Vísir Sunnudagsblað - 11.05.1941, Side 4

Vísir Sunnudagsblað - 11.05.1941, Side 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ HULDA: | FREVDÍI Þegar eg heyri talað um átt- hagaást og lijartatryggð, kemur mér stundum í liug lítil stúlka, íslenzk, sem flæktist vestur um haf með fjölskyldu sinni, barn að aldri. Hún hét Freydís og var dóttir hans Grims frá Hrottastöðum, sem aldrei var kallaður sínu rétta nafni, held- ur hroki, af því að fólki fannst það náfn eiga vel við manninn — miklu betur en Grímur, sem var að eins venjulegt nafn — en Hroki veslingurinn var alls ekki venjulegur maður. Tröll að vexti, klunnalegur og ófríður úr máta, skar hánn sig úr allri al- þýðu manna, hvort sem var á heimili eða mannamótum. Og eins var lundin: æf og örðug úr hófi fram. Það þótti því undar- legt, þegar Grínfur hroki giftist vel gefinni stúlku. En liún var ófrið,eins og hann,þó að öll væri hún smágerðari. Ef til vill hefir liún hugsað, að þess yrði langt að bíða að nokkur maður legði ást á hana, sem var svo ólagleg — að þau Grímur Hroki voru bæði olbogabörn lífsins og rélt- ast, að þau legðu saman harma sína — nokkuð er það, að hún hét honum eiginorði sumarið, sem þau voru saman kaupahjú á Stórugrund. Og um liaustið giftust þau. Sigvalda, bóndanum á Stóru- grund fánnst fátt um. Þótti hon- urn Hroki ekki líklegur til þess, að geta bjargazt. Hann hafði alltaf verið mesti eyðsluseggur og ekki sézt fyrir — ekki gerl betur en að vinna fyrir fæði, klæðum og tóbaki, sem hann notaði óspart og gaf öðrum i ó- hófi þegar hann átti það, sem var oftast, því að hann gat illa án þess verið. Urðu menn þess fljótlega varír, ef Hroki var orð- inn tóbakslaus, þvi að þá fyrst keyrði um þverbak með orð- hragð hans. Þólti húsbændunum tilvinnandi að lofa honum í kaupstaðinn undir eins, að sækja sér tóbak og lána honum fyrír því, ef þurfti. Þannig voru þá ástæður aumingja Gríins Iiroka þegar liann gekk út í hjónabandið. Fyrst eftir giftinguna var Hroki storum geðbelri en Iiann hafði nokkuru siniii verið, svo menn vissu til. En ])egar frá leið, sótti i sama farið. Menn vorkenndu konunni hnns, en hún kvartaði aldrei, livað sem á gekk; hún gat lieldur engum nema sjálfri sér um kennt, — að hún var orðin kona Gríms Hroka og háð öllum lians ókosl- um. Þau fengu að vera í hús- mennsku á Stórugrund og Sig- ríður, kona Sigvalda hónda var þeim góð og hjálpsöm. Hún vorkenndi liúskonunni Margréti sáran og reyndi að milda kjör hennar eftir mætti. Grímur Hroki^ og’ Margrét eignuðust fjölda barna og fá- tæktin var sár. Sveitarstjórnin vildi koma 'börnunum i fóstur, nema einu eða tveimur þeim yngstu. En það tók Grimur Hroki ekki i mál. Kvaðst hann heldur henda börnunum sínum í óna en láta þau frá sér og valdi sveitungum sínum hin verstu orð og liótaði öllu illu. Gamli lireppsnefndaroddvitinn strauk skeggið og skallann og braut heilann um hvað gera skyldi. Heimili Hroka var lang þyngsta byrði hreppsins, og þar mátti engu hagga, engu af.létta, þó að góðir menn vildu taka börnin og ala þau upp, fyrir lítið, eða ekkert. Þetta voru erfið ár öllum landsmönnum — ísaár og harð- inda. Ýmsir flýðu til Ameríku frá harðæri og siglingaleysi íslands. En tók betra við þar vestra? Enginn vissi það. Og ekki lang- aði gamla oddvitann vestur um haf. Ó-nei! En hann var nú líka vel efnum búinn og fastur í sessi á eignarjörð sinni. En allt annað mál var með hann Grím Hroka. Hann hafði frá engu að hverfa — og það var belra fyrir hreppinn, að leggja frarn mikið fé í eitt skipti fyrir öll, kosta Hroka vestur og vera svo laus allra mála — heldur en leggja honum stóra fúlgu árlega. Hann ætlaði að leggja það til, að Hroki yi-ði sendur sem fvrst til Amer- 'iku, nieð öllu sínu skylduliði. Ismeygilegasti hreppsnefnd- armaðurinn var fenginn til þess, að túlka málið fyrir Grími Hroka: I Ameríku kæmtist allir dugandi menn áfram — þar gæti hann hafl öll börnin hjá sér og menntað þau, en hér heima lægi ekki annað fyrir þeim en hrakningur og lítils- virðing. í Ameriku værn allir jafnir. Þar gat fátækasti dreng- ur orðið forseti þjóðarinnar og búið i hvítri marmarahöll. Þar í landi óx kaffi, tóbak og vín- viður, en öll vötn voru fuil af laxi og skógarnir og slétturngr af villinautum, gaupum og mörðum og ótal öðrum dýra- tegundum. Þar var vetrarkuld- inn ekki tilfinnanlegur, því að menn klæddust i loðfeldi og óku í hundasleðum uni allt. — Hroki lilustaði á lireppsnefndar- manninn og glotti meinfýsilega. „Hversvegna fer þú ekki sjálf- ur vestur í þessa alsælu?