Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 01.04.1962, Qupperneq 7

Tíminn Sunnudagsblað - 01.04.1962, Qupperneq 7
TÓMAS TRYGGVASON, JARÐFRÆÐINGURs GERÐJARÐAR ( Jörðin er reikistjarna í einu af sól- kerfum vetrarbrautarinnar. Efni þau, sem í henni er að finna, munu flest eða öll þau sömu og í öðrum stjörn- um. Svo sem kunnugt er, þá er hún hnöttótt að lögun, og má skipta henni í lög eða belti frá miðpunkti út á við eftir eðliseigindum og efnasamsetn- ingu. Innsti hlutinn, kjarni jarðar, er mjög þungur í sér, og er talið, að hann sé líkur að þungum frumefnum. Utan við þennan kjarna taka við létt- ari efni eða efnasambönd, og hyggja menn, að þau raði sér eftir minnk- andi eðlisþyngd innan frá út að yfir- borði jarðar. Þegar föstu efni sleppir, tekur við vatnsbeltið, það umlykur lönd öll og þekur um það bil þrjá fimmtu hluta af yfirborði hnattarins, en er ekki nógu þykkt til þess að hylja allar mishæðir hinnar föstu jarðskorpu. Yzt liggur lofthjúpurinn. Er þeim himinsjó skipt í sammiðja hvel líkt og hinum fasta hluta hnatt- arins, með minnkandi eðlisþyngd því utar sem dregur. Það er aðeins örþunn skurn á yfir- borði jarðar, þar sem beinum athug- untim verður við komið. Hugmyndir okJ r um alla innri gerð hnattarins eru byggðar á þeim ályktunum, sem draga má af rannsóknum á eldgosum, jarðskjálftum, jarðeðlismælingum og loftsteinum. Jarðskjálftamælingar hafa leitt í ljós, að hraði skjálftasveiflanna eykst, því dýpra sem kemur í jarðskorpuna. Bendir það til þess, að eðlisþyngd bergsins aukist með dýpinu. Sveiflu- hraðinn eykst þó ekki jafnt og þétt, heldur þrep af þrepi. Nokkra tugi kílómetra efst í jarð- skurninni er hraði jarðskjálftasveifl- anna því sem næst 5,5 km á sekúndu. Með þeim hraða berast jarðhræringar í graníti og öðrum þeim bergtegund- um, sem eru ríkar að kísilsýru (SÍ2) og álmi (AI2O3) og þess vegna fremur léttar í sér. Af þessum sökum hefur yzta lag jarðskurnarinnar hlotið nafn- ið Sial. Undir Sial taka við nokkrir tugir km með rúmlega 6 km/sek. sveiflu- hraða. Svarar það til þess, að á þessu dýptarbili sé bergið svipað blágrýti um eðlisþyngd. Enn vex ganghraði jarðskjálfta- sveiflanna og er nú 8 km/sek. Virðast hér tekin við þétt berglög og þung í sér, snauð að álmi og fremur kísil- vana, en því ríkari af járni, magnesíu og öðrum málmum. í 2900 km dýpi verða mjög gagn- gerar breytingar á eðlisástandi hnatt- arins. Meðal annars minnkar hraði Tómas Tryggvason miðdepli jarðar, eða með öðium orð- um sagt, að hnötturinn væri gerður úr bráðinni málmkviku innan 2900 km dýpis. Rannsóknir seinasta áratugs hafa leitt í Ijós, að svo er ekki, heldur er allra innsti kjarninn óbráðinn. Eðlisþyngd bergs við yfirborð jarð- ar er 2,5—3,0 (eðlisþyngd er miðuð við þunga hreins vatns, sem er gefin eðlisþyngdin 1 við 4 stiga hita. Einn lítri af 4° heitu vatni vegur nákvæm- lega 1 kg. Berg með eðlisþyngdina 3,0 er þess vegna þrisvar sinnum þyngra en vatn.). Eðlisþyngd hnattarins í heild e'r aftur á móti 5,6, en af því leiðir, að hann er miklum mun þyngri í sér hið innra en hið ytra. Enn má nefna loftsteina, sem koma til jarðar utan úr himingeimnum. Eru þeir taldir vera molar úr hundruðum himintungla. sem líklegt má þykja, að verið hafi svipaðir jörðinni að gerð og efni. Sumir loftsteinar eru úr nikkelblönduðu járni, en aðrir úr kisilsýrusamböndum svipuðum þeim, sem fyrirfinnast yzt í jarðskorpunni. Hugmyndir okkar um efnasamsetn- ingu jarðkjarnans voru í fyrstu sóttar til loftsteinanna, en jarðeðlisfræði- legar rannsóknir hafa fremur styikt þær en veikt. Ályktanir þær um gerð og efnasamsetningu hnattarins, sem dregnar verða af ofangreindum at- hugunum og mælingum, ber allar að sama brunni. Jarðfræðilegar athuganir takmark ast við ójöfnur á yfirborði hnattarins, sem venjulega eru ekki nema nokk- ur hundruð metra þykkar. Dýpstu ár- gljúfur munu vera um það bil 2000 m djúp, og borað hefur verið niður i 6 km dýpi. Sums staðar hafa jarðlög, sem upprunalega voru því sem næst lárétt, snarazt ogjiggja nú skáhallt. Þar sem svo stendur á, miðast þykkt laganna ekki við lóðrétta línu, heldur við falllínuna á yfirborð þeirra. Tjör- neslögin svokölluðu eru gott dæmi um Framhald á 142. síSu. jarðskjálftasveiflanna hér skyndilega úr 13 niður í 8,5 km/sek. Er talið, að í þessu dýpi Ijúki hinni storknuðu jarðskurn og við taki bráðinn kjarni, þungur í sér og ríkur mjög að ýmiss konar málmum, einkum járni og nikkel. Til skamms tíma var álitið, að kjarninn væri bráðinn alla leið inn að Skýringarmynd sýnir gerð (arSar. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 127

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.