Vísir Sunnudagsblað - 22.09.1940, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 22.09.1940, Blaðsíða 8
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ SIOAM VITIÐ ÞÉR — að enginn franskur forsæt- isráðherra hefir setið eins lengi samfleytt að völdum, sem Daladier? — að maður að nafni Jaises H. Spade hefir fundið upp vegg- fóður úr stáli, sem er jafn þunt og venjulegt pappaveggfóður ? — að þetta stálveggfóður reynist sérstaklega vel í baðher- bergjum vegna hins raka lofts í þeim ? — að það er ryðfrítt og að það hefir vérið litað mismunandi litum eftir því sem fólk hefir óskað eftir? — að breska heimsveldið fær 8 miljónir sterlingsiiunda árlega í tollaf tei? — að daglega eru druknir 270 milj. bollar af tei í Stóra- Bretlandi, sem jafngildir því, að hvert mannsbarn i landinu drekki 1900 bolla af tei á ári? — að Nýja-Sjálandsbúar drekka til jafnaðar 1400 bolla af tei á ári, Kanadamenn 750, Bandaríkjamenn 150 og Italir 1% bolla? — að % af þræði þeim sem japanskir hermannabúningar eru unnir úr, er bómull, en % af þræðinum er unnið úr timbri? Enginn Gyðingur má ganga undir Títusarbogann í Róma- borg. Það er fyrir þá sök, að eftir að Tilus hafði herjað á Jerúsalem, unnið borgina og stofnað til ógurlegs blóðbaðs meðal Gyðinga, lét hann reisa sér sigurboga á Forum í Róm. Frá þeim degi hafa fáir verið jafn djúpt hataðir af Gyðingum sem Titus, og Gyðingaprestar hafa á öllum tímum hótað ei- lífri útskúfun og bölvun þeim Gyðingum sem voga sér að ganga undir Títusarbogann. Gyðingar hafa bygt sér sína eig- in götu svo þeir geti komist krókalítið milli Kapitols og Kol- osseums. • Ibn Saud, konungur Araba og foringi múhameðstrúarmanna, hefir tekið upp nýja aðferð til að hegna morðingjum og stór- glæpamönnum. Hann hefir fyr- irskipað, að þeir skuhi f luttir til Mekka, hinnar helgu borgar og líflátnir þar i viðurvist konungs, hirðar hans, borgarbúa og meira að segja pílagrímar sem leita til grafar spámannsins, eru skyld- aðir að vera viðstaddir líflátið, svo þeir beri fregnir um það um endilangt landið, öðrum mönnum til viðvörunar og svo að þeir fregnuðu hvað þeirra biði ef þeir fremdu glæpi. Líflátið fer mjög hátíðlega fram. Hermenn draga glæpa- manninn fram fyrir hásæti konungs, þar er hann látinn krjúpa á kné meðan aðstoðar- maður böðulsins dansar viltan sverðadans í kringum sökudólg- inn. Ujn leið og mannfjöldinn tekur að hrópa „Allahu Akbar (AUah er mikill) er höfuðið höggvið af sakborningnum. • Maður einn frá Schömberg i Schlesíu, sem nú er nýlega lát- inn, drap 20 þúsund eiturslöng- ur um æfina. Að eins i eitt ein- asta skifti beit hann slanga. • Ekkja, sem er orðin leið á einverunni, leitar til læknis við einhverjum ímynduðum sjúk- dóini. Lækninum finst hann skilja ástæðuna og gefur henni það ráð, að gif tast af tur. „Jæja takið þér mig þá," sagði ekkjan. „Við læknar gerum ekki ann- að en fyrirskipa meðöl, en tök- um þau ekki inn sjálfir," svar- aði læknirinn óhikað. • Tveir menn komu ofan úr sveit til Stokkhólms, urðu undrandi yfir öllu skrautinu sem þeir sáu þar, en þótti verst að geta ekki komist í kunnings- skap við neitt heldra fólk svo þeir gætu kynst hinum skraut- legu og dýru ibúðum þeirra. Þegar öll sund voru lokuð með að þeim tækist þetta, ákváðu þeir að fara aðrar leiðír til að sjá ríkulegar ibúðir. Þeir brutust inn í íbúð manns sem þeir vissu að var fjarverandi, voru heila nótt heima hjá hon- um, sátu í hægindastólum, skrúfuðu frá útvarpi, léku á grammófón ,skoðuðu myndir á veggjum, dýrmæta skartgripi og