Tíminn Sunnudagsblað - 24.02.1963, Side 9

Tíminn Sunnudagsblað - 24.02.1963, Side 9
— Það sagði ein'hver, að skákin hefði heila, en ekki hjarta. — Skákin flytur engan boð'skap, og hún hefur ekkert, sem heitir siðferð- istilfinning, það er rétt. En hún er skapandi máttur, ekki stærðfræði- þraut, heldur tjáning skákmannsins. Maður fær útrás fyrir tilfinningar og hvatir, sem búa með manni, og persónuleiki skákmannsins speglast í stíl hans, þótt hann sé stundum það gagnstæða við, sem maður annars álítur hann vera: — það, sem maður leynir í lífinu, kemur kannski fram á skákiborðinu. — Reyna skákmenn stundum að hafa truflandi áhrif hver á annan? — Það eru yfirleitt ekki nema ein- hverjir smápollar, sem gera það. Með því að revna að trufla andstæðinginn utan vig skákborðið gefur maður nefnilega höggfæri á sér og lætur í Ijós, að maður geti ekki unnið skák- ina með eðUlegum hætti, og það er hætt við, að maður vilji gleyma því, sem fram fer á borðinu, ef mað- ur jafnframt er að reyna að trufla mótherjann. — En náttúrlega geta skákmenn haft truflandi áhrif hver á annan ósjálfrátt. Það kvarta til dæmis inargir undan Tal. Hann á 'það til að gjóa aUt í einu á mann augunum, eins og hann sé ag lesa hugsanir manns. Og þegar hann á ekki leikinn, gengur hann fram og aftur við borðið eins og ljón í búri. Hann gerir þetta ekki af ásettu ráði, er bara svona bundinn við borðið, að hann getur ekki slitig sig frá því. — En geta áhorfendur ekki haft truflandi áhrif? — Þeir verða bara að andlitslausri þúst fyrir augunum á manni. Ég sá stöku sinnum andlit í þústinni hér áður fyrr, eins og til dæmis í einvíg- inu við Larsen. Þá sá ég einstaka von- dauft andlit, og það var auðséð á þessum andlitum, að eigendur þeirra liðu miklu meira en maður sjálfur, og um leið varð mér ljóst, að þar kom meira til en skákin sjálf. — Það var aö minnsta kosti óspart um ykkur Larsen, og sumir sögðu, að þið væruð örgustu óvinir. — Það var að minnsta kosti óspart reynt að gera okkur að óvinum. — Hérna heima féll líka fólki illa við ýmis ummæli, sem hann lét hafa eft- ir sér í dönskum blöðum, svo sem að hann ætlaði að sækja titilinn í ís- skápinn og annað því líkt. Danir sjálfir tóku þetta ekki alvarlega, en höfðu gaman af þessu. Annars eru þeir allra manna harðastir að gagn- rýna sína menn, ef illa gengur. — Finnst þér þú vera að tefla JÁ, ÉG KOMST EKKIHJÁ ÞVÍ — FÓLK var alltaf að spyrja mig, hvort ég hefði lesið þessa sögu hans Stefans Zweig. Ég varð að geta sagt já. — Hefurðu nokkurn tíma kynnzt skákmeistara, sem er jafnmikill hálf- viti og skákmeistarinn í sögunni? — Nei, og það er mjög hæpið, að góður skákmaður geti verið hálfviti að öðru levti. Þó ekki væri nema fyr- ir það eitt, að maður verður alltaf að haga taflmennsku sinni í samræmi við taflmennsku mótherjans, og það getur enginn gert, sem etoki hefur al- menna greind. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 177

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.