Vísir Sunnudagsblað - 04.08.1940, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 04.08.1940, Blaðsíða 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ ur Sæmundsson, kennari, Stokkseyri. Eyrarbakka- eða Háeyrardeild. Deildarstj. Einar Jónsson, kaupm.,Eyrarbakka, Gísli Gísla- son, bóndi, Ásgautsstöðum, Ól- afur Árnason, kaupm., Guð- mundur ísleifsson, kaupm., Há- eyri, Jón Adólfsson, kaupm., Stokkseyri? Sandvíkurdeild. Deildarstj. Sigurður Þor- steinsson, bóndi, Flóagafli, Guðm. Þorvarðarson, bóndi, Sandvík, Hannes Magnússon, bóndi, Sandvík. Fimm breppar í Árnessýslu, Biskupstungna, Þingvalla, Grafnings, Ölfus og Selvogs, voru aldrei í Stokkseyrarfélag- inu, að því er scð verður, hvern- ig sem á þvi hefir staðið, einkum þó að því er snertir þann fyrst- um — sem eru því miður frem- ur ófullkomnar. Nokkurra fleiri atriða úr sögu félagsins skal bér getið, eftir því sem hægt er að ráða af heimild- um — sem eru fremur ófull- komnar eins og áður er getið. Árið 1892 pantaði félagið um 70 tonn af vörum. Tveimur ár- um siðar liafði þetta aukist svo, að talið var að skip (60—70 smál?) þyrfti að fara þi’jár ferð- ir milli landa til að flytja vörur til félagsins. 1894 skoraði fundur á stjórn félagsins að láta skip koma til Vikur i Mýrdal með vörur handa Skaftfellingum og líklega Ey- fellingum. Varð stjórnin við þessari áskorun a. m. k. að ein- hverju leyti. Mestur kraftur var í félaginu meðan sauðasala á fæti var ó- hindruð til Englands, eða fram yfir aldamótin. 1892 sendi það út 1500 sauði frá 12 deildum (flestir úr Holtum, 407), en hæst komst sauðaútflutningur- inn 1894. Það ár sendi félagið út 5550 sauði á fæti til Englands. Fengu sumardeildirnarþámikla peninga fyrir sauðina, auk vöru- úttektar. Þetta ár var á aðal- fundi úthlutað í peningum til 15 deilda um 18 þús. krónum. Mest fékk Skaftártungudeild 4.180 kr. Árið áður var úthlutað rúmum 5.300 kr. til 10 deilda. Hæst var þá Rangárvalladeild með 1400 kr.. Sauðirnir voru vegnir af deildarstjóra um leið og hann veitti þeim móttöku, og máttu *) Eftir að þetta er skrifaS, hefi eg séð getið urn Kaupfélag Árnes- inga í ÞjóSólfi frá 1898. Er því ekki ólíklegt, aS þessir hreppar, eöa einhverjir þeirra, hafi haft einhver verslunarsamtök, og nefnt þau Kf. Árnesinga. þeir ekki vera léttari en 96 pund og eigi þyngri en 130 pund. (Fyrst máttu þeir þó vera þyngri, en fáir munu liafa átt þyngri sauði nema ef til vill Skaftártungu-, Land- og Holla- menn). Pundið i lifandi vigt var áætlað 18 aurar, er frá höfðu verið dregin 40 pund af þyngd livers sauðs. Þó var a. m. k. ekki í fyrstu leyft að panta vörur svo bátt út á sauði. 1892 var ákveðið að panta mætti vörur „eftir inn- kaupsverði“ út á sauði sem svar- aði 8 kr. út á sauð, 40—50 kr. út á liross, ull, 50 aura pundið, salt- fisk (þorsk) 30 kr. skippundið, og ísu 25 kr. skpd. Sýnir þetta, að varlega átti að fara, til að safna elcki skuldum. Og formenn félagsins brýndu það oft og rækilega fyrir deild- arstjórum að gæta þess vel, að leyfa mönnum ekki að panta meira en þeir voru menn til að borga. í fundargerð frá 1893 segir svo t. d.: „Formaður (Páll Briem) áminti deildarstjóra al- varlega um að hata það liugfast, að koinast ekki i skuld við félag- ið.