Nýja dagblaðið - 20.04.1938, Blaðsíða 10
10
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
fsland
ir síðustu áramót og runnu út
hinn 1. apríl 1938 En þar sem
skýrslan er gerð til að sýna sam-
anburð á kaupi og kjörum í
millilandasiglingum, þótti rétt-
ara að miða við samninga Eim-
skipafélagsins, að því leyti, sem
þeir eru frábrugðnir samningum
Skipaútgerðar ríkisins, enda
hafa strandferðasamningar þeg-
ar verið raktir í 81 tölublaði
Nýja dagblaðsins þ. á.
IVoregar
um í utanlandssiglingum. Gild-
andi frá 15/7 1937 til 1/4 1939.
3. Samningar milli Norges Re-
derforbund annarsvegar og Sjö-
mannsforbundet hinsvegar,
snertandi undirmenn á dekki og
í vél, þjónustu- og matreiðslufólk
og loftskeytamenn á gufu- og
mótorskipum í utanlandssigling-
um. Gildandi frá 7/1 1938 til 1/2
1939.
Danmörk
! til 1/3 1940.
j 4. Samningur milli Dansk
! Dampskibsrederiforening annars
I vegar og undirmanna í vél hins
j vegar. Gildandi frá 1/3 1938 til
! 1/3 1940.
5. Samningur milli Dansk
Dampskibsrederiforening annars
vegar og vélstjóra hinsvegar.
Gildandi frá 1/4 1937 til 1/4 1938.
Nýr samningur lá ekki fyrir,
en hvað kaupið snertir, er byggt
á vísitöluleiðréttingu, er gekk í
gildi 1/10 1937.
6. Samningur milli Dansk Ra-
dioaktieselskab og Radiotelegra-
fistforeningen af 1917. Gildandi
frá 1/4 1937 til eins árs í senn.
Að því er snertir alla hina nýju
samninga, er um getur í lið 1—4,
er það að segja, að þó að þeir séu
gerðir fyrir 2 ár, er gert ráð fyrir,
að ákveðnar vísitölubreytingar
heimili uppsögn á þeim eftir
helmingi skemmri tíma eða að-
eins 1 ár.
Sví|»jóð
okt. 1937 til 31. jan. 1939.
3. Samningar milli Sveriges
Redareförening og Svenska
Sjöfolksförbundet, snertandi
undirmenn á dekki og í vél og
bryta og matreiðslumenn. Gild-
andi frá 1. eða 15. okt. 1937 til
31. jan. 1939.
Almennar skýringar
England
Að því leyti, sem stærð skips og hestöfl véla hefir áhrif á kaup það, sem tilgreint er í upphafi skýrslunnar, skal það tekið fram, að í skýrslu þessari er miðað
við skip svipaö „Brúarfoss" að stærð og hestaflafjölda. — Vegna þess hvað óglöggar upplýsingar liggja fyrir um kaup skipstjóra, enda vitað, að það er mjög mis-
munandi, hefir ekki þótt fært að taka það upp í framangreindan samanburð. Þaðer vitanlegt, að framangreindur samanburður kaups og kjara, er enganveginn
tæmandi, en þess er vænst, að í honum séu þó flest eða öll þau atriði, sem miklu máli skifta og ætti því birting skýrslunnar að geta verið til almenns fróðleiks.
FESTARMEY FORSTJÓRANS 63
innan viku. Nei. Ég myndi aldrei hafa farið þangað.
Ég gat ekki ....
Sidney kveikti í nýrri sigarettu, og samtalið féll
niður. Enginn sagði neitt.
Allt í einu fékk ég góða hugmynd.
Mér datt í hug, að þar eð þessir báðu ungu menn
sungu, og annar þeirra var lítilsháttar tónskáld, þá
væri heppilegt að leiða talið að hljómlist.
Æ, hvers vegna gerði ég það?
Það var regluleg kaffæring. Því að Sidney Vande-
leur fór samstundis að tala um þjóðlög frá elleftu öld.
Og Waters lýsti því yfir, að hann héldi, að ellefta
öldin lægi fyrir utan sinn sjóndeildarhring.
Þá fór Sidney að raula nýrri, en dauðleiðinlega,
keltneska söngva um „broshýru blómin, sem brátt
eiga að visna“.
