Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 24.02.1963, Qupperneq 13

Tíminn Sunnudagsblað - 24.02.1963, Qupperneq 13
Tvær myndir af Marteini Meulenberg Hólabiskupi i embættisskrúSa. Magyari — af hinni fornu, ungversku konungsætt, Arpad. Heilög Kirkja vildi votta minningu Stefáns konungs virðingu sína og u;n leið heiðra hina geysitrúræknu ung- versku þjóð. Ákvað því Píus XI. páfi að halda allsherjarkirkjufund í Búdapest á ártíð Stefáns konungs og hvatti menn til pílagrímsfarar í Ungverjaland — hvaðan sem þeir voru úr heiminum. Slíkir kirkjufundir eru alltaf haldn- ir annað slagið hér og þar um allan heim til dýrðar hinu Allrahelgasta altarissakramenti, og kallast Evcar- istisk Congress. — Nú stóð til, að um þrjátíu Norðurlandabúar legðu upp saman frá Kaupmannahöfn og héldu í hóp yfir Þýzkaland og Auslur- ríki — áleiðis til Ungverjalands Taldi biskup sjálfsagt að íslenzkur pílagrímur slægist þar með í för. Þeg- ar öll plögg voru komin í lag, Kvaddi ég biskup, sem áminnti mig um að hafa fast í huga Drottin og hans heilögu, hafandi fyrir augum dýrleg fordæmi göfugra forfeðra, sem 'étu hvorki höf stór, reyfara né pestir í útlöndum aftra sér frá tilkomu í helga staði og torsótta, hvar af menn hljóta umbun og trúarstyrking. Festi ég mér orð biskups dyggi- lega i minni, tók mér far með „Drottningunni" til Danmerkur, heit- andi ákaft til samfylgdar á hinn blessaða Þorlák biskup, hinn helga Ólaf konung og'hinn sæla Antoníus frá Padúa. Frá Immaculötu nunnu Þegar til Kaupmannahafnar kom. tók ég gistingu að boði St. Jósefs- systra á spítala þeirra í Griffenfelds- gade. Þar var mér visað til rúms i einni sjúkrastofunni í umsjá þeirrar nunnu er Immaculata hét. Hún var þýzk, nokkuð við aldur og skörung- ur mikill. Siðan hélt ég á fund fararstjóra þess, er Meaulenberg biskup hafði til vísað. Sagði þá fararstjórmn, að nú væri illt í efni fyrir pílagríma. Svo var mál með vexti, að Hitler var þá ein- valdur Þýzkalands og af mörgum talinn voldugasti maður heims. Mússólíni var þá einræðisherra a Ítalíu, hávaðamaður mikill ; pólitík. Var með þeim Hitler og Mússólini vinátta allkær. Píus XI. páfi rikti i Vatíkani. Hann hafði samið við Mússólíni um endurreisn kirkjurík- isins og árið 1929 var Vatíkanríkið stofnað. Var því nokkurn veginn sæmilegt með þeim páfa og Mússó- líni. Pacelli kardínáli var æðsti ráðgjafi páfa. Hann varð seinna Píus XII Pacelli hafði verið páfalegur sendi- herra í Þýzkalandi Hitlers. Þar hafði hann látið uppi vanþóknun sína full komna á stefnu nazismans. Hitler þoldi illa andmæli, og sendi jafnvel flugumenn til höfuðs Pacelli karöí nála. Ruddust þeir inn í sendiráð Vatíkansins í Þriðja rikinu, og ógn T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 181

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.