Nýja dagblaðið - 24.12.1934, Qupperneq 2
2
N Ý J A
DAGBLAÐ IÐ
speki sinni, það, sem eftir var
æfinnar.
Sumum virðist, sem þetta
sé að miklu leyti sagan um alla
vitringa síðan, ekki eingöngu
i'rá Austurlöndum, heldur og
frá Vesturlöndum og öllum álf-
um jarðar. Þeir hafi veitt
kristnum hugsjónum lotning
sína, látið í ljós aðdáun sína,
en að öðru leyti siglt sinn sjó
— sjó stjömuspekinnar eða
axmarar speki, er þeim hefir
þótt, er til átti að taka, meira
um vert. Og á síðari manns-
ölch'um hefir orðið áleitnari sá
skilningur, að hin jarðneska
vizka, þ. e. þekkingarleitin og
rannsóknin á náttúrunni gæti
ekki átt, og hafi aldrei átt,
neina samleið með kristinni
trú. Margar bækur hafa verið
ritaðar frá ýmsum sjónarmið-
um um stríðið milh vísinda
og kristindóms. Og þeir, sem
fastast haia haidið fram þess-
um skilningi, hafa þózt geta
gengið það lengst að segja, að
Kristur og vitringamir gætu
hizt, en aldrei átt samleið.
En margt virðist á það
benda, að fyrir dyrum standi
breyting á þessu efni. Þess
sjást víða merki, að vitsmuna-
leit mannanna sé að sveigjast
til meiri samfylgdar við það,
sem markverðast er í krist-
inni trú.
Hvað er það, sem vér nefn-
um spakan mann eða vitran?
Það er ekki sama sem gáfaður
maður og hæfileikaríkur. Ýmsir
menn hafa miklar gáfur án
þess að með nokkuru móti verði
sagt, að þeir séu spakir menn
eða vitrir. Napóleon hafði gáf-
ur svo frábærar, að enginn
mátti við honum í hans eigin
verkahring eða við þau við-
fangsefni, er hann beindi huga
sínum einkum að. En speking-
ur var hann ekki meiri en svo,
að hann misskildi öll tímanna
tákn, sigldi skipi lífs síns í
strand og heimurinn andaði
léttara, þegar hann var horfirm
af sjónarsviðinu. Spakur er sá
maður einn, sem vígt hefir
gáfur sínar í eldi lífsins og náð
hefir valdi á sínu eigin lífi. En
sé þetta rétt, þá er hitt líka
rétt, að sjaldan hafi spakur
maður lifað í kristnum heimi,
sem ekki drógst eins og ósjálf-
rátt að Kristi og varð heillað-
ur af þeirri mynd, er hann leit
augum. .Ýmsir vitrir menn
hafa farið allt aðrar leiðir en
hann, en naumast nokkur lifað,
sem ekki hefir að einhverju
leyti fundizt til um persónu-
leika hans.
Þrátt fyrir þetta verður ekki
sagt, að það sé eipkenni á vitr-
um mönnum hinna síðari kyn-
slóða, að þeir hafi yfirleitt orð-
ið fyrir mjög miklum áhrifum
frá honum. Það stafar af því,
að þeir hafa flestir einangrað
sig nokkuð við sérstök verk-
svið, þar sem áhrifa hans gætti
ekki mikið. Vitrir menn hinna
síðari tíma hafa flestir verið
það, sem vér nú nefnum vís-
indamenn. Þeir hafa stundað
það, sem svarar til stjörnu-
spekinnar til forna. Þeir hafa
farið sínar sérstöku leiðir til
þess að reyna að leysa úr gátu
lífsins og tilverunnar. Þeir
hafa gert frábærlega mikils-
verð verk, en þeir hafa líka
brugðizt vonum ýmsra í mörgu.
