Tíminn Sunnudagsblað - 24.02.1963, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 24.02.1963, Blaðsíða 3
í þessu kvæði, sem víða annars staðar, kemur fram aðdáun Sandsbóndans á virðingarverðri forsjálni. Fyr- irlitning hans á amlóðahætti er rótgróin: Stutta sum- armánuði vinnur vesöl mús linnulaust við að flytja í bæl; sitt björg tii að moða úr um löng og köld vetrar- dægur. Þag eru hyggindi, sem : hag koma. En kæru- laus mannskepna, sem sóar tíma, sólskinsdegi og njólu, má, að dómi skáldsins, blygðast sín gagnvart dýrinu, sem gegnir frumstæðri eðlishvöt til sjálfsbjargar. Það reynist oft langt að þreyja þorrann og góuna, lífsþráin hírist í þrautabeyglum, unz blær í bláum klæð- um kemur með bata. Áður en batinn kemur, hljóta margir aldurtila á klakanum. Álftafellir lýsir slíkum harmleik: Vont er 1 efni. Á vetri mikill snúður; vanmátta þeir, sem eiga við hann tafl. Þrætugjarn bylur þrasar hátt við rúður, þrengir að lindum brúnamikill skafl. Stendur á öndu stórhríð, birg af þjósti, stundum, en herðir þess á milli för. Skepnum og mönnum skeikur er í hrjósti. Skjálfrödduð bylgja hvelfist yfir vör. Sverfur að álft, í vök á hún að verjast, vílar þó ekki, horfir fram i gráð. Þeim, sem í stórhríð þurfa úti að berjast, þú mættir sýna linkind, himins náð. Hvað vann til saka hvítra fjaðra prýðin? Hljómhviður svana breyta vöku í draum. Fljótt mundi guggna fjandsamlega liríðin, forvörður spörva ef drægi álfta taum. Svönum á þorra oft er váieg vaka. Veðrátta býður stundum Iítil grið. Sextíu vissi ég sitja á berum klaka sóiarhrings-lotu, — er hafis þakti mið. Náttúra þyrmir nauðug því, sem fæðist, nektinni lítil klæði og gisin fær, samvizkulaus í sínu starfi læðist — seigdrepur, til að eta hvau sem nær. Vaikyrjur forðum viku í hömum svana, víðförlar mjög, í sólskins-alfu ver. Álftunum vorum bregður nú til bana: bringan við skör á góu frosin er. Því viltu ei, Guð, frá þínurn himni anda þeyvindi, er gerði rýmri krappa vök, hasta á gadd og hríðurn norður banda, hafa á sólbráð, laukrétt snilldartök? Þýtur í skjá, og lievrist inn til hviku, hávært er mjög við ströndu boðaskraf. Sói fyrir handan syrjulita bliku sveigir til rekkju niður í krapað haf. Byrginn þó löngum byði ég hörðum straumi, bljúgur í leyni krýp við nætur hné; liálfkveðna vísu heyri oft í drauini. Hulinsöfl svefnsins láta smátt í té. Haltrandi von og hnotgjarn trúarefi hafa á vörum reikul bænarorð. Óráðnum gátum áttavilltur sefi andspænis Grímu varpar fyrir borð. Liggur við stórt, að lóni sundur ísa, lífi, er fram á hungurdauða sér. Oddviti hæða ætti nú að vísa andríkri hláku leið í svana-ver. í Sumarpáskum 1916 er brugðiö upp mynd af norn- um, sem sitja í vefstóli, þreifa um þræði og þeyta skyttur, svo að hagl og drífa hrynja úr hafaldi. Landið lóar af lognmollu. Hjarnkiistallar hrinda af sér ást- leitni árdagssólar — en hlust bóndans hungrar eftir hlákunið og innfallin augu eftir sólbráð. Snotur snar- fætla hleypur um hlaðvarpa, þakklát mjölgjafanum, sem stendur á þröskuldi í bæjardyrum og hvarflar aug- um út í buskann. Bóndinn á það bein í nefi að deila á drottinn: Sjái sína hjörð sundurdreifða sá, er setti á svaðil-vetur svan og sólskríkju, sveltir þau, hrekur hreindýr um hlélausan gadd. Svo snýr hann sér að máttarvaldinu, ávarpar það, án þrælslegrar auðmýktar, getur ekki trúað, að þungum steini verði varpað að vanburða manni, beygðum bú- anda, er gengur hart að heyverki, með bakverk og harðsperrur, á hverju sumri til þess að vera viðbúinn 'ð mæta hörðum vetri. Það er þung raun, ekki sízt búandi ómegðarmanni, þegar heygarðar eru hroðnir og hlöður nærri tómar, að hlusta á kall kúa og kvein í ám. Og sjá ungviði að- þrengd. Búsmalanum bjargar engin vonlygi, — sólin er í úlfakreppu, lémagna skin hennar logar á lognfönn- 'im. Hríðarbakkinn hækkar í hafinu. Sandsbóndinn vakti veðurnótt og bað. Hann bað al- föður um bata. En á sumarpáskum herma hélurósir synjunarsvar. — Síðari hluta 19. aldar gekk óskaplegur harðindakafli yfir landið, fannkyngi og frosthörkur. Stórhríðar geis- uðu dægrum saman. Hafísbreiður þrengdu sér upp að ströndinni, fylltu firði, víkur og voga. Var víða þröngt fyrir dyrum, meðan stóð á hernámi hvítserkjanna úr Dumbshafi. Kalt hefur himinninn andað norður á Sandi, er ísinn þakti allan Skjálfandaflóa. Á þessum árum var Guðmundur Friðj'ónsson að vaxa ir grasi, óharðnaður unglingur Hafþökin urðu honum ninnisstæð. Nokkur þjóðskáld okkar höfðu ort um hafísinn, þann v'oðaskelmi, hinn forna fjanda iandsins, Og þau ortu vel. Skáldbóndinn á Sandi hikaði lengi við að hasla sér völl til að kynna Svalvoga-Hvíting í höll Braga, — vildi ógjarnan verða eftirbátur. Þó kemur þar, að hann kvaddi sér hljóðs: yrkir kvæðið Hafþök og heldur velli í samkeppninni við skáldbræðurna. Enda stóð hann ágætlega að vígi, hafði verið þáttlakandi í baráttunni. Skáldið hélt, að þetta væri bezta kvæðj sitt, afar- heilabrot í það lögð, hvert orð hmtmiðað. Um það mat verða vafalaust skiptar skoðanir, hitt aldrei ágreinings- atriði, og það er mergur málsins, að Hafþök er kyngi- mögnuð frásögn, sérkennileg og sjálfstæð, eins og öll listsköpun, sem lofar meistarann. Andlegt afburðaverk, ekki aðeins unnið með heilanum, heldur einnig hjart- anum — mun sá þátturinn sízt ómerkari. Grálynd stórhríð fer grenjand' um hafflötinn, svo að fasmikil bára geiflar á saltinu. Svarkurinn gerir Framhald á bls. 190. T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 171

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.