Og Waters sagði, að hann vildi heldur ný útsprung-
in blóm. Rólega bætti hann við, að persónulega þætti
honum leiðinlegir þessir saknaðarsöngvar í moll.
Hann sagði, að sér fyndist lögin ágæt, sem Elísabet
drottning hafi sett írskum samtíðarskáldum sínum.
Þau ákváðu, að þeir skyldu dæmdir til dauða, sem
orktu um annað efni en sem gæti stuðlað að heiðri
og frægð hennar hátignar.
Þetta setti Sidney í klípu. Með uppgerðarbrosi
snéri hann sér að mér og spurði aumingjalega, hvort
ég ætti handritið, sem hann hafði skrifað fyrir mig,
sonnettuna — „Seiðbundinn kyssti ég silkimjúkt hár“
Ég fann, að ég roðnaði upp í hársrætur, upp að
hárinu, sem hann hafði alltaf dáðst svo mikið að ....
eitthvað stóð þar um að kyssa hár, sem hann aldrei
hafði komið nálægt. Og ég var meira en áköf að
gleyma þeim skáldskap. — Ég svaraði stutt í spuna:
„Nú — það kvæði, já. Ég hugsa að það liggi í ein-
hverri skúffunni".
„Ef það veldur yður ekki of miklum óþægindum,
ungfrú Trant, þá þætti mér gaman að fá þetta lánað.
Það er eina afritið mitt“, mælti Sidney blíðlega.
„Já, nú skal ég leita“, sagði ég. „Cicely, viltu koma
með mér inn í herbergi mitt og hjálpa mér til að
leita?“
Cicely kom með mér, og lét karlmennina um að
skemmta hvorum öðrum. Hvernig þeim fór það úr
hendi, fæ ég líklega aldrei að vita.
„Jæja, Cis, hvernig hefir þú það“, spurði ég, er
dyrnar lokuðust á eftir okkur. „Ég sé, að þú ert orðin
góð í fætinum, og þú sagðir, að þú værir byrjuð að
vinna aftur?“
„Já, en ekki hjá frú Chérisette. Ég fekk stöðu beint
á móti, í Bond Streeet, hjá frú Lamaires. Vandeleur
útvegaði hana í gegnum systur sína, sem þekkir hana.
Þar fæ ég hærri laun og hefi það yfirleitt miklu
betra. Ó, hann hefir verið svo vingjarnlegur, Lilla“.
„Er það? Þú hefir þá — hitt hann oft?“
„Já, hann hefir komið hingað oft, en — aðeins til
að tala við þig“, sagði hún ásakandi.
„Mjög vel hugsað af honum“, sagði ég.
Cicely leit nú á mig enn meiri ásökunaraugum.
„Hann segir, að þú hafir svift líf sitt öllum lit-
brigðum. Þú hefir „gert hið gyllta svart og hið
græna grátt“.
„Ó, allt þetta litaþvaður hans“, sagði ég ergileg „Ég
held, að hann hafi enn nógu marga liti í bindinu“.
„Ég held, að þú skiljir Vandeleur ekki rétt“, sagði
Cicely kuldalega.
„Ekki það? Jú, það veit sá, sem allt veit. Hann er
einn þeirra, sem hlaupa með allar sorgir sínar, er ung
stúlka hefir hryggbrotið þá, í hinn fyrsta hluttekn-
ingarsama, sem — —“. Hér þagnaði ég skyndilega.
Ég sá nefnilega, að ég var án nokkurrar verulegrar á-
stæðu, að því komin, að rífast við mína gömlu vin-
stúlku.
Ég skipti því í flýti um umræðuefni og fór að tala
um húsaleigu og um hve ég yrði sennilega lengi í
burtu. Ég fann árans kvæðið hans Sidneys, sem ég
mun hata um ókomna tíma, sefaði Cicely með, að
ég ætlaði ekki að giftast fyrr en sumarið væxi úti —
sagði henni, að það gleddi mig að sjá henni ganga svo
vel.
„Ef Vandeleur þarfnast afþreyingar, þá ættirðu að
reyna að fá hann með til að sjá „Bardaga Dedrasar".
Vertu bless.“
Allt útlit var til, að lítið yrði sagt meðan á ökuferð-
inni stóð til Sevenoakes.