Það stafar ef til vill af því, að
menn hafa gert sér barnalegar
vonir um það, sem þeir ættu
að leysa af hendi. Vér höfum
ætlazt til þess, að þeir leiddu
oss í allan sannleika um al-
heiminn. En lífsins gáta er
jafnfjarri lausninni og nokkru
sinni áður, að því er virðist.
En þessii- menn hafa gert
annað. Þeir hafa gefið oss nýj-
an iieim til þess að lifa í. Þeir
hafa sökkt sér niður í að
kanna öfl náttúrunnar og þeir
hafa með þekking sinni sigrað
þau. Þeir hafa lagt undir vald
mannanna loft og láð og lög,
tossa og vötn. Þeir hafa um-
turnað menningu og skapað
aðra nýja. Þeir hafa breytt
svo mikið lífsskilyrðunum á
jörðinni, að nú lifa þar helm-
ingi fleiri menn en fyrir öld
síðan. Langmest af þessu er
árangur af starfi fræðimanna
og vísindamanna, sem sumir
hafa jafnframt verið spakir
menn. Þeir horfa nú yfir verk
sitt. Þeim getur ekki dulizt, að
það er harla mikið, en þeir sjá
jafnframt og sífellt fleiri og
íleiri tala um það, að það sé
öllu tvísýnna, hvort það sé
harla gott. Því hvað sjá þeir?
Þeir sjá mannmergð á jörðinni,
rikdóm, risavaxin verk, haf-
skip og' himinháar byggingar og
hallir. En með litlu milhbili
lýstur geigvænlegum sköruin
ai' þessari mannmergð saman í
ófriði og styrjaldir. Hvorki á
friðartímum né ófriðar er rík-
dómi jarðarinnar varið til þess
að efla farsæld og þroska, held-
ur til einhvers alls annars. Þeir
sjá, að hvorki í höllum né
hreysum búa vitrir menn nó
góðir menn, heldur meira og
minna sligaðir menn. Þeir sjá
með öðrum orðum, að vald
mannanna yfir sjálfum sér
hefir ekki farið fram neitt
í áttina við vald þeirra yfir
tækjunum, sem vísindin hafa
gefið þeim.
Það er nærri því ótrúlegt,
hvað þessi hugsun hefir fest
sig djúpt 1 mörgum hinum
vitrustu mönnum vorra tíma.
En um það er ekki að villast,
því að hvert vandað tímarit
ber þess merki, og önnur hver
alvarleg bók fjallar um ein-
hverja hlið þessa máls.
Þess hefir verið getið, að
flestir spakir menn hefðu ávait
i'undið til þess, að þeir hefðu
eitthvað dásamlegt og eitthvað
einstætt fyrir augum, þar sem
Jesús var. En þeir hafa að
mjög miklu leyti staðnæmst
við það eitt að horfa á þetta
stórfellda fyrirbrigði lífsins.
Aðdráttarafl yndisþokkans hef-
ir heillað þá, en það hefir ekki
haft verulega djúptæk áhrif á
hugsanaafl þeirra. En nú virð-
ist, sem hugsun ýmsra þeirra
sé að beinast miklu ákveðnara
í þessa átt en nokkuru sinni
áður. Og þeir undrast hve
margii' þeirra mætast hér á
sama stað. Því að þeir hafa
gert þá uppgötvun, að þegar
lesnar eru ofan í kjölinn þær
meinsemdir, sem mest þjá
mennina í dag og valda því að
þeir verða eins og stjórnlaus
fley í boðum þjóðfélagsaflanna
og sinna eigin ástríðna, þá
keniur það í ljós, að það er
sammerkt um það allt saman,
að þar er farið í öfuga átt við
það líf, senr hófst með svo
óveglegum hætti í fjárhúsinu
forðum. Hinir spöku menn nú-
tímans vita að vísu, að mönn-
unum verður ekki breytt með
prédikun kristninnar svo að
komi að nokkuru haldi, og þeir
vita að beita verður alveg sér-
stökum aðferðum þekkingarinn-
ar til þess að ná hér nokkurum
varanlegum ái-angri, en það
haggar ekki hinu, að sjálfa
mannhugsjónina sjá þeir
greinilegast þar, sem maðurinn
frá Nazaret er.
