Tíminn Sunnudagsblað - 01.04.1962, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 01.04.1962, Blaðsíða 9
SUNNUDAGSBLAÐ 129 Hiálprœgishersins eins og hann leit út sumarið 1907. mSÁTUR UM * KASTALANN Eg gleðst af þvi, min-g guð, ég veit, þú gafst mér landið Kanaan. Þín vcldug engla-verndarsveit mér visar leið til Kanaans. Og héðan, yfir heimsins sand, þar húm vill slzyggja á Kanaan, ég eygi dýrðlegt Ijóssins land og lífsins strönd við Kanaan. IX. „Alla nótt hjá Jesú“. Benedikt Gröndal sagði, að stund- „Generaláihlaupunuim“ Hjálpræðis- um væri einn liður á dagskrá Hjálp- hersins á íslandi linnti ekki, hvernig ræðishersins „generaláhlaup á djöful- sem á móti blés, og hve oft og víða inn“ og þar á eftir færu sigurlaunin: sem samkomunum var hleypt upp. — En-ekkert gat bugað þessa prédik- ara. Þeir náðu fótfestu á æ fleiri stöðuin, og göngum þeirra á heimili manna fjölgaði sifellt. Eftir rúmt ár var búið að vitja 1344 heimila, og það er til marks um það, hve fólk flykkt- ist á samkomurnar, að þá voru sam- komugestir orðnir meira en fjörutíu og sex þúsund. Áður en varði var herinn kominn með fána sína og git- ara á ísafjörð, Seyðisfjörð, Akureyri, Eyrarbakka og Hafnarfjörð. í Reykja- vík var hafinn undirbúningur að stofnun gistihúss, sums staðar komið upp skólum og vinnustofum, þar sem kenndur var fatasaumur, prjón, hann yrðir og hjálp í viðlögum. Sérstök samtök, sem nefndust Kærleiksband- ið, sáu um þessa starfsemi. Árið 1898 voru níutíu nemendur og átta kenn- arar í vinnustofu Kærleiksbandsins í Reykjavík. Látlaust var safnað fé á samkom- um og götum úti. Sjálfsafneitunarvik-' ur voru annað veifið, og þá átti fólk að neita sér um kaffi og sykur og þess háttar og styrkja Hjálpræðisherinn með því, sem þannig sparaðist. Enn var ein leiðin ag efna til bazars, og loks var mikilla matvæla og fjár- muna aflað með þeim hætti að biðja efnaða útgerðarmenn og atvinnurek- endur að gefa fisk, rengi, kverksiga og hvað annað, sem nöfnum tjáir að nefna og von var um, að látið yrði af hendi rakna. Danskur málari, Jens Lange, lét það kaup, er hann fékk umfram nauðþurftii', renna óskert til starfseminnar og vafalaust hafa fleiri klipið af kaupi sínu. Nú gerðist það líka, að sumir helztu fyrirmenn Reykjavikur, svo. sem biskup landsins, bæjarfógetinn og skólastjóri barnaskólans, tóku að Síðari grein um fyrstu ár Hjálpræðisharsins á íslandi Hjálpræðishersfólkið hafði aðeins ver ið hér stuttan túna, er það fór að færa út kvíarnar. Sumir fóru gang- andi suður með sjó eða austur yfir fjall, aðrir hringferð með strand- ferðaskipunum. Áheyrendur skorti sjaldnast, og oftast fór allt með felldu við fyrstu kynnin. En nálega alls stað- ar var sama sagan: Þegar predikan- irnar urðu daglegur viðburður, hóf- ust upþþot og óspektir. í litlu fiski- mannaþorpi eins og Akranesi gerðust sjómennirnir svo aðsópsmiklir á sam- komum „pilskadetta", að þeim var lítt viðvært, og varð það lokaúrræðið að biðja sýslumann Borgfirðinga að skipa sérstaka menn til þess að halda uppi friði.

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.