Vísir Sunnudagsblað - 15.08.1943, Side 3
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ
3
halda slikri ferðastofu starfandi,
er sanngjarnt að hlaupið væri
undir baggann af hinu opinbera.
Með þessu móti mundi auðvelt
fyrir félagið að koma ýmsu í
betra horf en nú er um ferðalög
víðsvegar um landið og koma
samræmi á verðlag, svo að allir
mætti vel við una. Þetta gæti
orðið fyrsta skrefið til þess, að
upp úr þeirri byltingu, sem er
að verða á samgöngum í land-
inu, geti skapast ferðamenning,
sem væri þjóðinni til þroska og
sæmdar.
Það má teljast köld hæðni ör-
laganna, að samtímis því sem
þeir, er við ströndina búa, sækja
i vaxandi xnæli endurnæringu
og gleði til sveitanna og fjall-
anna, þá sækja þeir til strandar,
sem í sveitunum búa, til þess að
öðlast þá gleði í lífinu, sem þeir
telja, að fámennið geti ekki veitt
þeim. Þetta minnir mig alltaf á
söguna um konunginn og ein-
setumanninn. Einsetumaðurinn
bjó skammt frá höllinni, og það
var sagt, að hann hefði hjá sér
töfradrykk, sem verndaði hann
gegn elli og ógleði. Konungurinn
hafði beztu drykkjaföng á
borðum hjá sér, en honum
fannst lítið til þeirra koma eftir
að hann frétti af töfradrykk ein-
setumannsins. Hann tapaði
gleði sinni af hugsuninni um
jrenna drykk, sem annar hafði
en hann ekki, og svo fór að lok-
um, að hann gekk með allri
hirð sinni að bústað einsetu-
mannsins og la-afðist törfra-
drykkjarins. Einsetumaðurinn
gekk með honum að lítilli upp-
sprettu og bað hann drekka.
Konungurinn leggst niður og
drelxkur, en rís skjótt upp og
segir: „Þetta er vatn." „Já“,
sagði einsetumaðurinn, „þetta
er vatn, hið sama. sem rennur
framhjá höllinni þinni.“
Þeir, sem úr sveitinni flytja
til kaupstaðanna, komast vafa-
lausl margir að raun um það
fyrr eða siðar, að þeir finna þar
ekki alla þá hamingju, sem þeir
höfðu búizt við.
Þótt starfið við ræktun lands-
ins sé erfitt, þá hlýtur kall gróð-
urmoldarinnar í blóðinu að vera
svo hávært stundum, að hin svo-
kölluðu þægindi bæjanna geta
ekki fullnægt þörf þeirra, sem
vanir eru samvislum við móður-
moldina og gert hafa dýrin að
félögum sínum og vinum. —
Þessi þrá úr fámenninu í fjöl-
mennið er skiljanleg, en eg hygg
að úr þessu mætti mikið bæta
með þvi að gefa fólkinu í sveit-
unum betra tækifæri en það hef-
ir haft til þess að kynnast land-
inu og landsmönnum. Slík kynn-
ing og þau ferðalög, sem henni
Langisandur viS Akranes.
sem eg hefi átt tal við bændur
hefir þetta ekki verið fyrsta
spurningin, heldur hitt: „Yerð-
ur dýrtíðinni haldið í skef jum?“
Þessum mönnum, sem að sjálf-
sögðu eiga afkomu sína að
mestu leyti undir afurðaverð-
inu, virðist ljósara en mörg-
um i höfuðstað landsins, að
verði dýrtíðinni ekki haldið í
skefjum og óstöðvandi verð-
bólga kemst á rás, þá skiptir
ekki miklu, hversu mikið fæst
nú fyrir afurðir eða framleiðslu.
Slík verðmæti renna þá eins og
þurr sandur gegnum greipamar.
Það líður nú brátt að þeirri
stundu, að landsmenn verða að
eru samfara, sviptir burtu þeirri
töfrablæju, sem, einangrunin
vefur oft um fjarlæga og ó-
þekkta staði. Og menn kunna
venjulega að meta betur sin eig-
in heimkynni, þegar þeir hafa
kynnzt öðrum staðháttum og
kjörum annarra á ýmsum stöð-
um. Þar að auki mundi þetta
vekja tilbreytingu í lífi fólks-
ins, sem er mjög æskileg.