“ spurði liann, þegar hinn hafði lokið máli sínu. „Eg —- það er nú allt annað, Grímúr minn. Eg er orð- inn gamall máður og liefi enga löngun lil þess að breyta til. Nú -—- svo bý eg nú á minni eigin jörð og þarf ekki aðra brauðs að biðja.“ „Já — eg skil ykkur, þið viljið losna við mig — livað sem það kostar“ æpti Hroki, stcikk upp úr sæti sínu og rauk á dyr. í gættinni sneri liann sér við og hvessti augun á hrepps- nefndafmanninn: „Þó að allt væri svártasta lýgi, sem þú segir af kostum Ameríku, þá er betra að fara þangað, heldur en eta náðarhrauð ykkar Framsveitar- manna. Þið skuluð Josna við mig og mína. Eg fer!“ Svo skellti Ilroki hurðinni á eftir sér, þaut út i liagann og skaut reiðhestinn sinn. Enginn skjddi njóta hans þegar hann væri far- inn til Ameriku. En Margrét kona hans tárfelldi i kyrþey — og bað guð að hjálpa þeiin öll- um. Elzla harn Gríms hroka og Margrétar var stúlka og hét Freydís. Hún var tíu ára, þegar Amerikuferð foreldra hennar vai’ ákveðin. Freydís var full- orðinsleg eftir aldri, bæði i út- liti og hugsun. Frá ])ví að hún fyrst mundi til, háfði hún átt sér yngri systkini, sem hún þurfti að gæta og þeim fjölgaði með hverju ári. Aldrei mátti hún vera að því að leika sér, heldur þurfti hún að leika við litlu syslkinin sin og sinna þeim, seint og snemma. Hún var frem- ur smá vexti og veilduleg í út- liti, vegna ofmikillar vinnu. Ekki er að vila, hvernig heilsa hennar hefði verið ef Sigríður, húsmóðirin á Stórugrund hefði ekki tekið hana að sér og hhið að henni í mat og dryklc, frá því fyrsta. Aldrei kom það kvöld fyrir, að Sigriður kallaði ekki á Freydisi litlu og gæfi henni fulla nýmjólkurskál að drekka, og ])egar hún hafði lokið úr henni, var lnin fvllt á ný, svo að Frev- dís gæti fært systkinunum eitt- hvað. Hin góða kona skildi, að litla slúlkan myndi ekki liafa lyst á mjólkinni, nema að hin börnin fengju eitthvað líka, svo ástúðlegt og alvörugefið harn sem hún var og vön þvi, að hyggja æfinlega fyrst að annara þörf á undan sinni. Ekki þurftu lieldur aðrir að hugsa Freydísi fyrir klæðum. Það gerði Sigríð- ur húsfreyja ein og tók ekki af lakari endanum, þegar liún var að velja handa húsmannsdóttur- inni. Enda unni Freydís litla Stórugrundarhúsfreyjunnni af allri sinni tryggu og heilu sál og dreymdi um að verða stór og göfug stúlka og launa henni allt. Kvoldið — eftir að Grímur Hi’oki ákvað Ameríkuferð sína og sinna, kallaði húsfrú Sigrið- ur þau Grím og konu hans fyrir sig og bað þau, að eftirláta sér Freydísi. „Þið liafið nóg um að aiinast, þó að hún verði eftir og henni er meinlítið við mig, rýjunni,“ mælti liún og reyndi að dylja geðshræringu sína, því að liún kveið því mjög, að faðir litlu stúlkunnar mundi ekki vilja sleppa lienni úr barna- liópnum. Enda reyndist grunur hennar réttur. „Þó að mig langi nú ekkert til að styggja þig, Sig- ríður, ])á verð eg að svara þessu neitandi,“ mælti Grímur Hroki — „þú sérð það sjálf, að við megum alls eklci missa Frey- dísi. Hver ætlí svo sem að liugsa um yngrí börnín, ef liún yrði eftir? Nei, það er ómögulegt og þarf ekki meira um það að i’æða. Nógu erfið verður ferðín, þó að ekki sé tekið af okkur eina barnið, sem hjálp er að. Þú verð- ur að hyggja að þessú, Sigríður, og eg hanna að þetla sé nefnt á nafn við stelpuna sjálfa.“ —. Margrét þorði ekkert að segja og húsfrú Sígríður hugsaði mál- ið.En hún fékk ekki langan fresí til umhugsunar, því að Grímur Hroki rauk upp úr sætinu og slefndi lil dyra. „Komdu, Manga!“ kallaði liann, „eg held að maður hafi annað að gera en að hanga yfir þessu — það skal aldrei verða, að nokkurt minna barna verði eftir á þessu bölvaða landi, þar sem þeim er allt of gott.“ — Og Margrét þorði ekki annað en hlýða. Á meðan húsfrú Sigríður mældi og setti mjólkina sina það kvöld hrundu tárin ofan kinnar hénnar. Hún kenndi til fyrir hjarlanu þegar harnið var við húrhurðina og hún heyrði hið létía fótatak Freydísar litlu, þar sem hún kom með skálina sína, að vanda. Húsfreyjan þerrði tár sín i skyndi og tók brosandi vjð skálinni, sem harnið rétt henni. Á meðan hún drakk mjólkina sina, veitli hún henni athygli i

x

Vísir Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.