Aftur fann ég, að ég varð að taka forustuna og
hefja samræður.
„Jæja? Finnst yður ekki að ungfrú Harradine sé
mjög falleg stúlka?“
„Jú, hún hefir fallegt hár“.
„Já, dásamlegt".
Þögn.
Ég þóttist finna, að Waters hefði ekki orðið þess
var, sem mig grunaði að væri, nefnilega að Sidney
væri farið að lítast mjög vel á Cicely. Hann leit ekki
aðeins á hana, sem kunningja, er hann gat þulið
fyrir sorgir sínar. Mig langaði til að heyra, hvað
hann myndi segja um Sidney.
Mig hefði mátt langa og langa, ef ég hefði ekki
spurt formálalaust: „Hvernig lízt yður svo á Sidney
Vandeleur?
„Það var skrítin spurning. Hvað er hægt að segja
um mann, sem maður hefir aðeins kynnst í einn
hálftíma? Mér fannst hann vera bezti náungi. En
hann er ekki einn af þeim, sem ég hitti svo oft í
verzlunarhverfinu? Hvað gerir hann?
„O — ekki neitt ákveðið. Hann þarf ekki að gera
neitt".
„Ekki það? Það er heppilegt fyrir hann“, sagði
Waters í tón, sem ég gat ekki almennilega áttað
mig á.
Ég sagði: Hann teiknar og málar — skrifar leik-
hústilkynningar — og svo er hann tónskáld".
„Hann hlýtur að vera mjög gáfaður", sagði Wa-
ters vingjarnlega. „Ég held------“
Hann þagnaði snögglega.
„Hvað“, spurði ég. „Nei, segið mér það“, hélt ég
áfram, þar eð hann horfði fram fyrir sig og herpti
saman varirnar. „Þér skuluð, Billy“. — — Á sama
augnabliki fór ég að hlæja og roðnaði af undrun. Því
þetta var í fyrsta skipti, sem ég ávarpaði hann þann-
ig með þessu hlægilega nafni.
Hann snéri sér að mér og brosti aftur vingjarnlega.
En hann svaraði ekki spurningu minni, heldur kom
með aðra. „Nancy, ég vona að þér skrifið mér, þegar
þér farið til Port Cariad með móður minni og systr-
um. Ætlið þér að gera það? Það myndi líta undar-
lega út, ef þér gerðuð það ekki“.
„Jú, vitanlega. Til þess að sýnast — ætla ég að
skrifa", sagði ég.
„Mér þykir leiðinlegt, að gera yður ónæði. En þér
getið bara lagt auða örk inn í umslagið, ef yður sýn-
ist“.
„Já, það hafði mér nú ekki dottið í hug“, sagði ég
hlæjandi. „En það get ég líka gert“.
„Já, en munið bara að senda eitthvað", sagði Billy
Waters.
Hann minnti mig aftur á það á stöðvarpallinum í
Enston, þegar að við — móðir hans, systur, festarmey
og litli hundurinn — fórum frá London, næsta laug-
ardag kl. 11.
Sama dag vorum við öll komin til Port Cariad. Öðru
megin við okkur voru lyngvaxnir sandhólar en hinu
megin svellandi öldur sjávarins.
21. KAPÍTULI.
Fyrstu bréfin.
„Halló, Robert. Eru nokkur bréf til okkar", kallaði
Theo.
Hún þaut út úr húsinu, berhöfðuð að vanda, til að
stöðva póstinn, er hann fór framhjá. Nefið á henni
var allt farið í skinnflagning af sólarhitanum og ber-
ir fæturnir voru þrútnir af mýbiti og þaktir rispum.
Pósturinn var sonur frú Roberts, húseigandans.
Hann er ungur, keltneskur risi, sem er í einkennis-
búningi sínum svo sem fimm mínútur á hverjum degi.
Það er nefnilega tíminn, sem þarf til að bera út póst-
inn í Port Cariad.
„Já, ungfrú", sagði hann. „Póstkort til yðar. Gæti
ég fengið það, þegar þér hafið lesið það? Blodwen og
ég söfnum nefnilega slíkum kortum. Og svo er bréf til
móður yðar og bréf og stór pakki til ókunnu ung-