Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 01.04.1962, Qupperneq 4

Tíminn Sunnudagsblað - 01.04.1962, Qupperneq 4
JREKKTU ÞITT KAFFI SJÁLFÖR“ Hann er upprunninn í Álfta- verinu, og þótt hann sé löngu horfinn í greipar Reykjavíkur — meS viðkomu í Vestmannaeyjum — og aki um götur borgarinnar í skódanum sínum á hverjum þeim degi, sem guð lætur renna, hefur henni ekki enn tekizt að hnupla sveitamanninum úr brjósti hans. Og Álftaverið er honum eins konar landfræðileg Biblía, sem hann flettir upp í, þegar honum ofbýður skúmið í sálarskotum borgarbúanna . . . . — Fólkið í Álftaverinu var nefni- lega gott fólk, segir hann, — það hefði lengi þurft ag leita að óheið- arlegum tmanni þar. Þegar gamla fólkið sagði eitthvað, þá stóð það eins og stafur á bók. En nú er tíðarand- inn orðinn öðruvísi, peningarnir eru búnir að eitra okkur. Þeir eru jafn- hættulegir sál okkar eins og atóm- sprengjan lífinu. Þegar maður lætur hjá iiða að svindla á náunganum, gera menn grín og segja: „Þetta er nú meiri sveitamaðurinn“. Þeir at- huga það náttúrlega ekki, að með þessu eru þeir að hrósa sveitamann- inum. — Er þetta ekki bara sveitaróm- antík í þér? — Nei, þetta er sannleikur, og gestrisið var það lika. Ef gesti- bar til daamis að garði á matmálstímum, varð heimafólkið að bíða meðan gestirnir mötuðust og láta sér nægja leifarnar. Þag var aldrei neitt selt — allt gefið, sama hversu miklu til var kostað. Stundum var meira að segja náð í kind í haga til þess að slátra, þegar gestir komu. — Einu sinni sendi afi minn Bjarna son sinn til þess að sækja kind til að slátra, og ekki í fyrsta skipti. Þá sagði Bjarni við hann: „Þetta gengur ekki, þú verður að taka eiitthvað fyrir þetta". — Gamlí maðurinn leit á hann og sagði: „Það getur þú, þegar þú tekur við“ —- svo sagði hann ekki meira. Tóbak úr kaffi og sandi Gg þeir voru hjálpsamir hver við Sigurður Jónsson annan, gömlu mennirnir. Ég man til dæmis eftir manni, sem hét Vig- fús, einstakt góðmenni og karlmenni. Pabbi þurfti ein-u sinni ag setja torf á hey, sem hann átti úti. Það var frost, svo að óhægt var um vik að skera torfið: „Og mér er alveg sama, sagði Viigfús, ég sker bara það, sem vatnið er á“. Sko skar hann toi'fið alfan daginn i vatni og gaddi og söng. Þeir hefðu ekki sungið við það núna. — Vigfús bjó á Skálmabæ í Álftaveri og einu sinni man ég eftir því, þegar ég var smástrákur, (Ljósmynd: TÍMINN; Ásgeir Ásgeirson). að við vorum ag hlaða varnargarð fyrir Skálmina, svo að hún bryti ekki niður túnið. Það voru tveir strákar um tvítugt í þessu meg okk- ur. Þeir bjuggu til blöndu úr brenndu og möluðu kaffi, fínum sandi og tóbaki, og buðu Vigfúsi í nefið. Honum þótti gott jáð taka í nefið og saug drjúguim, en var fljót- ur ag finna, að ekki var allt með felldu, þreif annan strákinn á loft og heldur honum yfir pælunni, scm var full af vatni, og segir: „Á hvorri hliðinni viltu liggja, lagsi?“ — StráOc- 124 T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.