Vísir Sunnudagsblað - 08.09.1940, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 08.09.1940, Blaðsíða 4
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ út frá snæviþöktum kollinuni. Þetta hæsta fjall islenskra fjalla hefir blasað við okkur á vinstri hönd en Herðubreið til hægri — perlur íslensku fjall- anna — alt frá því komið var suður á öldurnar vestan Álfta- dals. Einnig sér ofan á Kára- hnjúka við Jökulsá á Brú, en þar eru talin dýpstu og ægilegustu gljúfur landsins. Snæfellið, sem er ó milli Sauðár, sem er vest- asta kvíslin i Jökulsá á Brú og Kringilsár, rís líkt og drotnandi gyðja yfir öllum öðrum fjöllum til austurs, en milli Kringilsár og Jökulsár sjálfrar er Kring- ilsárraninn, þar sem hin kunnu hreindýralönd eru, og virðist auðsótt austur þangað yfir mel- ana, sem við okkur blasa af Fagraskarði austanverðu. Suð- ur af Snæfelli teygir svo Eyja- bakkajökull tignarlegur hina hvitu fannkrýndu tinda sina mót logandi hásumarssólinni, en sióndeildarhringurinn í suður- átt er markaður hinni hvítu rönd Vatnajökuls svo langt sem augað eygir. Það styttist nú óðum til loka áfangastaðarins, sem er Brúar- iökull. ..Rauðka" brunar á fullri ferð niður melöldurnar, og að stundarfiórðungi liðnum erum við líomnir að Brúarjöklinum, bar sem Kverkáin kolmórauð og freyðandi brýst fram undan iöklinum, en með straumkasti hennar fljóta að hinum mikla ósi nokkurir smáir ísjakar, sem endursneglast í allar áttir i hin- um gullnu sólarseislum. Stór- örtýismelar eru hið næsta jökl- inum, sem auðvelt er að rvðia. og væri þá hægt að aka á bifreið fast að upptökum Kverkár. Við félagarnir erum mis- iafnlega vel skóaðir, en hefium samt göngu upp í jökulinn. Vellandi leirforin legst að fót- nm manns, gra eins og steyna. Fleiri mannhæðaháir istindar eru hér og bvar unp úr jöklin- um, svartir af foknum sandi. .Tá. bað er ekki aíltaf sólskin o<? bliða inni á öræfunum islensko ! Hér og hvar gapa við okkm- ægilegar sprungur, 00 dv'->«* niðri í þeim drynur í óJsraridí iökulvatninu. sem dacá oa hæt- ur í aldaraðir brvfur sér leíð fram undan iökulröndinni o<* mvndar eitt bið skeJfile<m<;ta jökulfliót á landi voru. Við tök- um .iökulsorfna steina, «em i leðiunni hffgja og vnrnnni bfiÍT" niður í sprunfíurnar. Löné bíð En allt í einu heyrist hið skvampandi hljóð, vatnsins bee- ar steinninn neer botnl. HI8 hola bHóð vitnar um hiö geievsenleffa djúp, dularfulti stm talaf málí dauða og skelfingar. Hér er hverjum best „að hafa fætur fyrir sér og fara gætilega" því að ekki er að vita hvar leðjan er laus fyrir en jökullinn glerháll undir. Okkur félögunum þykir Jón bóndi helst til glannafeng- inn þar sem hann sextugur hleypur eftir sprungubörmun- um og stekkur yfir þær, þar sem þær eru mjóstar, og að lokum veldur þetta háttalag hans svo miklu taUgastríði, að við ausum úr okkur öllum okkar verstu skammaryrðum til að fá hann til að hætta þessum tvísýna leik. Alt reynum við, til að komast hjá leirnum, en þess er enginn kostur, því að í sólarhit- anum rennur lækur við læk af þessu mógráa mauki niður jökulinn. Við Vernharður för- um saman og áhættum engu, því að oss þykir þessi veröld all ugg- vænleg, en þeir Þórir og Björri fara þetta alt eins og fljúgandi fuglar. Mér þykir það allmerki- Iegt að sjá sendling einn vapp- andi í ró og spekt við jökulrönd- ina, en eg hugsa mér að hann