Tíminn Sunnudagsblað - 24.02.1963, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 24.02.1963, Blaðsíða 6
„Það sver ég, Guðrún Jónsdóttir, og segi guSi almáttugum og þessum rétti . . ." hún þcirra orSa, sem hún átti að hafa látig falla á Hjaltabakka, en kona sú, sem hún talaði þá við, var látin, svo að ekki varð stuðzt við hennar sögn. Að lofcum lét sýslumaður Guðrúnu gömlu vinna svolátandi eið að fram- burði sínum: „Það sver ég, Guðrún Jónsdóttir, og segi það guði almáttugum og þess- um rétti, að ég hef allt það vitnað, sem ég hef vitað um það, sem ég hef verið að spurð í fyrirhafandi sök og engu þar af vísvitandi leynt, svo sannarlega hjálpi mér guð og hans heilaga orð“. Var Guðrún gamla svo báglega á sig komin, að Jón Espólín varð að kveðja til menn til þess að lyfta fatl- aðri hendi hennar, á, meðan hún tuldraði eiðstafinn hlöktandi rómi fyrir munni sér að fyrirsögn sýslu- manns. XXXIX. Það gerðist eitt sinn, er Þorvaldur var yfirheyrður, að hann dró upp vottorð frá sóknarpresti sínum, séra Halldóri Ámundasyni á Melstað, og var honum þar borin allvel sagan. Hugðist Þorvaldur leggja þetta fram sem réttarskjal, sér til málsbóta. Jón Espólín brást reiður við, því að hon- um þótti óviðurkvæmilegt af presti að leggja sakborningi í hendur slíkt gagn að óloknum málum. Ekki bætti heldur úr skák, að spurzt hafði einnig eftir séra Hall- dóri, að hann læ.gi séra Einari á Hjaltabakka á hálsi fyrir að hafa gert uppskátt um beinafundinn við Blönduós og orðið með því upphafs- maður gífurlegs málareksturs, sem setti hálfa sýsluna á annan endann. Kunni Sæmundur í Bjarghúsum af því að segja. „Máske einhver hafi fundið bein áður og farið ekki svo hátt með“, var haft eftir séra Halldóri. Þegar Jón Espólín fór að grafast fyrir um það, að hverju Melstaðar- prestur hefði stefnt með þessum orð- um, kom á daginn, að beinafundir voru ekki nýlunda á Hjaltabakka. í tíð séra Rafns rauða höfðu, lærleggir fundizt einhvers staðar úti með sjón- urn, og lágu tveir lengi í kirkju á Hjaltabakka, og seinna hafði haus- kúpa fundizt á svipuðum slóðum. Hannes i Sauðanesi kunni gerla að segja frá beim fundi. Séra Halldór Ámundason var prest- ur á Hjaltabakka, þegar þetta gerð- ist, og hafði hann fengið Hannes til þess að rífa gyrði úr spýtum, sem borizt höfðu að landi með ís. Ámundi, sonur prests, kom heim með nokkr- um asa, hljóp til föður síns og sagð- ist hafa fundið bein. „Eg held það sé kúpa úr manni — ég sá það hérna út frá“, sagði hann. Þegar þetta v.ar fram komið, afréð Jón Espólin að kanna betur staðinn, þar sem bein þau, sem málið spratt af, höfðu fundizt. Reið hann inn að Blönduósi við tólfta mann. Voru í föruneyti hans hinir helztu bændur á þessum slóðum, auk nokkurra manna annarra, sem slógust í hópinn. Er af þeim nafngreindur Jón Jóns- son Bergsteð, heimamaður Jóns sýslu manns á Reykjum, sem stefnt hafði verið til vitnisburðar. Þegar hópur- inn var að spígspora um hnjótana við dysina, sá Jón Bergsteð grjótlag af- langt í lægð norðan undir sgndþúfu, svo sem hálfan þriðja faðm frá hin- um upphaflega fundarstað. Var grafið þar til, og fundust þar þá fleiri bein, svo sem álnardjúpt í jörðu. Voru þetta tveir lærleggir, faeiliegt mjaðm- arbein og brot úr öðru, tveir fótlegg- ir, sem voru enn ellilegri en hin bein- in, og nokkur smábein. Voru leggjar- beinin nokkru nær hailanum en hin beinin. Jón Espólín mældi lærleggina. Reyndust þeir ei fullir sextán þuml- ungar danskir að viðlögðum kvarða á köstin, en seytján, ef hvilftin var einnig mæld. Á styttri veginn voru þeir faálfur sextándi þumlungur, þeg- ar kvarði var borinn við. Mönnum mun hafa borið saman um það, að þessi bein öll væru helzt til fornleg til þess, að þau gætu verið frá fyrstu árum aldarinnar. Hitt þótti samt meiri tíðindum sæta, að úr dys- inni komu bein fleiri manna en eins, og var í rauninni með því kollvarpað þeirri trú, að það faefðu verið bein Knúts Herlufs Petersens, er fundust Framhald á bls. 190. 174 TlHlNN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.