Tíminn Sunnudagsblað - 01.04.1962, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 01.04.1962, Blaðsíða 21
Barst lífið frá Framhald af 123. siSu. þessu sambandi var gerð 1961, og var sagt frá henni í hinu þekkta enska tlmariti „Nature". Þar segja tveir amerískir vísindamenn, dr. .George Claus og prófessor Bartholomew Nagy, frá rannsóknum, sem þeir hafa gert á tveim loítsteinum, sem inni- héldu kol. Það eru fram að þessu aðeins þekktir nítján slíkir loftstein- ar, sem voru hirtir um leið og þeir féllu til jarðar. Þessir tveir áður- nefndu steinar féllu til jarðar við Orgueil i Suður-Frakklandi árið 1864 og í Mið-Afríku 1938. Allir loftstein- ar, sem innihalda kol, innihalda einn- ig um 20% af vatni og nokkur % af lífrænum efmum. Fyrir nokkrum árum sló efnafræðingur nokkur því föstu, að mikill hluti þessa vatns gæti ekki verið af jarðneskum upp- runa. Loftsteinar af þessu tagi eru mjög stökkir, ern kjarni þeirra virð- ist ekki hafa hitnað mikið, varla meira en um 200 gráður. Prófessor Nagy og dr. Claus lýsa fimm tegund- um smáagna, sem eru ósýnilegar berum augum. Mikið magn var af þessum ögnum í áðurnefndum tveim loftsteinum eða 1650—1700 st.ykki,. en þær er ekki að finna í loftstein- um, sem eklci innihalda kol. Vísinda mennirnir fara varlega í sakirnar ogi kveða ekki upp úr með, að þessar agnir séu leifar lífvera, heldur kalla þeir þær „kerfisbundnar frumagnir“. Þessum fyrirbrigðum svipar til einn- ar tegundar þörunga, sem lifir í vatni, en eru engu að síður ólík þeim. Ein þessara „frumagna“ hefur fjölda horna á yfirborðinu, sem standa tvö og tvö saman, — önnur er enn einkennilegri og er alls ekki sambærileg við neinar frumverur, sem þekktar eru á jörðinni: Hún er í laginu eins og sexhyrningur og umlukt eins konar „gloríu“ eða baug. (Samanber myndina á síð- unni) Þrjár liliðar þessa sexhyrnings eru þykkari en hinar og út úr þeim ganga horn, og inn í sexhyrn- ingnum eru þrir óreglulegir „líkam- ir“, sem svipar til blöðru. Sum af þessum „kerfisbundnu frumefnum" virðast vera í þann veginn að skipta sér, þ.e. æxlast. — Á öðrum eru „selluveggimir“ sprungnir og undn- ir, rétt eins og innsti liluti sellunnar hafi oft brotið sér leið gegnum þá. (Gæti ef til vi.ll stafað af hitabreyt- ingum). — „Út frá þessum ljós- og litfræðilegu athugunum álítum við, að áðurnefndar „kerfisbundnar frum- agnir“ geti verið leifar lífvera, sem enn er ekki- hægt að segja til um, hvaðan eru upprunnar", segja vís- indamennirnir í ritgerðinni um rann stjörnunum ? - sóknir sínar. Og þeir láta enn fremur í ljós þá skoðun, að hin mikla sam- þjöppun frumagnanna hafi aðeins getað átt sér stað, þar sem stöðugur raki hafi verið fyrir hendi. En loft- steinarnir voru geymdir á alþurrum stað í safni, og myndu þar að auki fyrir löngu vera veðraðir og upp- leystir, hefði vatn komizt að þeim, eftir að þeir komu til jarðar. Þeir benda líka á það, að steinarnir hafi fundizt með 74 ára millibili sitt á hvorum staðnum, þar sem loftslagið er gagnólíkt, þ.e. í hinu tempraða loftslagi. Suður-Frakklands og hita- beltisloftslagi Mið-Afríku. Það sé því i hæsta máta ólíklegt, að steinarnir hafi báðir sogið í sig sömu frum- verurnar, þegar þeir voru komnir til jarðar. Það er almenn skoðun, að flestir loftsteinar eigi. rót sína að rekja til stórra og smárra smástirna, sem ganga á braut milli Marz og Júpiters. Sé hins vegar um það að ræða — eins og sumir álíta — að loftstein- arnir ko.mi frá sundruðum stjörnum, getur átt sér stað, að áðurnefnd fyr- irbrigði séu leifarnar