Tíminn Sunnudagsblað - 24.02.1963, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 24.02.1963, Blaðsíða 19
Farkostur ráðsmannsins Séra Þórarinn Böðvarsson var prestur í Vatnsfirði frarnan af ævi, og var þar hjá honum ráðsmaður, sem hét Gunnar, fljóthuga nokkuð. Það henti Gunnar, er hann var við heyskap í Borgarey, að hann gekk svo illa frá báti sínum, að hann flaut frá landi. Þetta vitnaðist heima á staðnum, og voru séra Þórarni sögð tíðindin. „Skyldi nú Gunnar minn ætla að koma í land athuganum?" sagði þá prestur. Hrapalieg lending Karl nokkur var við sjóróðra á Fjallaskaga við Dýrafjörð, og voru tveir unglingar hásetar á kænu hans. Ekki höfðu menn þá annað sér til hressingar á sjóinn en blöndukút. Dag nokkurn settu þeir bátsverjar í væna lúðu. Kvika var allmikil, er karl kom að landi, og reið á henni ólag í lendingu, svo að henni sló með flötu uppi í mölina. Karl stökk sjálf- ur upp í flæðarmálið, en kænan velt- ist í sjónum, og gerðist nú margt samtímis. Stóð karl agndofa og hróp aði upp yfir sig: „Ó, maður — þar fór lúðan — þar fór blöndukúturinn — já, og þar fóru strákarnir“. Eftir litlu aS slægjast Séra Stefán Stephensen í Hölti þjónaði um skeið Stað í Súgandafirði. Þá bjó í Botni maður, sem hét Sig- urður og þótti ekki kirkjurækinn á vísu þeirrar tíðar. Messudag einn á Stag átti Sigurð- ur erindi út í sveit og hlýddi þá messu hjá séra Stefáni. Þegar úti var guðsþjónustan, gekk prestur til Sigurðar og mælti: „Sjaldséður gestur hér, Sigurður minn“. „Ó — já“, svaraði Sigurður. „Það er langt að fara, en lítig að sækja“. Eyfirzk bónorðsför í Stóradal í Eyjafirði bjó fyrir svo sem níutíu árum bóndi sá, er Jó- hannes hét, Bjarnason. Hann átti fjór ar fríðar dætur gjafvaxta, og litu margir til þeirra hýru auga. Dag nokkurn að haustlagi kemur bóndasonur úr nágrenninu að Stóra- dal og heimtar Jóhannes á tal við sig. Er erindi hans að biðja einnar af Stóradalssystrum sér til handa. Jóhannes spurði, hverri þeirra liann hefði hug á, en gesturinn kvað þær sér allar jafnkærar og lézt vilja láta bónda ráða, hverri hann ^eldi hlut- skiptið. Jóhannes sagði þá, að hann gæti ekkj neinni þeirra ráðstafað, því að hann hefði ásett sér, að þær skyldu sjálfar láða gjaforði sínu. — Gestinn setti hljoðan við þassi svör. Eftir. nofckrar vangaveltur spurði hann þó bónda, hvað helzt myndi til ráða, úr því að svo var í pottinn bú- ið. „Þetta er vandalaust“, svaraði Jó- hannes. „Þú bara gengur beint til verks og biður þeirra. Þær eru nú allar innj í eldhúsi, ásamt móður sinni, að sjóða slátur". Biðillinn fór að ráðum bónda og arkaði inn í eldhús. Bað hann þar systranna einnar af annarri, en fékk afsvar hjá þeim öllum. Tók hann því með mesta jafnaðargeði og kvaddi mæðgurnar með kossi, svo sem siður var, þegar hann hafði lokið erindi sínu. Bóndi hafði farið inn í göngln i humátt á eftir gestf sínum, en snar- aðist út á hlað, þegar bónorðunum var lokið. Þegar biðillinn kemur út, víkur hann sér að bónda og spyr, hvort hann sé birgur að tóbaki. Jóhannes lét vel yfir því. Skar hann væna lengju af munntóbakshönk og fékk komumanni, sem varð harla glaður við