá Klost- errath, er biskup varð í Slésvík, en flúði þaðan og leitaði þá á náðir klaustursins i Lundi. Var hann við vígslu dómkirkjunnar 1145, en lést sama ár eða árið eftir. — Senn er klukkan tólf, — segir leiðsögumaður minn. — Það er því best fyrir okkur að halda aftur upp í aðalkirkjuna, því eg geri ráð fyrir, að yður fýsi að sjá hina fornu stunda- kluklcu. Við göngum, af tur upp i aðal- kirkjuna og fáum okkur sæti á bekk, skamt frá hinni stóru og haiia einkennilegu klukku, sem nú stendur við vesturvegg nyrðri hliðarálmunnar. — Á klukku þessari eru tvær kringl- ur. Eru stundir markaðar á þá efri, en sólin, plánetugangurinn og stjörnumerkin á þá neðri. Stundarkringlan er gömul, en stjörnukringlan ný. Þó eru dýramerki stjörnuhringsins gerð eftir fyrirmyndinni, sem enn er varðveitt i dómkirkju- safninu. Klukkan sýnir auk stunda, ár, mánuði, vikur og daga, gang jarðar og tungls, stjörnumerkin og afstöðu þeirra innbyrðis. Leiðsögumaður minn sagði mér að ekki væri nema lítið ef tir af hinu uppruna- lega gangverki klukkunnar; því hefði verið breytt og það endur- bætt mjög á síðari tímum. Of- an á klukkunni sitja tveir ridd- arar á gunnfákum sinum. Halda þeir hvor um sig á skjöldum og burststöngum, albúnir til at- lögu. Nú er klukkan tólf. Á sama augnabliki slá riddararnir tólf högg með burststöngunum á skildina hvor hjá öðrum. En ekki er alt þar með búið. — í litilli hvelfingu milli efri og neðri kringlunnar situr María með barnið, en beggja vegna standa kallarar með lúðra sina. Nú lyf ta þeir lúðrunum og lag- ið: „In dulce jubilo", hljómar innan frá klukkunni. Eftir það opnast dyr einar litlar, vinstra megin Mariumyndarinnar og koma þar út vitringarnir frá Austurlöndum, ásamt þjónum sínum; ganga þeir eftir hljóm- fallinu fram fyrir Maríu, hneigja sig djúpt og hverfa síð- an inn um dyr, hægra megin henni. — Áður stóð klukka þessi við vesturhlið suðurálmunnar, og er hennar getið í heimildum frá 1442. Leiðsögumaður minn segir mér ýmislegt úr sögu kirkjunn- ar. Um lok 16. aldar hafði hinn nýstofnaði háskóli aðsetur sitt þar. Guðfræðinemarnir hlýddu á kenslu í kórnum, lögfræðing- arnir i kapellunum, en heim- spekinemar höfðu aðsetur sitt í hinu gamla klaustri, sem enn stendur i nánd við kirkjuna. — Nokkru síðar voru sett upp i kapellunni áhöld til brennivíns- bruggunar, sem bærinn rak, en í vesturálmunni var skotið skjólshúsi yfir slökkvitæld bæj- arins og vagn einn mikinn. Var þessum áhöldum valinn staður við skírnarfontinn. Við stöndum á fætur og göngum inn i miðkirkjuna. Þar stöndum við þögulir nokkra stund. Eg virði fyrir mér hina fögru byggingu með hljóðri að- dáun. Allar línur falla saman í heilsteyptu, rólegu og tignar- lega samræmdu formi. Gegn um gluggana efst á veggjunum dreifist mild dagsbirta, sem myndar mjúka og hátiðlega skugga á súlum og hliðarveggj- um. Alt er sveipað helgiblæ, sem ósjálfrátt vekur í huga manns orð Jakobs: — Hér er Guðs hús .... — 1 gegn um þögnina er sem léttur niður berist að eyrum manns einhversstaðar langt úr fjarska. Er það bergmál af fótataki hinna mörgu horfnu kynslóða, sem hér hafa gengið? .... Eða er það endurómur einlægra hugsana og heitra bæna, sem héðan hafa stígið til himins ? .... Hér er Guðs hús .... hér er hlið himinsins----- -— Kæra frú! í ástuni er eg vafa- laust hamingjusamasti maSur þessa lands. Eg hefi aSeins einu sinni rekist á konu, sem eg fann, aS eg mundi geta elskaS, en var þá svo stálheppinn, aS hún var gift. —¦ Kystu mig nú áSur en eg fer í stríSiS — dg vertu góSa stúlkan. — Eg skal kyssa þig þegar þú kemur aftur .... eg vona aS þú komir ekki aftur. — KallarSu bílinn minn slor- byttu, hundurinn þinn. — HvaS ætti eg svo sem aS kalla hann annað — trog meS f jórum þorskum í! — Hvernig líSur honum bróSur ySar? — Afleitlega. — Eg sá hann á „Borginni" í gærkveldi. Hann dansaSi viS unga stúlku. — Konan hans sá þaS lika. Hún (æf): Og þú kannast viS þaS, afmánin þín, aS þú hafir hætt aS elska mig strax eftir brúSkaup- iS! Hann (rólegur) : Eg elska aldrei giftar konur!

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.