Flestum mönnum, sem numið
hafa í æsku æfintýrasöguna
um vitringana frá Austurlönd-
um, lrefir líklega einhvern tíma
komið til hugar, að mjög hafi
þeir menn verið gæfusamir,
sem forsjónin hafi verið svo
liugulsöm við, að þeir fengu að
. vita fyrirfram um hin miklu
tíðindi og fengu tækifæri til
þess að votta æðstu mannveru
aldanna lotningu sína. Sú til-
í'inning er eðlileg. Það hvíiir
slík birta yfir æfi Jesú, að oss
finnst önnur gæfa vart hugsan-
leg meiri en að hafa fepgið að
njóta hennar. Enda hafði það
svo mikil áhrif á sumaþámenn,
er þess áttu kost, að þeir
hrundu af stað hreyfingu, er
markverðust hefir verið 1 heimi.
En oss hættir við að gleyma
því, að þessi birta hvílir enn
yfir jarðlífinu. Menn verða
hennar einungis misjafnlega
mikið varir. Æfintýrið foma
lætur vitringana hafa þann
andlega næmleika að finna á
sér í framandi landi, að hin
Sfc
J ó L
• • •
<8?
Bumbur .liljóma og' borgin ljómar.
Bjarmann leggur á rökkur sjó.
Burt úr straumnum og borgargiaumnum
þau berast tvö ein í kvöldsins ró.
Hún er lúin, en betur búín
— og báðum úthýst á kaldan skóg.
Þau ganga hljóð og ]>au greina slóðir
bg' guði treysta, sem lífið reit.
I fjarska loga, í breiðum boga
hin björtu ljós eins og stjömusveit.
Svo hvíslar óttinn, er nálgast nóttin. —
— Loks ná þau hjarðsvein með fc á beit.
í fjárhúskofa hún fékk að sofa,
og' frelsara heimsins ól.
En englar vaka og vonir kvaka
og verma líf, sem kól.
Lviricjur Ijóma ög klukkur hljóma,
— í kvöld eru heilÖg jol.
í jötu lága, hún lagði smáa
ljósfagra drenginn sinn.
En kotin hækka og heimar stækka,
því hann varð meistarinn,
með eldinn bjarta og ást í hjai’ta,
sem opnaði himininn.
/ Friðrik Hansen.
miklu tíðindi eru í aðsigi. Það
var í raun og veru þeirra mikla
gæfa. Sá hæfileiki var þeirra
veglegasta einkenni. Og hann
er ekki bundinn við vitringa
neinna landa, heldur sameigin-
leg- eign þeirra manna, sem
hann vilja rækta og að honum
vilja hlúa. Og fyrir þá sök er
það, að hugsun sú, er við jólin
er bundin, er sífeldlega ung og
ný og í eðli sínu eilíf, því að
aldrei mun þrjóta tækifæri til
þess að færa því sínar dýrustu
gjafir — hæfileika, þrek og
uppheimsþrá — er vitringamir
frá Austurlöndum hylltu með
gulli, reykelsi og myrru.
S
IZE
0
j©
„Marga gleði myrkrið fói
inanni vökuleiðum;
seinfœr ertu óttu-sól
austan af Bjarmaheiðum.
Kom þú sól með sannleik þinn
sinntu tóruin mínum,
þau eru að lirópa i austrið inn
eftir geislum þínum."
Jón porsteinsson Arnarvatni
I dag eru vetrarsólhvörf.
Jörðin hefir náð yzt í sporbaug
sinn og snýr aftur í sólnánd.
Hátíð ljóssins stendur fyrir
dyrúm. Engar andstæður eru
táknrænni um allar hugar-
kendir okkar heldur en ljós og
niyrkur. Ekkert er það í fari
okkar, hneigðum okkar, störf-
j um okkar og' allri breytni, sem
ekld verður rakið í ætt til
þessara tveggja höfuðand-
stæðna, sem hafa frá öndverðu
teflt sitt mikla örlagatafl um
ltfið og um dauðan.
