Vísir Sunnudagsblað - 22.09.1940, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 22.09.1940, Blaðsíða 5
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ ¦-•'"-¦¦¦ ------------------------------------------- til rússneska hússins í skógin- um. Bóndinn leit hreint og beint illilega á hann; — hann hafði þegar orðið þess var að það var nokkuð undarlegt fólk þarna. — Einari Kjelsaas rann í skap: „Eruð þér mállaus, maður!" byrsti hann sig. „Því í fjandan- um svarið þér ekki?" Bóndinn varð niðurlútur og umlaði eitthvað. Svo sagði hann, eftir nokkura bið: „Það liggur enginn vegur þangað, mér vit- anlega!" „Hvað á þetta kjaftæði að þýða? — Enginn vegur! Eg var þar sjálfur i gær og ætla þang- að aftur." „Þá hljótið þér að komast þangað, — án minnar hjálpar!" Bóndinn gekk frá honum, taut- andi í skegg sitt. Fari hann grábölvaður! hugs- aði Einar Kjelsaas. — Svo lagði hann af stað í versta skapi og hugðist að rata hjálparlaust. En í dag heyrði hann engan söng, er gat leitt hann á ákvörðunar- staðinn. Hvernig sem hann leit- aði fann hann ekki húsið, ekki einu sinni síkin sem Stjekelye hafði ferjað hann eftir, og seint um kvöldið j kom hann heim, dauðþreyttur og illa til reika! Næsta dag fór hann um sveit- ina og spurðist fyrir um húsið i skóginum. En þetta var afskekt hérað og fólkið heldur fjand- samlegt ókunnugum, eins og sumstaðar vill brenna við í Nor- egi. — „Húsið i skóginUm!" svaraði það fýlulega. „Við vit- um ekkert um það og viljum ekkert um það segja! Ef þú átt þangað erindi, getur þú fundið það sjálfur!" — Loks vísaði kerling ein gömul honum til kaupmannsins. „Það kemur þangað stundum einhver stutt- ur og digur f jandi, — en eg vil ekkert um hann segja; það er ekki menskt, þetta fólk i skóg- inum. Það kemur frá landi sem kvað heita Asiá og presturinri segir að það trúi ekki á guð, heldur tilbiðji skurðgoð! — Og hver ert þú eiginlega, karlinn? Þekkir þú kannske þessa skratta?" Kerlingin gerði fyrir sér krossmark og fór sína leið. — Einar Kjelsaas hló og fór til kaupmannsins. En kaupmaðurinn vissi þá htið meira en aðrir. Það var öldungis rétt, að það kom til hans undarlegur maður, einu sinni i viku hverri, til að versla, en hitt fólkið hafði hann aldrei séð. En hann hafði heyrt að þau hefðu komið hingað fyrir nokk- urum árum, tvær eldgamlar og hroðalega Ijótar kerlingar, sem líktust nornum, og einhverjir fleiri. „Það hafði með sér lítinn stelpukrakka, sem aldrei hefir sést síðan. Kannske það hafi et- ið hann?" Kaupmanninum var nógu lið- ugt um málbeinið, en lítið á frá- sögn hans að græða. „Eg get ó- mögulega sagt þér hvar húsið er. Þú skalt fara varlega, því skógarnir hérna í kring hafa ilt orð á sér; margur maðurinn hefir gengið inn í þá, og aMrei komið aftur!" Þá fór Einar Kjelsaas til léns- mannsins. Það var gamall, virðulegur maður, ólikur öðru fólki þarna um sveitir. Hann sagði svo frá, að þetta fólk hefði komið til hans fyrir nokkurum árum og beðið um dvalarleyfi. Það var venslafólk þess manns er átt hafði húsið í skóginum og taldi sig rússneskt. Annað vissi hann ekki, hafði aldrei séð það síðan. Og honum var ókunnugt um hvaða veg fara skyldi, til hússins. — „Þér skuluð fara gætilega, ungi maður. Skógarn- ir eru hættulegir, jafnvel kunn- ugum, og menn hafa .horfið þar." Einar Kjelsaas hafði gert ráð fyrir