Tíminn Sunnudagsblað - 01.04.1962, Síða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 01.04.1962, Síða 11
XI- -Uí'ykkjustofur bæjarins voru illa ^æmdar á þessum árum, og allt þar il áfengisbannið batt endi á tilveru þetrra. Þar voru slagsmál tíð, hátterni manna allt í allra lakasta lagi, og ?, °S víða er þess getið, í lögreglu- °kum bæjarins, að daúðadrukknir ®enn hafi fundizt liggjandi úti um VlPpinn og hvappinn, jafnt vetur ®ejn sumar. Þeir voru þá bornir í ukthúsið, en fyrir kom, að þeir vökn Uðl' ellki aftur til lífsins. Það hefur ekki verið árennilegt yrir stúlkur úr Hjálpræðishernurrj 3 iara inn í drykkjustofurnar. Eigi siður fengu þær sersjant-majór esseija Sigvaldadóttir og kadett Þor , i°r2 Eggerz leyfi til þess að syngja Þar sálma fyrir gesti. Vitaskuld eyndu þær um leið ag tala um fyrir rykkjumönnunum, sem þar sátu esta daga, þegar þeir voru í bænum. j n. siikri afskiptasemi var oftast illa ®kið. Smásaga, og þó vafalaust ekki a versta tagi, er í Herópinu: ..Pélagi vor einn var að tala við 4’kkjumann þarna í einni drykkju- stofunni, um að hann ætti að biðja esú Krist um að hjálpa sér. »Hve margar Þórðarbænir eigið Poa?“ var svarið. sv etta var auðvitað meinlaust til- ar-. En Hjálpræðisherinn, sem oft iðulega þoldi þegjandi hinar ^njanarlegustu árásir, átti til að birta , .a®a§nir af þvilíkum smámunum í aðl sínu, og voru þá stundum látin y gja bitur skeyti. Litlu eftir alda- °tin var þessi saga sögð: ..Ungur maður nokkur, sem var addur á Hjálpræðisherssamkomu, ailaði upp og sagði: »Það er ekkert helviti til“. . tli þessi ungi maður hafi ekki rið sleginn af sinni eigin samvizku yrir þessi orð og því hafi þetta hróp a«s brotizt út frá hjartanu, sem l£kt- s nokkurn veginn neyðarópi. Jú — ann hefur sjálfur fundið, að hann ar á veginum til helvítis". í „ 1?ars eðlis var það, sem gerðist . nífsdal um svipað leyti. Tveir edikarar, sem þangað voru komnir, voru a gangi á þorpsgötunni, er sjó- ■lriaður vatt sér aö öðrum þeirra, ^aström að nafni: »Þið eruð eins og verstu sveitar- niagar“, sagði maðurinn. a^aström leit til mannsins og svar- »Guð blessi yður. Gerið svo vel að °ma á samkomuna í kvöld“. XII. Nákvæmar lýsingar á óeirðum Sem urðu a samkomum Hjálp- lshersins, eru fáar til frá fyrstu litilSerUnUm- Stafar það af því’ að gangskör var gerð að því að hafa 1 ° w sk Ur..1 hári sökudólganna, og af- 'Pti lögreglunnar takmörkuð við að Pedersen, adjútant Hjálpræðishersins, ásamt konu sinni og börnum, árið 1907. skakka leikinn í bili og stugga þeim frá um stundai'sakir, þegar bezt lét. Þó er kunnugt um nöfn margra manna, er þarna komu við sögu, og eru sumir þeirra enn á hvers manns vörum, svo sem Stjáni blái, sem í þá daga var ekki umleikinn neinum ævin týraljóma, og Óli í Hólakoti, eitt skefjalausasta hroðamenni bæjarins. En brátt mun yfirvöldum bæjar- ins hafa orðið Ijóst, að við svo búið mátti ekki standa. Það gerðist víðar ókyrrð en kringum Hjálpræðisherinn. Árásir á kvenfólk og nauðgunartil- raunir voru tíðir viðburðir, og hvað eftir annað kom fyrir, að samkomun., sem aðrir efndu til en Hjálpræðis- herinn, var hleypt upp, flest innan dyra brotið og bramlað og jafnvel heppni, að ekki hlutust af stórmeiðsli. Vestur-íslendingur einn, Vilhelm Pálsson að nafni, til dæmis, ætlaði að flytja hér fyrirlestur um hagi vesturfara. En ræðan var aldrei flutt, því að gestirnir tóku þegar að æpa og öskra, berja og stappa, og látunum linnti ekki fyrr en Vestur-íslending- urinn hrökklaðis^ brott. Verr fór þó fyrir tveimur Mormónabiskupum, sem ætluðu að fræða Reykvíkinga um trú arbrögð sín að kvöldi föstudagsins langa. Á þá var varpað eggjum úr troðfullu samkomuhúsinu, og síðan voru rúður brotnar og bekkir kurlað- ir. Það var jafnvel talið ólíklegt, að mennirnir hefðu sloppið án stór- meiðsla, ef ekki hefði tekizt að skjóta þeim undan og fela þá. Fyrsta lýsingin á róstum hjá Hjálp-' ræðishernum, þar sem henda má reið ur á einstökum atvikum, er frá haust- inu 1896. Þetta var á laugardags- kvöldi. Við dyr Herkastalans safn- aðist saman hópur manna, sem ekki fékk inngöngu, þar eð þeir voru kunn ir að óspektum á þeim stað. Sættu þeir þá færi og fleygðu inn hluta af ryðgaðri ofnpípu, kindargörnum og öðru sorpi. Þegar lokað var, réðust þeir á hurðina og tókst að laska hana og ná henni af hjörunum. Hlupu þeir síðan brott með hana, en aðrir skárust í leikinn og tóku hana af þeim. Þess er getið, að fjöldi fólks hafi verið þarna á götunni og haldið uppi snjókasti með ópum og óhljóð- um. Nokkrum mánuðum síðar flaugst maður, sem áður var kunnur að ó- spektum, á við dyravörðinn, Jens Lange, og reif af honum fötin, og mun þó slíkt ekki hafa verið sérleg nýlunda. Haustið 1899 kom Ólafur Sigurðs- son í Hólakoti á samkomu á föstu- dagskvöldi. Hafði hann í hendi lurk meg járnbroddi í og sló mjög um sig. Skók hann lurk sinn og kastaði hon- um upp í loftið. Þegar ókyrrð tók að ágerast í samkomusalnum, var sent eftir lögreglunni. Lagðist Ólafur á gólfið, er hún kom, en fyrirliði Hjálp- ræði9hersins vísaði lögregluþjóninum á, hvar hann faldi sig í mannþröng- inni. Nú var Óli leiddur brott, en sleppt þegar út var komið. Litlu síð- ar reið högg svo mikið á útidyra- Ihurðina, að hún brotnaði. Þóttust menn vita, að þar hefði Ólafur verið að verki. Sögulegustu rósturnar urðu þó í Framhald á 142. siðu. T í M I n N SUNNUDAGSBLAÐ 131

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.