Tíminn Sunnudagsblað - 24.02.1963, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 24.02.1963, Blaðsíða 18
Kirkjan stendur á sandi með hnappagullið á. Það er hún jómfrú Máría, sem þetta húsið á. — Þá er og ævaforn reynsia mann- kynsins af mætti samstillingai'innar, þar sem söfnuður lyftir hugum í ein- ing. Kirkjufundurinn í Búdapest var einmitt af því taginu. Þangað sóttu 'margir menn frá ýmsum heimshom- um til styrkingar einhug og bróður- þeh með börnum Heilagrar Kirkju. Á morgun átti þessi sæla samkoma að hefjast, undir forystu hins mikla dýrðarmanns og máttuga guðsvinar, Pacelli kardínála — en hér situr píla- grímurinn frá íslandi, sem ein aum eftirlegukind, farandi á mis við þessa miklu stund. Mér fór að gerast þungt í sinni. Ætli þessi langa og dýra ferg verði nú til einskis annars en venjulegs ævintýraflakks óreyndra ferðalanga. Átti mér þá ekki að auðnast að fá agnarögn af þeirri andlegu auðlegð, sem forfeðrum vorum féll í skaut í þeirra mannhættuferðum um dökka dali og djúpa í myrkviðum Evrópu til forna. — Undrið mikla að skynja og sjá, — hina heitu hrifningu stórra stunda Ég fór að snökta í vonleysi. Þá skyndilega fylltist loftið af dun- andi klukknahljómi — sefandi og fagnaðarríkum. Ég gekk á hljóðið og kom loks að gotneskri kirkju svo fornri, ag vel hefðu þau mæðgin, Grur.dar Helga og Björn Jórsalafari, getað hafa þar komið og hlýtt helg- um tíðum. Klukkur Drottins kalla. Heilaga Móðir, helgi þín heimti til sín alla. Svo kvað Stefán-írá Hvítadal, sá maður, er sungið hefur Guðsmóður fegurst lof á fslandi. síðan síra Ein- ar í Eydölum leið Fólkið streymdi ínn í kirkjuna, karlar og konur, börn og gamalmenni. Jlér var að hefjast Maíandakt til veg- semdar Móður Drottins. Hig forna guðshús fylltist þrumandi organ- slætti, svo að gólfið virtist titra und- ir fótum eins og jörð í nánd við fall- andi fossa. Hinn mikli kór blasti við. Þar ljóm- uðu ótal ljósaraðir, en skript Guðs- móður skein yfir altari, með soninn á armi — eins og Guðs þanki, hrein og skær. Kennimaður steig fram, skrýddur kantarakápu. Söngmeyjar gullu skær- um bjölluhljómi. Söfnuðurinn kraup í langri lotningarþögn. Klerkur hóf upp hinn mikla leyndardóm Heilagr- ar Kirkju: Drottins líkama í sýnis- keri. I I HALLDÖR STEI ANSSON: I | u I HÓMER • ÍSLENDINGA Á síðari helmingi 19. aldar flakkaði um Austurland um- renningur, sem nefndi sig Hóm- renningur, sem nefndi sig Kóm- er íslendmga. Hann hét Halldór Þorkelsson, en var almennt nefndur Halldór Hómer. Hann hafði fengið það sjálfsálit, að hann væri skáld og listamaður á borð við Hómer hinn gríska. Taldi hann það „köllun“ sína (sem nú er svo fagurlega orð- að) að „helga“ sig list sinni og láta aðra fá að njóta henn- ar. Líkamlega vinnu taldi hann sér ekki samboðna. í krafti þessa sjalfsálits fór hann um byggðir sem leiktrúður og lista- maður, sem nú er orðinn siður listamanna. Fyrir framfæri sínu og fjárþörfum vann hann með því að taka gjald fyrir leiksýn- ingar sínar. Hann má teljast brautryðjandi hér á landi í því að ‘erðast um byggðir og ból með leiksýningar. Leik- þættina samdi hann sjálfur. Leiksviðig var ýmist baðstofa heimilisins eða gestastofa. Leik- sýningarnar voru oftast prests- verk einhvers konar (nema jarð arfarir) með ýmsum kringilát- um til uppfyllingar. Leikbún- ingurinn við prestsverk var kvenpils niður um herðarnar og tekin á það aukaklauf fyrir annan nandlegginn. Við aðrar sýningar var búningurinn lafa- frakki. Aðra leikþætti upplífg- aði hann með ýnws konar lát- bragðslist, sem leikara er siður, og ýmsum kringilátum. Auk prestsverkanna var efni þátt- anna ýmist barnagælur, brúð- hjónaminni, eða heimspekileg- ar vangaveltur og enn fleira. Sumir leikþættir hans voru Ijóð mæli sem jafna má vig atom- Ijððin svokölluðu. Var Hómer einnig forgöngumaður á því sviði og á undan sinni samtíð. Halldór Hómer taldi sig til „heldri rnanna" og eins vildi hann, ag aðrir gerðu. Búningur hans var tíðast lafafrakki, stund um tveir hver utan yfir öðrum. Hann var nettvaxinn og smá- íelldur að ásýnd. Kurteis í fram komu og mjúkmáll, en upp- stökkur, ef honum þótti sér mis- boðið. Sköllóttur var hann á efri árum og taldi sér það til virðingarauka. Sjálfsiýsing Halldórs og sjálfsálit kemur fram í þessum stefbrotum: Strýkur skallann einatt á — út af presta kyni Halldór kallinn heita má Hómer fslendinga. Ekkert hljóð heyrðist undir hvelf- ingum hins mikla húss. — Pílagrím- urinn frá íslandi gleymdi sjálfum sér: Lífig allt sem ofbirta, hvorki til tími né rúm. Sólarbirtan brauzt um steinda glugga og rann saman við hið mjúka skin vaxljósanna. — Hirð himnakon- ungsins, postular, játendur og helgar meyjar, svifu inn í þessa undrabirtu, óskýrðust og hurfu. — Sálin varð eft- ir ein — frammi fyrir hinu ósegjan- lega, í djúpri kyrrð, undursamleg- um friði. — Ymur organsins fyllti sálirnar fró; hjartatónar, hulinsómar. Söfnuðurinn tók að syngja lofsöng til dýrðar Drottni og hans Heilögu Móður. Það var líkt og hugir allra lyftust í einn voldugan hljóm; biðjandi, lofsyngj- andi draummann hjartans — Guð, sem gerðist maður. Pílagrímurinn frá íslandi grét sæl- um tárum, snortinn andblæ eilífðar- innar. Þeim, sem halda Sunnu- dagsblaðinu saman, skal benf á, að örðugt getur veriö a$ fylla í sköröin eftir á 186 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAD

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.