að taka sér átta daga frí. Hann dvaldi hálfan mánuð i sveitinni, en varð einskis vísari. Þó reikaði hann um skógana öllum stundum, í þeirri von að f inna höll Þirnirósu, en alt kom fyrir ekki. Hann varð hraustur og sólbrendur, en þanki hans var hryggur. Alla daga hugsaði hann um skógarmeyna undar- legu og f ögru, sem hann vissi að hann gat aldrei gleymt, en sem honum lánaðist ekki að finna. Að síðustu varð hann að gef- ast upp við leitina og hverfa til starfs síns. — Hann hafði vonað í lengstu lög, að þjónninn, Stje- kelye, myndi koma til kaup- mannsins, sem var búinn að lofa að gera honum aðvart. En Stjekelye kom ekki. Þá skrifaði hann Veru Odjviskaju langt og hjartnæmt bréf, tjáði henni ást sína og bað hana að láta sig vita bréflega hvar og hvenær þau gætu hittst. Bréfið bað hann kaupmanninn að láta Stjekelye færa húsmóður sinni. Heilan mánuð beið hann, milli vonar og ótta, eftir svari. — Þá var hann dag einn á gangi niður við flughöfnina og hitti þar vin sinn, er hafði lært að fljúga. Þessi ungi maður var nýkominn frá Englandi með litla flugvél er hann hafði keypt sér þar, og bauð nú Einari Kjelsaas í lof t upp með sér. „Ha, flugtúr?" hváði mála- flutningsmaðurinn, annars hugar. — En á næsta augnabliki glaðvaknaði hann og þreif í öxlina á vini sínum. „Heyrðu mér!" hrópaði hann. „Ertu til í að koma i langan flugtúr, ¦— kannske í allan dag?" „Eg hefði nú haldið það. Ekk- ert er mér að vanbúnaði; eigum viö kannske að skreppa til út- landa?" Einar Kjelsaas hló hátt. „Já!" sagði hann. „Til útlanda, — alla leið til æfintýralands!" — í einni svipan var allri hrygð og þunglyndi létt af honum. — Það er þó merkilegt að mér skuli ekki hafa dottið þetta í hug fyrr! hugsaði hann. Þetta er sjálf lausnin á málinu; nú hlýt eg að finna hana! Hann tók undir handlegginn á vini sínum og sagði honum í stuttu máli frá öllum málavöxt- um. — „Það verður að háfa það, þótt þú haldir að eg sé orð- inn bandvitlaus," mælti hann að lokum. „En eg get ekki gleymt skógarstúlkunni minni og eg má til að ganga úr skugga um, hvort hún er raunverulega til, eða ekki. — Ef við finnum ekki húsið með þessum loftbíl þínum, þá hefir alt sem skeði verið hugarburður minn. En bágt á eg með að trúa þvi!" Nokkrum minútum síðar þutu þeir af stað. Þeir liðu und- ir bláloftunum, i sólskini, yfir blómlegar bygðir og eyðiskóga. — Einar Kjelsaas hló með sjálf- um sér: Nú flaug hann á dreka eldi spúandi, yfir lönd og höf, að leita hallar Þyrnirósu! Loks nálguðust þeir afskektii sveitina, har sem Einar Kjelsaas hafði verið í sumarleyfi sinu, og svifu niður yfir skóginn. Tjarn- ir og siki blikuðu í myrkviðn- um, og sumstaðar sáust mýrar- flákar, með dauðum trjám á strjálingi. — Þeir flugu í stærri og smærri hringum yfir mörk- ina um stund. Víða sáust fagr- ir og blómlegir staðir á vatns- bökkunum, en hvergi gat Einar Kjelsaas komið auga á höll Þyrnirósu! — Að siðustu hall- aði hann sér af tur á bak í sæt- inu, lét aftur augun og andvarp- aði þungann. Hann hafði gefist upp við leitina. A næsta augnabliki tók flug- Vegna hrísgrjónauppskerubrests heima fyrir tóku Japanir alla uppskeruna á stórum svæðum i Kína. Myndin sýnir mannfjölda, sem reynir að komast inn í hrísgrjónaverslun í Norður-Kina. — Verðið hækkaði um 1000%.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.