slíka rausn, svo að varla hefði hann meira gleðibragði úr garði far- ið, þótt einhver systranna hefði ját- azt honum. Sonarsonur kvaddur Guðmundur Þorkelsson á Gamla- Hrauni var að kveðja sonarson sinn, er komið hafffi í orlof til afa síns og ömmu: „Guð fylgi þér, drengur minn, og vertu ekki alltat að biðja fyrir þér“. Lysfilegt hold Séra Magnús Hákonarson í Vík var maður matgefinn og holdugur. Eitt sinn var það í veizlu, að prestur sat við borð gegnt Guðrúnu húsfreyju Þorsteinsdóttur í Eyjarhólum. Var margt gambrað, og kom þar, að prestur braut upp frakkaermi sína, svo að skein í beran framhandlegg- inn, rétti upp höndina og mælti: „Þykir yður þetta ekki lystilegt hold, kona góð?“ „Svo sem önnur fýlafilla", svaraði Guðrún. Vafamál Ólafur Pálsson bjó í Kílakoti í Vopnafirði. Hann var einn hinna kyn- legu kvista á þjóðarmeiðnumy lítt sið fágaður og sagði umbúðalaust það, sem í brjósti bjó, við hvern sem var að ejga. Stundum var hann fylgdarmaður fyrirmanna a ferðalógum. Einu sinni var hann ieiddur til borðs með dönsk um sendimanni Örum og Wulffs, er hann fylgdi milli Vopnafjarðar og Seyðisfjarðar. Daninn veitti því at- hygli, að Ólafur sleikti jafnan hníf sinn, milli þess sem hann fór með hann í smjörkúpuna og veitti honum átölur fyrir sóðaskapinn. Ólafur tók þessar aðfinnslur óstinnt upp. Skaut hann augum á skjálg til Danans og mælti: „Það er ekki víst, ag óhreinni sé munnurinn á mér en kjafturinn á þér“. „Þú skilar reipinu“ Fyrir hálfri annarri öid bjó á Borg í Arnarfirði maður sá, sem nefndur var Páll rauði. Hann var orðiagður fyrir tvennt: Hann var sístelandi alla ævi og hverjum manni frárri á fæti. Dynjandi er næsti bær við Borg, og bjó þar annar Páll, efnaður mað- ur. Er svo sagt, að Páll rauði hafi ósjaldan gert nafna sínum heimsókn ir að næturlagi. í einni slíkri ferð braut Páll rauði upp hjall nafna síns. Tekur hann reip; af bita, leggur á það harðfisk og hákarl og bindur sér vænan bagga. Þegar hann er korr' i út meg feng sinn, kemur nafni hans þar. Páli rauða brá nokkuð, áítar sig þó skjótt, snarar bagganum á bak sér og tekur til fótanna. Nafni hans kallar þá á eftir honum. „Þú skilar mér aftur reipinu — einhvern tíma“. Sjáifsetgnarbónds Séra Björn Þorvaldsson á Stafafelli var hvorki skapdeildarmaður né und ansláttarsamur í kröfum sínum. Fá- tækt var mikil í Lóni um hans daga, og urðu margir, sem lítils máttu sín, að hrökklast burt úr sveitinni fyrir tilverknað hans. Var haft eftir honum sjálfum, að hann hefði flæmt átján sálir burt úr sveitinni. Ein landseti prests hét Steinn og bjó í Bæ. Dag nokkurn var Steinn heima á prestsetrinu og sat í fram- baðstofu hjá vinnufólkinu, en prest- ur var inni í húsi sínu f öðrum enda baðstofunnar. Barmaði Steinn sér mjög og kom þar táli hans, að hann~mælti: „Allir eiga nú betra en ég og einn- eiginn djöfullinn“. Séra Björn heyrði þessi ummæli inn til sín, og þótti honum landseta sínum verða mikil óhæfa á munni. Snaraðist hann fram fyrir, vindur sér snúðugt aff Steini og segir: T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 187

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.