Vísir Sunnudagsblað - 22.09.1940, Blaðsíða 3
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ
• •
1 " ' --. -M
fíjrtt.
HOLL ÞYRNIROSU
Hann hafði vilst í skóginum.
En það gerði ekkert til; hann
hafði lengi óskað sér þess að
komast í einhver æfintýri og
þess vegna hafði hann farið í
sumarleyfi sitt til þessa afskekta
héraðs. Kvöldið áður haf ði hann
fengið inni hjá bónda nokkrum
farið svo á fætur snemma morg-
uns og gengið út í skóginn. Nú
var hairn orðinn viltur.
Gerir ekkert til, hugsaði hann.
Fyrr eða síðar hlýt eg að finna
einhverja mannabústaði, þar
sem eg get hvílst og fengið að
borða. — Þetta var ljómandi
fallegur dagur, sólskin, heiður
húsið og það kom brátt á dag-
inn að þarna bjuggu „Ma" Bar-
ker og Freddie, sonUr hennar.
Um nóttina, þegar húsið var að
öllu leyti umkringt gekk foringi
lögreglumannanna fram fyriv
skjöldu og kallaði til mæðgin-
anna að koma út, húsið væri
umkringt og mótspyrna þýð-
ingarlaus.
Ekkert svar heyrðist, svo a'ð
lögregluforinginn kallaði aftur.
Kvaðst hann verða að neyðast
til að nota táragas, ef þau gæf-
ust ekki upp þegar í stað.
Skyndilega heyrðist hin
skiæka rödd „Ma" Barker. Hún
ögraði lögreglunni til að leggja
til atlögu. Á næsta augnabliki
var byrjað að skjóta úr vél-
byssu úr glugga á efri hæðinni.
Lögregluforinginn varð að leita
skjóls og síðan hófst orustan
fyrir alvöru.
Lögreglumennirnir gerðu sér
ljóst, að nú yrði þeir að koma
þessu illþýði fyrir kattarnef og
miðuðu því hverju skoti vel.-
Þeir gættu þess að leggja sig
ekki í óþarfa hættu, reiknuðu út
hvar mæðginin myndi vera og
hleyptu svo af. Bardaginn stóð
yfir drykklanga stund, en bráð-
lega f ór að draga úr skothríðinni
frá húsinu og svo fór að lokum
að hún hætti alveg. Táragas var
notað næst, til vonar og vara, og
siðan brutust G-mennirnir inn i
húsið.
Þeir fundu „Ma" Barker
dauða, hæfða ellefu skotum,
með vélbyssu, enn volga eftir
skothriðina, við hlio' sér. Fred-
die hafði lika beðið bana, en
þrjár kúlur höfðu séð fyrir hon-
um. I tösku „Ma" fundust
10.200 dollarar. Dauði henn-
ar var enn ein sönnun þess, að
„glæpir borga sig ekki".
himinn, djúp kyrð i þöglum
skógi. Loftið var hrannað af
hásumarangan, ilmi greni-
trjáa og lyngs. —
Hann gekk nú lengi lengi, en
hvergi varð hann var manna.
Að siðustu þreyttist hann á
göngunni og settist niður við
litinn læk, át af nesti sínu og
sofnaði siðan í grængresinu á
bakkanum.
Hann vaknaði aftur við fagr-
an söng. Það var rödd ungrar
stúlku, en orðin skildi hann ekki
og lagið hafði hann aldrei heyrt
áður. Það var glatt og þung-
lyndislegt í einu og rann svo
ljúflega saman við hinn sól-
milda dag, áð það var eins og
skógurinn sjálfur væri farinn
að syngja.
Æfintýrið! hugsaði hann;
þetta er æfintýrið sem eg hefi
verið að leita að!
Hann reis skjótlega á f ætur og
gekk á hljóðið. En þá hætti
söngurinn skyndilega og alger
þögn féll yfir skóginn. Honum
flaug í hug að ef til vill hefði
þetta aðeins verið draumur,
eða tálheyrn, sköpUð af þrá
hans eftir einhverju óviðjafn-
anlegu? — Þó hélt hann áfram.
Skógurinn varð smám samau
ógreiðfærari og þéttari. Enginn
gróður var milli trjánna, og
víða stóðu kalnir stofnar löngu
dauðra trjáa, með kræklóttar
nágreinar, eins og fálmandi
draugahendur. Jarðvegurinn
var fúinn og ótraustur, sjúk
jörð, og það var erfitt að kom-
ast áfram. — Honum fór að
verða órótt, gamlar hálfgleymd-
ar sagnir, uiu Hulduna sem
lokkar unga menn inn í eyði-
skóga til þess að tortíma þeim,
rifjuðust upp fyrir honum.
Amma hans hafði sagt honum
margar slíkar sögur og hann
trúði þeim þegar hann var litill.
Hann nam staðar og hugs-
aði sig um. Það var orðið svo
dimt og ósjálegt alt um kring,
fanst honum, þó sólin skini
reyndar enn og himininn blán-
aði yfir trjátoppunum. Hon'uni
var skapi næst að snúa við. —
En svo rétti hann úr sér og beit
á vörina. Sá sem var ragur átti
ekki skilið að lenda í æfintýrum !
Hann var þó fullvaxinn niatSur
og barn tuttugustu aldarinnar!