Gangurinn er erfiður fyrri
hluta vetrar einkum þeim, sem1
komnir eru af æskuskeiði,
jafnvel þótt halli undan fæti
niður í dalbotn skammdegisins.
Við höfum séð vetrarnætum-
ar brotna inn yfir austurfjöll-
in, hverja annari hærri. Myrkr-
ið hefir brimað eins og vaxandi
sær yfir frosið land og fönnum
þakið. Og það hefir þyngst
fyrir fæti; það hefir orðið
eins og versnandi ófærð.
En nú stendur hátíð ljóssins
fyrir dyrum. Það tekur að
birta. Gangurinn verður létt-
ari, þótt í fangið sé, þegar
myrkrið tekur að grynna. Við
klífum léttilega jafnvel erfið-
ustu brekkur móti ungum degi,
sem er að vaxa bak við fjöllin
í austri. Og hinn ungi dagur
vex og verður einráður, þegar
sumra tekur yfir lýð og landi.
Og ljós hans flæðir með auknu
magni gegnum fjallskörð og
yfir roðaða tinda.
Þegar Jörðin hefir náð yzt í
sporbauginn verða einnig vetr-
arsólhvörf í sálum okkar. Dap-
urleiki hinna löngu nótta þok-
ar um set fyrir meðvitundinni
um það, að dagurinn er tekinn
að vaxa. f fornum sið höfðu
forfeður okkar jóla- og miðs-
vetrarblót. Þá blótuðu þeir til
gróðrar. Þau blót voru hátíðir
til fagnaðar hækkandi sól og
vaxandi degi.
Jólahald kristinna þjóða er
að vísu í orði kveðnu helgað
höfundi kristinnar trúar. Þó
mun mega færa rök að því, að
jólahald okkar, eigi síður en
forfeðranna, er fagnaður móti
ljósi komandi daga.
Þú veizt, lesari góður, hvað í
vændum er, þegar ljósið tekur
að flæða eftir vorjafndægrin.
Þú hefir svo oft fagnað mjúk-
látum loforðum sólbráðinnar á
vorin. Þú hefir komizt í kynni
við fasmikla vorhlákuna, þegar
hún þeysir yfir firnindi lands-
ins. Þú hefir hvílt augun í
Ijósri þoku þeirra kyrru nótta,
sem eru að breytast í dag og
hlustað á vorregnið falla hljóð-
látlega eins og skímarlaug yf-
ir gróandann. Og þú hefir heyrt
hvemig niður þungra vatna og
fjarlægra þeyvinda ymur bak
við fagnaðarraddir lífsins á
jörðinni.
Nú er þetta allt í vændum
og við höfum náð merkustu
leiðarmörkum ársins; yfir
þyngsta áfanga þess. Og þótt
við enn um stund munum taka
undir með Jóni Þorsteinssyni
og „hrópum inn í austrið“ eft-
ir líknsemd sólarinnar, þá
hefir nú þegar í dag skift um
hugarhorf okkar, við það að
Jörðin hefir náð yzt á spor-
baug og er snúin aftur í sól-
nánd. Myrkfælnin dvínar í hug-
um manna, en lífsgleði, starfs-
lögnuður og sigurvissa hækk-
ar undir aðfall vaxandi sólfars.
Ég vildi í dag láta í ljós
þessa gleði mína af því hún
er þáttur í jólagleði minni, er
hefir enn að nýju laugað huga
minn fögnuði síungra vona,
gefið mér að nýju tilhlökkun
vorsins yfir hávœrum bama-
hlátrum, þungum starfsldið,
þróttmiklum fögnuði lífsins á
jörðunni; yfir suðrænum and-
vara og' ilm úr grasi.
Um vetrarsólhvörf 1934.
Jónas Þorbergsson.