sc á Ieíð til frúar sinnar sem eflaust eigi bú sitt vestur í Fagradal. Dagur er að kveldi kominn, þó enn séu geislar sólarinnar heitir og notalegir, en aðeins leggur kaldan svala af jöklinum. Þegar við tökum upp landabréfið, sjá- um við, að sé dregin bein lína í gegn um staðinn þar sem við nú dveljum á, yfir landið endilangt, erum við komnir alla leið suður á móts við Djúpavog. Við ætlum varla að trúa okkar eigin aug- um, en ekki tjóar að rengja vis- indi Herforingjaráðsins.., Klukkan er 8y2. Takmarkinu hefir verið náð, og við erum nú allir fimm komnir upp á melinn til „Rauðku" aftur, heilir á húfi og fyrir henni liggur nú að skila okkur aftur heim í Möðrudal eftir ógleymanlegt ferðalag, og síðan áfram austur á Seyðis- fjörð um nóttina. Við höfum nú sannfærst um fullkomin sann- indi Vernharðar og Möðrudals- bónda um veginn frá Möðrudal til Valnajokuls, og við getum á- reiðanlega ekkert betur gert, en að ráðleggja öllum þeim, sem leið eiga fram hjá Möðrudal á heiðríkum sumardegi, að taka á sig þennan 160 km. krók. Nú er „spýtt í" og við berumsl óðfluga heim á leið. Hin silfur- blikandi vötn út undir Möðru- dalsengjum bera vitni um kyrð náttúrunnar og birtan til vest- urs og norðurs lofa góðu ferða- veðri um „bjarta, heiða júni- nótt". Við þiggjum kvöldverð hjá Möðrudalshjónum, þökkum Jóni bónda og Vernharði fyrir leiðsögnina og hinn ógleyman- lega dag, húsfrúnni fyrir mót- tökurnar og laust ef tir miðnætti rennur „Rauðka" af stað austur, á leið til Seyðisf.jarðar. Sólin vakir með okkur alla leiðina og sveipar Dyrfjöllin i Borgarfirði eystra furðulegum æfintýraljóma en sjálft Fljóts- dalshéraðið slíkri ljósgyltri un- aðssemd, að nærri verkjar i augun. Það er rétt eins og hún brosi til okkar og segi: „Svona hafið þið aldrei séð mig fyr". Af Fjarðarheiðinni rís enn Snæfell hátt við sjónúm okkar yfir hina blómlegu sveit með blikandi Löginn lognsléttan og angandi lof tið af birkiihn. Austurbrún heiðai'innar nálg- ast og dýrðarveröldin er að baki. Þegar fram á heiðarbrún- ina kemur er eins og hvitt ullar- reifi hafi verið breitt i miðjar f.jallshlíðarnar. Þetta er Ausl- fjarðarþokan sem glitrar i öll- um regnbogans litum í morgun- sólinni silfurbjartri. Von bráðar erum við umluktir rökum og svölum lófa þokunn- ar. Klukkan er 6 árdegis, og rétt sunnan við bæinn í Seyðisfirði mætum við manni með hrífu í hendi. Við spyrjum hann hvort hann haldi að uppstytta verði á þessari fjandans þoku. Heldur taldi hann það líklegt, enda þyrfti hann iá þurlcinum að halda. Það glaðnaði yfir honum þegar við sögðum, að sólin væri í óða önn að berjast við þokuna í miðjum fjallshlíðum. Við tjölduðum á Langatanga eftir 22 stunda ferðalag, með ó- teljandi fjöll, jökla, ár, dali, mela, vötn og læki í huga. Við vorum orðnir þreyttir og þráð- um svefninn. En eg er viss um að við erum þegar orðnir óeirnir að biða eftir öðru tækifæri til að heilsa upp á Vatnajökul og þakka hon- um fyrir síðast. — Hverniq; g-engur syni þínum í skólánum, frú Jones? — En vel, hvernig ætti þaS öBru- vísi aS vera um hann, blessaöau drenginn? Hann er þetta tvo og þrjá vetur í hverjum bekk — hann fer nefnilega svo nákvæmlega i alla hlutl! TVBIR MENN hm bgna, \ þílnum, Bem eést á myndirmi, þ^gar þesgt gaiyör lentu á hon- um, Slyg þetta skeði 1 Kal|fofriíu,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.