Tíminn Sunnudagsblað - 01.04.1962, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 01.04.1962, Blaðsíða 6
JSftir gosið var óguriega erfitt að fara yfir í Vík. Sérstaklega var Múlakvíslin mikill farartálmi, því að hestarnir fóru á kaf í sandbleytur og misstu auðvitað allar klyfjar af sér. Svo urðu menn að drösla þeim upp úr í hörkugaddi, því að þetta var „frostaveturinn mikli“ eins og hann hefur verið kallaður. Pokarnir, sem fóru af hestinum í vatnig frusu og urðu einn klakastokikur og föt mannanna gaddfrusu auðvitað líka, þegar þau blotnuðu. Svo áttu þeir eftir að ganga fjörutíu köómetra, blautir og frosnir. Þag kom stund- um fyrir að þá kól, en þeir voru þrautseigir, þessir gömlu karlar. Bæirnir voru svartir hólar — Hvemig var umhorfs í Álfta- verinu eftir gosið? — Þessi sveit er eins og skál, i hálfhring fyrir norðan og vestan eru gjallhólar. Þeir hafa bjargað því, að sveitin fór ekki af. Hólarnir stöðvuðu jakaflauminn ,sandinn og jökulleirinn. En þó gátu þeir ekki stöðvað vatnið. Það korri það mikið vatn heima, að það myndaðist skip.- gengt lón á milli bæjarins og hraun- hólanna. Nyrzt þar sem holtið byrj- ar var flóðgarður, líklega hátt á ann- an meter, vel gróinn meg gaddavírs- streng ofan á. Hann lá í margra metra löngum bútum heimundir bæ. Eftir áramótin 1919 fór ég á ver- tíð til Vestmannaeyja og sá ekki sveitina mína fyrr en átta áruim seinna og þá var hún í kafgrasi. Foreldrar mínir fluttu tíl Vestmanna eyja um vorið, því að jörðin var svo skemmd, að það var ekki hægt að búa á henni. ^ -t- Stunduðuð þið sjómennsiku í Álftaveriinu? — Það fóru allir karlmenn, sem heimilin máttu missa „í verið“ eins og það var kallað, til þess að létta á heimilunum og til að afla tekna. Þetta var almenn venja, og það þótti enginn maður með mönnum nema hann hefði verið til sjós. — Fóruð þi-ð labbandi í verið? — Já, það var nú ekki um annað að ræða en ganga úr Álftaverinu. — Ég man eftir því, að við stönzuð- um rétt fyrir vestan bæ, sem heitir Herjólfsstaðir og er síðasti bærinn, sem maður fer hjá, þegar maður leggur úr Álftaveri á Mýrdalssand. Ég gekk upp á ei.nn hraunhólinn ,og horfði yfir sveitina Það var öm- urleg sjón. Askan lá yfir öllu eins og svartur feldur, en norðanstorm- urinn feykti öskunni eftir svörtu hjarninu, allt var helfrosið og bæ- irnir eins og svartir hólar. — Var ekki erfitt að fara fótgang- andi þessar vegleysur um hávetur? — Það var bæði erfitt og kalsamt. Ég man til dæmis eftir því, að vet- urinn 1918 fórum vig fjórir saman og ætluðum á vertíð í Vestmanna- eyjum, Magnús Bjarnason frá Herj- ólfsstöðum, Stefán Árnason, og Stef- án Stefánsson í Holti og ég. Við konium vestur í Mýrdal þegar komið var undir myrkur. Þar er á, sem heitir Keriingadalsá. Það var ís á henni, en ekki þykkari en svo, að það mátti höggva í gegnum hann með broddstaf, vatnið hafði hlaupið yfir ísinn og rann ofan á honurn. Við skriðum síðasta spölinn Við ætluðum að komast yfir að bæ, sem heitir Fagridalur, en til þess að komast yfir ána, urðum við að ganga ag fjalli, sem heitir Höfða- brekkuháls. Magnús var fyrir okkur og segir, þegar þangað er komið, að það sé bezt að vig förum tveir og tveir samsíða yfir ána, því að hann treysti ekki ísnum. Við Magnús fór- um fyrst og svo komu nafnarnir á eftir. Vatnið, sem rann ofan á ísn- um, náði okkur í mitti Við klöngr- uðumst þarna yfir, en svo mikill var gaddurinn, að fötin frusu á auga- bragði. Þau urðu svo gaddfreðin, að þag endaði með, því að við skriðum síðasta spölinn upp brekkuna við ána. Við vorum í Fagradal um nótt- ina. Daginn eftir fórum við til Víkur, en vorum áður búnir að hringja þangað og biðja bátinn, sem