“ Þetta geklc þó ekki vel. Strax á fyrsta ári lconist félagið í tals- verða skuld við Zöllner. Lagði Eyjólfur í Hvannni þá til á aðal- fundi, að félagið hætti störfum í eitt ár, borgaði skuldina, safnaði kröftum, og kappkostaði í fram- tíðinni, „að eiga heldur til góða en skulda“. Ekki vildu fundar- menn fallast á tillögu Eyjólfs, og var samþykt að félagið héldi áfram. Oftast átti félagið í baráttu við skuldirnar, og stundum t. d. d. árið 1900, komust þær á ann- an tug þúsunda. Varasjóði reyndi félagið að koma upp með ýmsu móti, eins og áður er getið, en held- ur gekk það seint. Fyrst var ákveðið að hver félagsdeild greiddi í varasjóð „1% af inn- lendum vörum deildarinnar“, svo átti varasjóður að fá þann hluta „af varasjóði pöntunar- félags Árnesinga sem sumar deildir fél. eiga tilkall til“. En treglega mun liafa gengið að fá þetta greitt. Er svo að sjá, sem bér liafi verið Um að ræða upp- liæð er nam 225 kr., „enn Kaup- félag Árnesinga gat eigi borgað þetta út að svo stöddu af því, að deild Ölvesinga stóð í skuld við félagið.“ 1898 var á- kveðið að leggja „2% af inn- kaupsverði erlendra vara í vara- sjóð.“ Árið 1900 var sjóðurinn talinn að vera 800 krónur. ¥ Til þess að inæta „almennum kostnaði“ var 1893 samþykt að leggja „aukreitis“ 20 aura gjald á spritt (pottinn), en liann kost- aði 29 aura í innkaupi, og 1 kr. og 15 aura í útsölu. Ekki voru allir deildararstjórarnir ánægðir með þennan „aukreitis“ toll á þessari vöru. Tvivegis reyndu þeir að afnema liann. 1 fvrra skiftið lagði Jón í Hemru til að tollurinn væri niður feldur, en tillagan var feld með eins al- kvæðis mun. I síðara skiftið kom tillagan fráKjartani í Þúfu. Hún var einnig feld þá, en með litlum atkvæðamun. Þess skal getið að hvorugur tillögumanna var drykkjumaður, en í deildum þeirra og fleiri, hefir þessi 20 aura hækkun á spíritus verið ó- vinsæl. Tvívegis mættu formenn fé- lagsins „á sambandsfundi kaup- félaganna í Rvk.“. Páll Briem 1894 og séra Skúli i Odda 1895. Á síðari fundinum var ákveðið „að gefa út tímarit um verslun- armálefni“ og tæki félagið „þátt í kostnaði tímaritsins“. 1897 vildi Ólafur Árnason fá félagið til að leggja fram nokkra fjár- upphæð til þess að „fá lagðan veg, af hinum væntanlega ak- vegi frá Ölfusárbrúnni niður á Eyrarbakka, fyrir ofan Hrauns- hverfið og austur að Hraunsá“, því þessi vegarlagning „væri brýn nauðsýn“. Ekki vildi félag- ið sinna þessu, en líklega er hér í fyrsta skifti hreyft þessari vagarlagningu, sem var svo nauðsynleg fyrir Stokkseyri og umhverfi hennar. Árið 1899 reyndi Þórður í Hala að fá sýslunefnd Rangárvallasýslu til þess að veita styrk til þessa veg- ar, en hún neitaði því með öllu. 1893 keypti félagið liús á Stokkseyri, er Grímur Gíslason bóndi i Óseyrarnesi hafði bygt þar. Var