Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 01.04.1962, Qupperneq 12

Tíminn Sunnudagsblað - 01.04.1962, Qupperneq 12
I Við brosum J hugmyndum og hátt um fólks á löngu liðnum öldum. Við- horf okkar sjálfra ræðum við með miklum spekingssvip. Á komandi tímum verður þó brosað að því, hve hjákátleg við vorum og blind í sjálfs- blekkingu okkar. Hugmyndir manna á sextándu öld um orsakir sjúkdóma og lseknisráð þykja nú bera vitni um mikinn þekkingarskort og undra- verða auðtryggni. Þeir tímar munu koma, að margt í okkar fari hlýtur svipaðan dóm Það er jafnvel ek<a órvænt um það, að einhver, sem ltr. það, er hér fer á eftir, geti eygt vfliur til samjafn- aðar hjá okkur, þótt ef til vill þær birtist í öðrum myndum. Sé svo, þá ber það okkur gott vitni. Hitt kann þó líka að vera, að til hafi þeir verið nokkrir á sextándu öld, er skynjuðu jafnglöggt villu sinnar samtíðar í leitinni að lífsins vatni. 2 Pétur Palladíus Sjálandsbiskup, sá hinn sami og Gissur Einarsson í Skál- holti gaf „tannstaup silfurbúið, þó það væri lítið“, frægur kirkjuhöfðingi á sinni tíð, gekk þess ekki duiinn, að guð var strangur og refsisamur herra sinna barna. Sérstaklega var honum það vel kunnugt, að himnajöfurinn hafði mikla andúð á allri prakt í klæðaburði, og fyrir hverja nýjung af því tagi, sem Danir höfðu upp tek- ið í tíð biskupsins, hafði guð refsað þeim nýjum sjúkdómi Vallenzkri tízku fylgdi vallenzkur sjúkdómur, í kjölfar spænskra siða kom spænskur kláði, á eftir frönskum hólkum kom frönsk bólusótt og með skozkum klæðaburði fylgdi svitasóttin skozka. Og þegar svonefndar pilsbrækur eða pilshosur héldu innreið sína, fáum árum eftir að Kristján skrifari og ís- lenzkir liðsmenn hjuggu Jón Arason, grunaði Sjálandsbiskup, að ekki myndi gott á eftir fylgja: „Mér er með sannindum sagt, þó að ég hafi ekki sjálfur séð það, að á þessu ári hafi sonur voldugs manns, sem ég þori ekki að nefna vegna tignar hans og upphefðar, látið gera þrjá geira á slíkar pilsbrækur handa sér. Mig undrar, að jörðin skuli ekki hafa gleypt þennan léttúðuga og guð- lausa mann Ég óttast, að tíman- leg hegning þyki allt of létt, Qg guð muni sækja hann heim með eilífu straffi a degi dómsins". Sumurn geðríkum mönnum gekk illa að sætta sig við þessar refsingar, þegar þeim þótti nærri sér höggvið að ósekju. Smiður einn á Sjálandi missti konu sina í einni af landfar- sóttum þeim, er sendar voru Dönum til ögunar á sextándu öld. Honum þótti refsingin kopia ómaklega niður á sér. þreif öxi, hjó henni hvað eftir annað af alefli í bekki og bríkur og hrópaði: „Nú nýturðu þess, guð, að ég næ ekki til þín, því að annars skyldi ég hefna þess, að þú tókst hana frá mér“. En bljúgara geð var affarasælla. Sjálandsbiskup vissi, að mönnum bar að lúta höfði í auðmýkt, þegar guð sendi hinar voðalegustu sóttir syndugum mönnum til refsingar. Hann vissi líka, án alls efa, að þeim varð aðeins afstýrt með yfirbót. Nú hefði mátt ætla, að svo skorinorðar prédikanir annars eins manns hefðu áorkað því, þegar svo mikið lá við, að nýjungarnar færu ekki sigurför um biskupsdæmi hans og drægju sí- felldlega með sér nýjar og nýjar far- sóttir. En það er röng ályktun. Hér kom það til greina, sem okkur er ekki jafnríkt í hug <eg mönnum á sextándu öld: Sjálf erfðasyndin. Og það var ekki allra meðfæri að hljást við hana. Það getum við jafnvel látið okkur skiljast, þegar þess er gætt, að sjálfur Pétur Palladíus fordæmdi hina syndsamlegu tízku af prédikun- arstólnum með pípukraga um háls- inn og fellingalín um úlnliðina. Tízk- an hafði líka náð taki á hans stétt, og Sjálandsbiskup klæddist að tízku kirkjuhöfðingjanna. Prestarnir kepptu nefnilega við veraldarhöfð- ingjana á sviði tízkunnar. Þar kom það fram, er forðum var sagt: „Hið góða, sem ég vil, það geri ég ekki“. "“‘ur Palladius Sjálandsblskup, búlnn að tízku kirkjuhöfðingja 132 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.