Tíminn Sunnudagsblað - 24.02.1963, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 24.02.1963, Blaðsíða 7
Síðari hluti Sigurður Ólason, lögfræðingur: Hvað gerðist á Baulárvöllum? IV. ÉG hafði í greinarkorni Tiér í næst- síðasta sunnudagsblaði rætt nokkuð um Baulárvelli á Snæfeilsnesi, sögu þeirra og óhugnanleg örlög, er bæjar- húsin á þessu afskekkta fjallabýli voru brotin niður með ókennilegum hætti, á öndverð'ri síðustu öld. En hvað er um sanngildi þeirra frásagn- ar? Hvað var her raunverulega á ferð- um. Og hvemig hefur býli þessu reitt af? Ýmsum mun sjálfsagt þykja sagan um „Baulárvallaundrin“ fremur ótrú- leg, og enn eru aðrir, sem þykjast þess umkomnir, að stimpla hana sem hreina lygisögu, hjátrú og hindur- vitni. En varlega skyldu menn samt fullyrða slíkt. Eg held varla, að það verði vefengt með nokkrum gildum rökum, að atburðir þessir hafi raun- verulega skeð, þótt einhverju geti skeikað um smærri atriði. Aldrei heyrði ég í mínu ungdæmi, að fólk þar í byggðarlagi drægi á nokkurn hátt í efa, að húsbrotin á Baulárvöll- um hafi í raun og veru átt sér stað. Fjöldi fólks í þann tíð hafði á sín- um yngri árum þekkt eða heyrt frá- sagnir eldri manna á þeim tíma, sem mundu um atburðina, eða höfðu jafn vel verið vitni að þeim eða verksum- merkjum þeirra. Sjálfur heyrði ég t.d. gamlan mann, merkan og skil- ríkan, Kristján á Ytra-Lágafelli, segja frá þeim, en faðir hans var einn þeirra, sem tilkvaddir voru á vett- vang daginn eftir og hjálpuðu til við endurbygging bæjarhúsanna. Frá- sagnir beggja prestanna, sr. Árna í „Eilífðarverum" og sr. Lárusar í þjóð sögum Ólafs Davíðssonar, eru byggð- ar á tilgreindum heimildum, nánast samtímis atburðunum sjálfum, svo að þar getur varla farið neitt veru- legt milli mála. Einnig minnist Helgi Hjörvar á Baulárvallaundrin í hinni ágætu héraðslýsingu sinni í Árbók Ferðafélagsins 1931. Engu málsmet- andi fólki þar um slóðir datt í hug að vefengja, að undur þessi hafi gerzt, og býst ég þó varla við, að fólk í þessu byggðarlagi hafi verið trúgjarn ara eða hjátrúarfyllra en almennt gerðist í landinu á þeim tímum. Vit- anlega fá slíkar sögur oft á sig reyf- arakenndan blæ, er frá líður, en þar fyrir er engin ástæða til þess að rengja þessa frásögn, að meginefni til. „Trúið aldrei rengingamanninum", sagði sr. Árni, því að rengingamaður- inn hefði að öðru jöfnu minna á að byggja en frásagnarmaðurinn. Fljótt á litið gæti frásögn þessi þó sýnzt tortryggileg, að því leyti, að hennar finnst hvergi getið í skrifuð- um eða prentuðum heimildum frá þeim tímum. Reyndar færi það nokk- uð eftir ártali eða tímasetning at- burðanna, hvað lagt verður upp úr þessu atriði: Guðlaugur Jónsson seg- ir þá hafa gerzt að líkindum vetur- inn 1838—39, en Kristján Elíasson telur, að þeir hljóti að hafa gerzt all- löngu síðar, 1848 eða þar um, og sama kemur fram hjá sr. Lárusi Halldórs- syni. Eg trevsti mér ekki til þess að dæma um, hvor hefur á réttara að standa, en einhvem veginn finnst mér þó í fljótu bragði, að fyrri ártöl- in komi betur heim. Að' minnsta kosti væri það með uokkrum ólíkindum, að svo sérstæðra atburða hefði ekki ver- ið að einhverju getið í „fréttablöðum" þeim, sem þá voru farin að koma út í landinu, (Þjóðólfur o.fl.), — og því næst t.d. í Annál 19. aldar, — ef þeir hefðu gerzt skömmu fyrir 1850, en hins vegar þyrfti þetta ekki að vera tortryggilegt, ef t.d. er gengið út frá árunum 1838—39 eða þar um. Þegar þess er gætt, að konan flýði til byggða niður að Hrísdal, þá hefur bærinn (Dal)hvammur á Dufgusdal væntan lega .enn ekki verið kominn í ábúð, en þangað er miklum mun skenrwnra frá Baulárvöllum heldur en niður í hreppa, og hefði konan að sjálfsögðu flúið þangað, ef þar hefði verið at- hvarfs að leita á þeirri tíð. En þar sem Hvammur byggist fyrst nálægt miðri öldinni, liafa Baulárvallaundrin þá að líkindum orðið fyrir þann tíma. — Hugsanlega eiga eftir að koma I leitirnar einhver gögn, sem upplýsa þessi og fleiri atriði nánar, t.d. skoð- unargerð hreppstjóra eftir bæjar- brotið. Ef til vill er óvarlegt að miða atburði þessa við ábúðartíma Jóns „Sundmanns", sem sr. Árni tilgrein- ir, því að vel geta nöfn hafa skolazt til, t.d. ef tveir ábúendur hafa heitið Jóns nafni. Að sjálfsögðu verður að taka frásagnirnar um Baulárvallaundr in með nokkurri varúð, um þess kon- ar minni háttar atriði, enda þótt hitt megi hafa fyrir satt, að atburðirnir hafi raunveruiega gerzt og frásagn- irnar séu i öllum höfuðdráttum rétt- ar og sannleikanum samkvæmar. V. En hvað var svo þetta, sem þarna gerðist, hvaða öfl voru að verki, hvað var á seyði? Oft heyrðum við ungl- ingarnir á tal eldra fólksins um þessa dularfullu atþurði og fleiri af slíku tagi þar í byggðarlagi. Auðvitað höfðu menn sitthvað til mála að leggja og ýmsar skýringar og tilgátur fram að færa. Ýmist vildu menn skýra atburð- ina út frá eðlilegum og náttúrlegum forsendum eða þá liins vegar, ef allt um þraut, út frá einhvers konar yfir- náttúrlegum forsendum, þar sem skýr inganna á þessum fyrirbærum kynni að vera að leita utan hins takmark- aða sviðs mannlegrar þekkingar og skilnings. Það, sem mönnum kom helzt til hugar, var, að konan hefði e.t.v. sjálf brotið niður bæinn, að um hafi ver- ið að ræða jarðhræringar, hvirfil- storm, lausa stórgripi á ferð, jafnvel bjarndýr og svo framvegis. Hins veg- ar var þess og til getið, að skrímsli Vlð Baulárvallavatn á sumardegl. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 175

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.