af lífi þeirra. Rætt véð Sigurð Framhald af 126. síSu. araskap til þess að stríða bróður sínum. En ég frétti seinna, að bóiid- inn á Bala hefði séð mikið eftir því að missa mig! í vertíðarlok fórum við oneð göml nm ryðkláfi, sem hét Ingólfur, frá Keflavík til Reykjavikur. Það var nú meiri koppurinn, en manni fannst þetta stórskip þá. Uppi í brúnni sat maður og spilaði á fiðlu alla leiðina til Reykjaví'kur. Strákamir borgttðu honum fimm aura fyrir lagið, og Svo hermdi hann eftir fuglum og stromphljóði og alls konar kvikind- uim. Það var nú meira, hvað maður- inn var leikinn. — Þe.tta var Ingi- mundur fiðla. Við fórum átta saman austur yfir Hellisheiði. Fjórir voru flottir á því og tóku bíl hjá Steindóri upp að Lögbergi. Það kostaði sex lcrónur fyrir manninn, og var ekki svo lítið, þegar tekið var tillit til þess, að ver- tíðarhlutur okkar strákanna var ekki nema 130 krónur. Við, sem fórum gangandi, vorum nú samt á undan, lögðum bara fyrr af stað og biðum svo eftir þeim í bílnum við Lögberg, og höfðum gaman af. — Þá nótt fóru fjörutíu vermenn gangandi yfir heiðina. — Áttirðu lengi heima í Vest- mannaeyjum? Það er þó hyggilegast, að gefa hug- myndafluginu ekki alveg lausan tauminn, fyrr en ýtarlegar rannsóknir hafa farið fram á þeim sautján loft- steinum, er innihalda kol og enn er eftir að rannsaka. En finnist sams konar eða enn einkennilegri fyrir- brigði heldur en í hinum tveim, sem þegar eru rannsakaðir, verður gátan idm upphaf lífsins óneitanlega að skoðast í nýju ljósi. Það er bæði barnalegt og nálgast að vera mikilmennskubrjálæði, að ganga út frá því sem vísu, að jörðin, þetta rykkorn í alheiminum, sé eini „byggði“ hnötturinn í geimnum. Þótt mjög varlega sé áætlað, hljóta að finnast margar milljónir pláneta í vetrarbraut okkar, sem hafa sömu skilyrði til að framfleyta lífi og jörð- in . . . og hafa ef til vjU hýst líf fyrir löngu. Það er rökrænt samhengi og sam- kvæmni í öllu sköpunarverkinu, allt frá atómum til hinna fjarlægustu stjörnuþoka. Það er því líklegt, að hið torræða líf hafi alls staðar hafið göngu sína á sama grundvelli. Það þekkir engin takmörk í tíma og rúmi', fæðist og hveríur í sífellu, og í hinni miklu smiðju náttúrunnar eru „Þús- und ár dagur, ei meir“. Jónsson — Þá fékk ég núl! — Frá 1919 til ’37. — Þegar ég kom þangað, hitti ég Lárus Bjarna- son, síðar skólastjóra í Flensborg. Hann spanaði mig upp í það, að fara I Gagnfræðaskóla á Akureyri. Við fengum að sitja þar nokkrir sem óreglulegir nemendur. Ekki var nú kunnáttan mikil! Ég man, þegar óg var tekinn upp í dönskutíma í fyrsta skipti, að strákarnir á fremsta borði sögðu, að ég hefði fengið einn. Þenn an eina fékk ég fyrir að þýða orð, sem ég hafði aldrei séð áður! Svo tók Brynleifur Tobíasson mig upp í íslenzku: „Hvaða partur ræðunnar er nú þetta, góðurinn?“ — Og ég roðnaði, svitnaði og stóð eins og þvara, en tókst svo að stynja upp: „Ég skil ekki setninguna" partur ræðunnar“. „Það var nú öllu verra, góðurinn“, sagði Brynjólfur, og þá fékk ég núll. En þetta smálagaðist og ég tók próf um vorið og svo geng um við þrír frá Sauðárkróki til Borgarness. Við vorum svo fjandi fátækir, að við áttum ekki fyrir fari. — Þessi fátækt og basl hefur ekki drepið í þér sveitamanninn. — Nei, sveitalífið er náttúrlegasta og heilbrigðasta llf, sem lifað er, og þú mátt skila kveðju og þakklæti til sveitafólksins í Álftaverinu, frá mér. Birgir. T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 141

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.