Tíminn Sunnudagsblað - 01.04.1962, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 01.04.1962, Blaðsíða 20
því a3 það var, sko, bara nafnið! Það sem máli skipti, var það, að við vor- um hér í veiðiskap, — já, að fiska. Þó að ég stæði þarna á sokkaleist- unum í röku grasinu á vatnsbakkan- um, — þá fannst mér ég vera ekki minni maður en verkstjórinn á Kirkju sanJinum, þegar hann sagði við okk- ur strákana, þegar við vorum í fisk- breiðslu á „stakkstæðinu" hjá honum: — Strákar, — leggið þið niður bör- urnar, strákar! Og ég sagði: — Villa, — legðu niður stöngina, Villa!-----Ég var ákveðinn núna og vissi upp á hár, hvað ég ætlaði að gera og þess vegna hef ég víst talað í frekar hostum róm, því að Villa leit undrandi augnaráði á mig, en hlýddi samt skipun minni orðalaust; sleppti stönginni og lét hana falla niður á grasbakkann. Ég sá það á henni, að henni var greinilega stórum léttara, er hún hafði losað sig við stöngina og um leið þá ábyrgð og áhyggjur, sem fylgdu henni. — En ég fann einnig að ég óx, — bæði í hennar augum og líka í mínum eigin, — við það hlutverk, sem ég var í þann veginn að takast á hendur! Þess vegna skálmaði ég öruggum skrefum fram fyrir stangartoppinn, sem lá þarna aumingjalegur og titr- andi í grasinu — og þreif upp línuna, sem lá strekkt og þráðbeint út í vatnið. Ég sagði ekkert, en leit um leið til Villu, — eins og sá, sem valdið hef- ur. Svipur hennar var glaðlegur og áhyggjulaus, en þó var hún eins og spurningarmerki í framan, því að augljóst var, að hún var ekki búin að átta sig á hlutunum enn þá, — hún hafði enn þá enga hugmynd um hvað ég ætlaði að gera! Ég var þá ekkert að draga hana lengur á því, og sagði þess vegna um leið og ég fór að draga inn línuna og fiskinn, sem mér þótti strax óhugnan- lega þungur og erfiður í drætti: — Já, Villa mín! Svona hafði mað- ur það nú á Kvöldúlfsbryggjunni í „gamla daga“ og svona má líka hafa það á Arnarvatnsheiðinni núna, — já, og hvar sem er, reyndar! Hvað ætli maður þurfi að vera að draslast með stangir og hjól og mörg box af alls konar dóti og tækjum, upp um allar heiðar. þegar hægt er að hafa færið í öðrum vasanum og maðkadósina í hinum — og svo bara búið! Og Villa fór að hlæja, — skelli- hlæja — og þá hló ég auðvitað líka! Eftir að við höfðum hlegið nægju okkar og gert að gamni okkar, sagði Villa: 140 — En veiztu það ekki, Gummi, — það segir Geiri að minnsta kosti, — að það sé stöngin, — já aðallega stöngin, sem gerir þennan veiðiskap hjá þeim svona eftirsóttan, skemmti- legan og æsandi. Og svo eru vatnafiskar, til dæmis laxinn, segir hann, svo miklu-miklu sterkari en venjulegu fiskarnir — að þeir mundu hreinlega slíta færið, — já, kubba það í sundur, ef stöngin værí ekki, og gæfi eftir og linaði átak- ið með sinni sveigju og beygju og þess háttar! Já, og með stönginni þreyta þeir fiskinn, segir Geiri líka. Þú hefur sjálfsagt heyrt til þeirra, þegar þeir eru að ræða um veiðitím- ana sína; að stöngin hafi verið of stíf, — of lin stöngin, ómögulegt að þreyta á hana, — allt of stutt, ekkert gaman að þreyta á svona sveran og stuttan stert, — sem drepur hvern fisk á stundinni o. s. frv.! — Já, — þetta getur allt verið satt og rétt hjá þeim og kannske eigum við eftir að kynnast þessum málum betur, — en — en þetta er nú líka æsandi og spennandi, finnst mér, eða hvað sýnist þér! Sérðu, hvað hann er sterkur, þessi silungur? Hann strit- ast á móti, alveg óður — sko! — Sá er æstur, þykir mér! Passaðu bara að rífa ekki út úr honum, elsk- an! sagði