minjagripi, teppin á gólfinu og bækurnar i bókaskápnum. Nokkuru seinna náði lögregl- an í piltana, en þar eð það sann- aðist að þeir höfðu engu stolið, og ekkert skemt, ekki einu sinni fengið sér „neðan í því" úr kognac'sflöskunni, var þessum skrítnu og forvitnu fuglum slept strax lausum af tur o'g jaínframt góðlátlega bént á, að í næsta skif ti sem þá langaði til að skoða ibúð skyldu þeir bara biðja um DOMKIEIKJAN Nýlega er lokið við að mála dómkirkjuna að utan og litur hún nú miklu betur út en áð- ur. Myndin er tekin að þeirri aðgel-S lokinni, nema að spír- una vantar á turninn. Fremst á myndinni er einn bæjarbúi að lesa Vísi. leyfi til að skoða hana; þeir feggju það óefað. • Hin arabiska „mær frá Orle- ans" heitir Khadijah. Hún er forkunnar fögur og var heit- bundin arabiskum uppreistar- manni í Palestinu — einum þessara manna sem leggja alt í sölurnar fyrir frelsið og háði látlausa baráttu gegn yfirráðum Englendinga í Palestinu — uns hann var tekinn og skotinn. Þá sór Khadijah hin fagra hefnd. Hún skildi við ættingja sína og vini og hélt til fjalla. Þar fann hún gott fylgsni og þangað flyktust uppreistarmenn til hennar, hlýddu skipunum hennar og ráðum, en hún hlóð fyrir þá skothylkin á daginn. Hún hlóð 600 skothylki til jafnaðar á dag, en er það dugði uppreistarmönnunum ekki, tók hún yngri systur sina sér til hjálpar. Einn dag varð hún fyr- ir slysi. Þegar hún var að hlaða eitt skothylkið, sprakk það í höndunum á henni og hægri handlegginn tók af fyrir ofan olnboga. Við þetta óhapp hefir hróður hennar vaxið. Nú er hún fræg orðin um endilangt landið. Uppreistarmenn flykkjast til hennar umvörpum og Englend- ingum stafar svo mikil hætta af henni, að þeir hafa heitið miklu fé henni til höfuðs, og þess er varla annars að vænta, en að hennar bíði sömu örlög og ást- vinar hennar. En það er líka það sem hún yill. • Árið 1891 var enska hval- veiðaskipið „Star of 'the East" á veiðum í námunda við Falk- landséyjar. Dag nokkurn sáu skipverjar heljarstóran hval í námunda við skipið, tveir bátar voru settir á flot og á skamri stundu tókst að skutla hvalinn. En það óhapp vildi til að öðrum bátnum hvolfdi fyrir sporðkasti hvalsins. Einn maður druknaði, en annar týndist og fanst ekki þrátt fyrir langa og ákafa leit. Var þá snúið sér að hvalnum, hann var festur við skipshlið- ina og skipverjar tóku að skera af honum spikið. Það var unnið látlaust allan daginn og langt fram á nótt, en um það bil sem skipverjar voru búnir að skera spikið og voru að hætta, sáu þeir að eitthvað hreyfðist í kviði hvalsins. Það var skorið á kvið- inn og maðurinn sem týndist kom lifandi út — meðvitundar- laus samt og illa til reika. Það var ausið Iátlaust yfir hann vatni uns hann kom til sjálfs sín af tur, en hann var með óráði og það varð að hafa hann í hálf- an mánuð samfleytt í haldi í skipstjóraklefanum, því hann var með æðisköst eins og vit- skertur maður. Að þrem vikum liðnum gat hann af tur tekið til við starf sitt. Á meðan Bartley hélt til i hvalsmaganum, höfðu magasýr- ur hvalsins breytt húð manns- ins þannig að hún var skinin og glær og gagnsæ orðin eins og pergament. Hefir hörund hans ávalt verið með þessum sama blæ frá þéssari stund. Bartley mintist höggsins á bátinn. Hann mundi líka eftir því að myrkt varð umhverfis hann, að hann rann eftir ein- hverjum glerhiálum göngum. Hann mundi að hann átti ekki mjög ilt með andardrátt, en hinsvegar fanst honum að hit- inn ætlaði sig Ufandi að drepa. /

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.