Nýja dagblaðið - 24.12.1934, Page 7
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
7
Konunglegi brúðkaup i London
Líklega hefir enginn atburð-
ur gerst á Englandi síðustu ár,
sem sá, er nú er nýlega af-
staðinn. En það var brúðkaup
þeirra hertogans af Kent og
MarinU Grikkjaprmsessu, er
i'ram fór um síðustu mánaða-
mót.
Þegar kvöldið áður en athöfn-
in skyldi fara fram, safnaðist
múgur manns í götur þær, sem
brúðhjónin ætluðu að aka um
daginn eftir frá konungshöll-
inni til kirkjunnar Westminster
Abbey.
Þar beið fólkið alla nóttina,
í súld og slyddu og fram á
næsta dag. Við alla glugga
þeirra húsa, sem að götunum
lá, er brúðarfylgdin ók eftir,
hafði fólk' leigt sér pláss til að
standa við og sjá út um.
Var hvert stæði leigt á 300
krónur, en við ýms torg, þar
sem komið hafði verið fyrir
bekkjum t'yrir gesti, kostaði
sætið 250 kr. Mátti það teljast
dálítið dýrt augnagaman, en
þó vildu fleiri en fengu.
Fjórum dögum fyrir brúð-
kaupið kom óvænt og óþæg'-
lég frétt til hefðarkvenna
þeirra, sem boðnar voru í gild-
ið. Sá boðskapur ba'rst frá
drottningu Englands, gegnum
skrifstofur Lord Chamberlain,
og var á þá leið, að kjólar
þeir, er tízkuhús stói'borgar-
innar höfðu dag og nótt keppst
við að sauma og vóru skósíðir,
en sumir með slóða, skyldu
eklci notaðir við brúðkaupið,
heldur önnur gerð og styttrí.
Sömuleiðis var tilkynnt, að
ekki mætti bera loðskinnskápur
? brúðkaupinu, en á því höfðu
vöruhúsin glæpst, að gera fyr-
ir þetta einstaka tækifæri stór
innkaup á dýrustu skinnavöru.
En hér voru orð drottning-
aiánnar lög.
70 boðsgestir voru í. veizl-
unni, þar á meðal konungs-
hjónin í Danmörku og Noregi.
Á efri myndinni sjást
brúðhjónin til vinstri, út frá
þeim eru, í tveim röðum prins-
essur 'frá ýmsum löndum,
tengdar brúðhjónunum. Að
neðan, sitt til hvorrar handar,
eru gjafir brúðgumans til
{'.•'.VííáíS::®
■ " /V'-
s '■* 'y>v ý
■
i-V':
1
;'rí 'j i::': i ■ *
■ ’
konuefnisins, og í miðju sézt
málverk af brúðinni.
Þrátt fyrir myndirnar af hinu
konunglega fóilki, mun flestum
verða starsýnast á köku þá
hina miklu, sem sést á neðri
myndinni. Er það brúðkaups-
kakan og heldur en ekki vöxtu-
leg. Hún er rösk hálf önnur
mannhæð eða 9 feta há og
svarar sér vel.
1 vinstra homi myndarinnar
efst, sézt móðir brúðinnar, sú
með blómin, og ýmsar prins-
essur. Hinsvegar eru nokkur
stórmenni kirkjunnar í fullum
skrúða. Neðst til vinstri er
brúðguminn, hertoginn af
'Kent, þá gjafir margháttaðar
og neðst til hægri klukkuturn-
inn mikli á þinghúsinu með
„Big, Ben“ stundaklukkunni
stóru, sem útvarpsnotendur
hér heyra oft í gegnum við-
tæki sín. Umhverfis turninn
eru reistir útsýnispallar fyrir
þetta heldur en ekki hátíðlega
tækifæri.
2K jóíunum f©rtr 90 drum
O O OIO
Jólin eru hátíð gjafanna.
Seinustu aurunum er varið til
Jæss að gleðja aðra. Móðirin
leggur oft á sig mikið erfiði til
þess að gefa baminu sínu jóla-
gjöf. Menn eru óvenju fórn-
fúsir og samúðarríkir um jólin.
Jólasagan, sem alltaf er
sögð á jólunum, gerðist fyrir
1900 árum. Hún er frásögn um
fæðingu þess manns, sem af
mestri einlægni og eldmóði hef-
ir flutt boðskap kærleikans og
friðarins. Kenning hans er sú
veglegasta gjöf, sem mannkyn-
inu hefir hlotnazt, ef það
kynni að hagnýta sér. hana
réttilega. Þess vegna undrar
engan, þó.jólin séu orðin fyrst
og fremst hátíð gjafanna.
Jólasagan, sem gerðist fyrir
1900 árum verður sögð af svo
mörgum, að hér gerist engin
þörf að segja, hana. 1 stað þess
langar mig til að segja aðra
jólasögu, sem gerðist fyrir 90
árum.
Iðnbyltingin var þá hafin.
Vélarnar voru teknar til notk- |
unar í stað mannaflsins. !
Hundruð og þúsundir verka-
manna misstuj atvinnuna. Iðju-
höldarnir hagnýttu sér hið
mikla framboQ vinnunnar til
þess að halda kaupgjaldinu
lágu og hafa vinnutímann lang-
an.
Kjör verkamannastéttarinn-
ar hafa oft verið örðug, en
aldrei hafa erfiðleikamir verið
jafn stórvaxnir og ægilegir
og á þeim tímum. Fjöldi
verkamanna vann hina erfið-
ustu vinnu mestan hluta sólar-
hringsins. Á kvöldin var farið
heim í köld og dimm húsa-
kynni. Kona og böm voru klæð-
lítil og fæðið lélegt. Bækur
voru fáséðar. Engir möguleik-
ar til að afla börnunum mennt-
unar. Skortur brýnustu lífs-
nauðsynja og menningarleysi,
var hlutskifti verkamanna-
fjölskyldunnar.
Þannig var ástandið í Roch-
dale, smábæ skammt frá Man-
ehester, en þar gerist sagan,
sem ég ætla að segja.
Kvöld eitt í desembemián-
uði 1843 komu nokkrir vefar-
ar við baðmullarverksmiðjum-
ar þar saman á fund og ráðg-
uðust um hvað. gera skyldi.
V erkalaun þeirra voru lág,
vöruverðið hátt. Þeir voru
komnir í miklar skuldir hjá
kaupmönnunum og urðu að
kaupa hjá þeim hvað eftir
annað vonda og svikna vöru
með okurverði.
Lengi ræddu vefaramir mál
sitt. Loks urðu þeir ásáttir
um þá ákvörðun, að þeir
skyldu aura saman í sjóð og
gera sameiginleg vörukaup.
Þannig fengu þeir vönina ódýr-
ari og höfðu líka tryggingu
l'yrir því að fá betri vöm.
Það varð hægra sagt en
gert að mynda þennan sjóð.
Vinnulaunin hrukku naumast
til hnífs og skeiðar. I heilt ár
voru þeir að safna hinu á-
kveðna stofnframlagi, einu
sterlingspundi á mann.
Það tókst. Rétt fyrir næstu
jól, 21. desember 1844 var
opnuð verzlun Rochdalevefar-
anna, fyrsta kaupfélagsverzl-
unin í heiminum.
Sú stofnun spáði ekkí mik-
illi framtið. Verzlunin var í
einu litlu, óvönduðu herbergi.