hún. — Rífa ekki hvað? sagði ég og vissi í fyrstu ekki við hvað hún átti, — en fann svo út, er ég fór að hugsa dálítið um það, að hún meinti, að ég skyldi gæta mín á því að — að, já, að missa hann ekki, slíta hann ekki af! Ég fékk sting í magann af umhugsuninni um það, að ef til vill myndi ég missa fisk- inn! — Ég hafði svo sem heyrt þá tala um „missta“ fiska, já, stóra fiska, sem þeir höfðu misst, en ég hafði aldrei gert mér það ljóst, að það gæti haft nein áhrif á þann, sem fyrir því yiði! En núna, þegar veiðihugurinn í mér var öllu öðru sterkari, — þá fann ég, að það mundi verða aldeilis óbæri- legt, ef fiskurinn færi nú af hjá mér, — ef ég „misst’ann"! — Nei, nei, ekki það! — Minn góði guð! — Láttu þá ó- gæfu ekkiTienda mig! Láttu mig ekki missa fyrsta fiskinn, seni ég veiði á stöng, — já, — á stöng, eða svo gott sem, þó svo að ég dragi hann nú svona á línunni í land, þá erum við þó í stangaveiðitúr! — Og þó Villa hafi veitt hann eða haldið á stönginni fyrst í stað, þá var það nú ég, sem kom henni til hjálpar þegar hún gat ekki meir, eða var það kannske ekki, drott- inn minn? — Jú, jú, það er ekki síður mér að þakka en henni, ef hann kemst á þurrt land! Ó! Góði guð! — Þelta, sem er svo vænn fiskur! Villa hefði, sko, aldrei getað---------. Já, láttu hann hanga á — aðeins pínulitla stund enn þá? Sko! Ó, drottinn! Hann er alveg að komast að landi! En ég vil annars ekki vera að þrátta við þig, drottinn minn, en finnst þér ekki, eins og mér, að við Villa eigum ’ann-------bæði? --------Ég hafði í ótta mínum og hræðslu, yfir því að mis'sa fiskinn á síðustu mínútunni, leitað á náðir drottins og talað til hans, í huga mín- um, — og beðið hann um hjálp, — já — og jafnvel heimtað hana af hon- um. — Og allt fór að endingu vel, en síðustu orðin: Við Villa eigum hann -----bæði! kallaði ég óafvitandi upp- hátt er ég af öllum kröftum hamaðist við dráttinn síðustu sekúndurnar og renndi silungnum á land — og lienti mér yfir hann, í fjöruborðinu, — eins og ljón á bráð!---------Ég var hálf ringlaður fyrst í stað og þurfti dá- litla stund til að jafna mig og átta mig á hlutunum, en er ég kom virki- lega til sjálfs mín, — þá lá ég á fjór- um fótum, með fiskinn á milli þeirra. — Undrandi einblíndi ég á þennan s'tóra og fallega silung og mér fannst ég aldrei fyrr hafa séð jafnfallegan fisk! — Villa! kallaði ég hrifinn. — Komdu og sjáð’ann. Hún var þá komin til mín og stóð við hlið mína. Er ég leit á hana, sá ég að andlit hennar ljómaði af fögn- uði og gleði og í augum hennar, sem ýmist litu á mig eða fiskinn, glamp- aði hinn hvíti geisli vorsins og i hon- um las ég hrifni og aðdáun! Aðdáun? Yfir hverjum? — Nú, vit- anlega yfir fiskinum, — — — eða kannske mér? Já. — Hví ekki það? — Hafði ég ekki staðið mig eins — — og--------- — Je, minn einasti! — Agalega er ’ann sætur !! — Nei, ég meina falleg- ur! kallaði hún þá. Og ég, sem var í þann veginn að komast í rómantískar hugleiðingar, sneri mér við, á mínum fjórum fót- um, settist flötum beinum í grasið og hætti við að verða rómantískur. Þess í stað fann ég nú, allt í einu, að mér var orðið ískalt á fótunum, enda ekki að undra; — á sokkaleistunum í röku grasinu! Þó var ég heitur og sveittur alls staðar annars staðar.-----Villa beygði sig niður hjá silungnum og strauk honum — eins og kisu, og sagði: — Hvað skyldi hann vera þungur? — Ég veit það ekki, sagði ég, — og strauk með erminni svitann af enni mínu. T 1 IVI I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.