fór frá Mejnum til Vestmannaeyja, að bíða eftir okkur, en einhverra hluta vegna var hann farinn, þegar við komum. Við urðum því að halda áfram göngunni vestur í Landeyjar. Þá var frostið svo mikið, að vig urð- um að koma vig á hverjum bæ til þess fá hressingu. Það gekk bátur milli lands og Eyja og þegar skjökt- báturinn kom upp í fjöruna, var þar fyrir fjöldi manns og vildu allir komast í bátinn. Magnús sagði við okkur Stefán Stefánsson, ag við skyldum reyna að komast með bátn- um í fyrstu ferðinni. Þeir hinir ætl- uðu svo ag reyna að komast næst Þegar ólag reið yfir bátinn J fjör- unni, stökk ég til og hjálpaði körl- unum við að halda honum, en setti pokann minn upp í hann um leið. Ég varð blautur upp í mitti við þetta og þegar lagið kom og ég ætlaði að stökkva upp í bátinn, komu karl- arnir úr sveitunum í kring ag og bönnuðu mér að fara upp í, sögðust eiga meiri rétt á því en ég. „Ég fer upp í bátinn", sagði ég. „Þið getið tekið mig burt með valdi, en öðru- vísi fer ég ekki. Ég á langt heim og er orðinn blautur". Ég fór upp í bátinn og svo komu hinir, sem með mér voru í næstu ferð skjöktbátsins, og það var sú síðasta. En svo var atgangurinn mikill og harðsótt, að komast í báti.nn, að Magnús varð að hanga aftan í honum út á leguna til þess að komast með. — Þegar við komum til Vestmannaeyja, var frakkinn minn svo frosinn, að það varð ag skera af honum tölurnar svo ag ég kæmist úr honum. — Ég var í Vestmannaeyjum um veturinn og beitti og fékk 300 krónur fyrir allt tímabilið. — Hvenær fórstu í fyrsta skipti í verið? — Þag var 1917, — fóruim gang- andi austan úr Skaftafellssýslu nokkr ir saman í snjóbyl og illri færð og vorufm tæpa viku á leiðinni til Reykjavlkur og fórum svo þaðan með bát til Sandgerðis. Ég hafði ráðið mig á bæ á Stafnesi, sem hét Bali. Kom þangað labbandi með pokann minn að áliðnum degi og hitti bónd- ann, sem fór ag ræða við mig um væntanlega vist og spyrja hvað ég kynni til sjómennsku. Ég var sveita- maður og- sagði satt, að ég kynni ekki neitt. — „Þú kannt þó alltaf áralagið", sagði hann þá. Nei, ég sagðist varla kunna það. Þá sagði hann, að maðurinn, sem hefði ráðið mig, hefði sagt, að ég kynni áralag- ið og hann hefði þá verið svikinn á mér. Svo fór hann fram í eldhús og ég heyrði að hann var að tala um, hvag hann hefði orðið fyrir miklu ó'happi — að vera svikinn á mér — — Ég varð öskureiður, þegar ég heyrði þetta, því að ekki vantaði frekjuna og sagði, þegar hann kom fram: að ég hefði aldrei beðið einn eða neinn ag svíkja mig út. og væri bara farinn. — „Þú bíður þó alltaf eftir kaffinu", sagði bóndinn. — „Drekktu þitt kaffi sjálfur", sagði ég og með það var ég farinn. Hermdi eftir stromphljéfiimi Ég settist á sjávarbakkann og fór ag hugsa ráð mitt og fannst mínum máluim heldur illa komið, og sá eftir að hafa látið reiðina hlaupa með anig í gönur. — Þá kemur maður gangandi, mikill á velli og snagg- aralegur og fer að spyrja mig um rnína hagi. Ég segi honum eins og var: „Fékkstu nokkrar góðgerðir?“, spyr hann. — „Nei, ég sagði honum, að hann gæti drukkið sitt kaffi sjálfur“. — „Helviti var það gott hjá þér“ sagði hann þá og hló mik- inn. „Það er bezt, að þú komir heim með mér og fáir kaffi. Það er ekki að orðlengja það, að hann réð mig á bát, sem hann var formaður á, fyrir hlut. Og það kom upp úr kafinu, að hann og bóndinn, sem ég hafði ver- ið ráðinn hjá í fyrstu, voru hálf- bræður! Og í hvert ski.pti, sem bóndinn á Bala var nálægur, hældi hann mér á hvert reipi og sagðist fá fyrir mig fullan hlut, en auðvitað gerði hann þetta af tómum prakk- Framhald á 141. síðu. 126 T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.