— Því næst hélt hann áfram
inn í þennan ógeðslega myrk-
við, er versnaði því meir sein
lengra kom. Hann varð að fara
hægt, því víða var ófært fyrir
fúa; daunillir pyttir lágu á víð
og dreif og síki, full af græn-
leitu slími. Leið hans lá í ó'tal
krókum, og of t sökk hann i upp
að hnjám.
Loks kom hann að lágum
mel, þéttvöxnum birki. — Það
var eins og að sleppa inn i ald-
ingarðinn Eden, úr landi hinna
fordæmdu. Ilmsæt laufskógar-
lyktin fylti vit hans, htrik blóm
uxu undir liminu og fuglasöng-
ur ómaði. Trén stóðu afar þétt,
svo hann varð að neyta afls til
að troða sér gegnum laufþéttið,
en alt í einu kom hann út á
slétt, blómum þakið engi, sem
hallaði lítið eitt til suðurs. Hann
nam staðar og horfði steini lost-
inn á það sem fyrir augu hans
bar:
í skógi fagurra lauftrjáa, á
bakka stórrar tjarnar, stóð ein-
kennilegt hús. Það var langt og
lágt, með flötu þaki, bygt úr
múrsteini. 1 kringum það var
há múrgirðing, þakin villivini
og bandrósum. Þetta rjóður í
skóginum var fegursti blettur-
inn sem hann hafði séð á jörð-
inni. Tjörnin var lygn og tær,
en úr henni lá breytt vatnssýki
inn í skóginn, og hinum megin
við hana voru lágir klettahólar
i skógarjaðrinum.
Kyrt var og þögult í þessari
paradis myrkviðarins, aðeins
fuglakliðurinn heyrðist. Flat-
irnar voru þaktar gulrauðum
smára, litauðug fiðrildi flögr-
uðu milli blómanna. Ilmur og
friðsæld auðkendu þenna stað,
er líktist draumum þeim sem
ungir elskendur ala i brjósti.
Alt í einu heyrði hann söng-
inn aftur. Stúlkuröddin Ijúfa
og fagra var nú mjög nálæg,
söngvarinn hlaut að vera i garð-
inum, hinu megin við húsið. —
Aftur varð hann gripinn af ó-
raunveruleika tilfinningu, eins
og fyrir stundu i eyðiskóginum:
Veru kanske sagnirnar gömlu
sannar? Var það Huldan sem
bjó í þessum htla steinkastala?
— Hann brosti að hugsun sinni,
þvi nú vakti hún hvorki beyg né
ótta. Þessi girðing, vafin rauð-
um og hvitum rósum, minti
hann á eitthvert fallegt æfin-
týri frá bernskuárunum; —
hvað var það nú aftur? —
Þyrnirósá? — Já, höll Þyrni-
rósu!
Hann rétti úr sér og hló. Þetta
var æfintýrið og honum var al-
veg sama hvort það var virki-
leíkí eða ekki! Hann ætlaði að
EFTIR
KRISTMANN
GLDIJIIJNDSSON.
rjúfa Þyrnigerðið og vekja
Rósu litlu!
Tjarnarmegin við húsið var
járnslegið hlið, sem stóð opi'ð.
Þegar hann kom að því, hikaði
hann lítið eitt, en gekk svo inn.
Á breiðum granittröppum, er
lágu að fordyri hússins, sat ung,
ljósklædd stúlka. — Hún hætti
snögglega að syngja, þegar hún
kom auga á hann. Þau störðu
hvort á annað, hugfangin, og
gleymdu öllu öðru. Ef til vill
hefir henni dottið í hug, að
þessi Iaglegi, Ijóshærði maður
væri sjónhverfing ein, sköpu'ð
af æfintýraþrá hennar? Honum
var það eitt ljóst, að þetta var
langfallegasta stúlkan er hann
hafði nokkurntíma séð! Hún
var dökk á brún og brá, sólbrúu
og fersk, eins og döggvuð villi-
rós, augun dimmblá, varirnar
kirsiberjarauðar. Yfir unga á-
vala andlitinu hennar og per-
sónunni allri var ilmur og blær
fyrstu vordaga, eins og skapar-
inn hefði verið að enda við að
búa hana til.
Þegar nokkur stund var lið-
in, rankaði hann við sér og
heilsaði henni: — „Komið þér
sælar, ungfrú. — Afsakið — ."
Hún tók kveðjunni, reis á
fætur og mælti fáein orð á máli
sem hann skildi ekki. En augna-
bliki síðar brosti hún og sagði, á
ágætri norsku: „Fyrirgef ið,
herra minn; eg var svo niður-
sokkinn í hugsanir mínar, að
mér varð á að tala móðurmál
mitt. — Verið velkominn!"
Hann hneigði sig. — Gnði sé
lof, hún er þá raunveruleg!
hugsaði hann. — „Eg viltist í
skóginum," mælti hann afsak-
andi. „Og svo heyrði eg söng
yðar. Þess vegna er eg hingað
kominn; — eg bið yður að af-
saka — ."
„Afsaka — ? Mér er sönn á-
nægja að komu yðar. Hingað
koma svo fáir." Hún horfði enn
á hann undrandi og spyrjandi.—
Kjóllinn hennar var ljós með
rauðum og svörtum rósum og
hún bar dökkrauða rós í hár-
inu. — Alt í einu hristi húu
höfuðið og brosti glaðlega, það
var eins og sólskin breiddist yf-
ir vorferska andlitið hennar.
„Verið velkominn," endurtók
hún. „Þér hljótið að vera svang-
Ur og þyrstur? Komið með mér