það mikið timburhús 18. álna langt, tvilyft. Þaðan voru erlendar vörur afhentar, og tekið á móti innlendum. Um tíma hafði félagið opna búð í því bæði haust og vor, meðan að- di’áttarferðir bænda stóðu yfir. Hús þetta brann að síðustu í stórbruna er varð á Stokkseyri á þriðja tug þessarar aldar. Hér eru fjögur sýnishorn af því, livernig eitt og annað var metið á síðasta tug 19. aldar: Fyrir að reka hross til Reykja- víkur úr Rangárvallasýslu voru greiddir 78 aurar á st. frá Hemlu í Landeyjum, en 58 aurar frá Þjórsárbrú. — Deildarstjóri Mýrdalsdeildar þurfti einu sinni að gera sér ferð út að Hala fyrir deild sína. Á aðalfundi næsta á eftir fór hann fram á að félagið greiddi sér 16 kr. fyrir ferðina, — en því var synjað. Á þeirri tíð var þeíta varla minna en 5 daga ferð til og frá, með tvo liesa, og yfir mörg og stór vatns- föll að fara, öll óbrúuð. —- Fyrir aðalfundarliald í Hala er stóð í tvo daga voru greiddar 75 krónur. Fundinn sátu 19 menn. Þeir fengu gott fæði, gist- ingu í tvær nætur, og hey handa ca. 30 hestum. i tvo sólarhringa a. m. k. fyrir uppliæðina. — Eitt sinn var haldinn deildar- stjórafundur á Stokkseyri. Deildarstjórarnir fengu tvær krónur hver „fvrir uppihaldið á staðnum meðan fundurinn stendur yfir“ — og annað ekki. Eins og áður er vikið að, stóð félagið með mestum blóma með- an sauðaútfhitningur til Eng- lands var óhindraður.En nokkru fyrir aldamótin fóru að verða örðugleikar á sauðasölunni til Englands, sem altaf urðu meiri og meiri, uns bún var bönnuð. Fór þá að draga úr félaginu, en þó hélt það áfram starfsemi til 1915 a .111. k. Síðast mun það bafa fengið skip með vörur frá L. Zöllner það ár, og var Eggert i Laugardælum þá tekinn við formenskunni af Þórði í Hala. Félagið mun þá hafa átt tals- verðar eignir. Hætti það svo að starfa siðari ófriðarárin. En 1919 eða 1920 byrjaði það aftur, og ætlaði þá að fá vörur frá Rvík sjóleiðina, en varð við það fyrir svo stórfeldum skaða, að eignir þess hrukku varla fyrir tapinu, og voru dagar þess þar með taldir að fullu og öllu. Að síðustu er hér verð á nokk- urum vörutegundum er félagið seldi 1898, bæði innkaupsverð og útsöluverð, og er dálítið gaman að bera það saman við vöruverð nú á tímum. Innkaupsv. Útsöluv. Kr. Kr. Rúgur 100 pd. 5-70 7.84 Rúgmjöl 100 pd. 5.80 7.9Ó Hrísgrjón 100 pd. 7.88 10.46 Klofnar baunir 125 pd. 8.78 1179 Bankabygg 125 pd. 8.22 11.12 Haframjöl 125 pd. 12.15 15-83 Hviti nr. 2 125 pd. 8-55 ii-5i Hviti nr. 1 pundiö 0.15 Kaffibaunir pd. 0-33 0.50 Export pd. 0.24ýá 0.39^ Kandíssykur 36 pd. ks. 5.10 7.92 Topmelis pundið 0.22 Högginn rnelis pd. 0.20 Rúsínur pd. 0.13% 0.17 Rjól pd. 0-53 0.99 Rulla pd. 0.90 i-43 Reyktóbak (Mosrose) pd. 0-57 1.04 Spritt (160) pottur 0.29 i-i5 Rom (12°) pottur 0.32 1.04 5 þm. naglar þúsundiö 3-°4 3-65 4 þm. naglar þús. i-52 1.83 2 þm. naglar þús. 0-43 0.52 1 þm. naglar þús. 0.18 0.22 Hóffjaörir þús. 2-55 3.06 Stangajárn pd. 0.13 Girði pd. 0.17 og 0.25

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.