Þegar svo mikið er talað um
flóttann úr sveitunum og nú, þá
er hughreystandi að koma í eina
sveit, sem hefir aðra sögu að
segja. Og hið kynlegasta er það,
að þetta er ein afskekktasta sveit
landsins, þar sem eru engir veg-
ir og engar brýr, en mestu vatns-
föll landsins. Þessi sveit er Ör-
æfin. Bæirnir eru þar á litlum
gróðurstorfum, venjulega
nokkrir á hverri. Fvrir framan
eru svartir sandarnir, fyrir ofan
er ægiskjöldur Vatnajökuls. Ef
menn eru þarna spurðir hvort
fólkinu fækki ekki, þá er svarið
jafnan þetta: „Það fer sumt —
en það kemur jafnan aftur.“
Það kemur aftur. Maður fer ó-
sjálfrátt í huga sér að leita að
orsök þess, að fólkið kemur aft-
ur i þessa afskekktu sveit. Á
báðar hliðar eru beljandi jökul-
ár, fyrir ofan er jökullinn, fyrir
framan er sandorpin, brimsoll-
in ströndin. Eg sagði við sjálfan
mig: „Það hlýtur að vera þessi
tignarlega, sterka náttúra, sem
fólkið(er alið upp við, er á svo
máttug ítök í hugum þess og
dregur það aftur til æskustöðv-
anna. Hvergi annarsstaðar finn-
ur það þann frið, sem þar er að
fá, þótt erfiðleikarnir séu mikl-
ir og lífsbaráttan hörð. En ein-
mitt þessi lífsbarátta gefur fólk-
inu manndóm, sem ekki getur
sætt sig við að leggja árar í bát
og yfirgefa gróðurinn, ér ekki
hefir látið hugast, þótt hann sé
umkringdur af sandi, ís og vötn-
um.
Öræfin gætu verið öðrum
sveitum landsins til fyrirmynd-
ar um átthagatryggð, þrátt fyr-
ir erfið náttúruskilyrði. Þjóðin
gæti öruggari horft fram á leið,
ef hægt væri að segja í hverju
byggðarlagi: „Það fer sumt —
en það kemur jafnan aftur.“
Islenzka þjóðin er ekki á leið
til hagsældar, ef hún flytur frá
gróðri sveitanna og setzt að við
sjóinn i atvinnuleit. Þótt sjór-
inn gefi þjóðinni fjárhagsleg
verðmæti árlega — miklu meiri
en moldin, þá hlýtur þó ræktun
jarðarinnar og sú andlega heil-
brigði, sem þvi fylgir, að verða
lcjölfesta þjóðarinnar í nútíð og
framtíð. Þvi betri aðstöðu sem
sveitirnar hafa til að veita fólk-
inu viðunandi lífsskilyrði, því
smærri verður öreigahópurnn
við sjóinn.
Úr því eg er farinn að minn-
ast á fólksekluna í sveitunum,
get eg ekki varist að minnast á
annað í því sambandi. Bændurn-
ir kvarta nú mjög, sem vonlegt
er, um erfiðleika að fá verka-
fólk. Munu margir horfa fram á
það, að þurfa að farga meira
af bústofni sínum í haust en
æskilegt væri. Væri þvi ekki
nema eðlilegt, að efst væri á
baugi hjá þeim, hvað afurða-
verðið verður í haust. En hvar
standa andspænis þeim vanda
að velja hvort þeir vilja halda
verðbólgunni i skefjum eða gefa
henni lausan tauminn. Hvort-
tveggja er framkvæmanlegt. En
það er nú önnur saga.
Fyrir aldai'fjórðungi, þegar
fyrst var hafizt handa að nokkru
ráði að lxvetja almenning til að
kynnast landinu og þó einkum
óbyggðum, þótti það viðburður,
ef einhver ferðaðist til Hvera-
valla eða gekk á Langjökxil.
Þetta minnir einnig á þá tíma,
er það þótti löng gönguferð i
Reykjavik að ganga inn að
Rauðarárlæk, sem þá var nokk-
uð fyrir utan sjálfan bæinn. Nú
eru tímarnir breyttir. Nú ganga
lconur og karlar á jökla. Óbyggð-
irnar standa öllum opnar og eru
flestum færar. Fjarlægðirnar
hafa horfið fyi'ir hraðskreiðum
farartækjum og hinar ímynd-
uðu, ævintýralegu ógnir óbyggð-
anna liafa að engu orðið fyrir
í-eynslu og bættum útbúnaði.
Það ei’ menning fyrir sig að
kunna að ferðast Þeirri menn-
ingu hefir farið stórum fram á
síðustu tveim áratugum. Hér á
landi hefir virðingarléysi ferða-
mannsins fyrir náttúrunni ver-
ið almennur löstur. Og það er
helzt á síðari árum, með þeirri
i