Tíminn Sunnudagsblað - 24.02.1963, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 24.02.1963, Blaðsíða 4
Beinamálið húnvetnska - sjöundi frásöguþáttur XXXVII. Jón Espólín hóíst handa um rann- sókn beinamálsins upp úr miðjum ágústmánuði 1819. Reið hann fyrst vestur að Þingeyrum, og var þar á- kveðið ag þinga á Torfalæk, frekar en leita athvarfs í skemmunni á Tind- um. Hinn fyrsti þingdagur var til- nefndur 23. dagur ágústmánaðar og undinn bráður bugur að því að stefna vitnum. Var Jón þessa daga ýmist á Þingeyrum eða í Víðidalstungu, og fundu menn þag á, ag mikill hugur var í honum ag þrýsta sakborningun- um ttt játningar. Sennilega hefur mörgum blætt í augum, hvílíkar frátafir þeim voru búnar um sláttinn. Eigi að síður flykktist fólk að Torfalæk að morgni þingdagsins. Þorleifur í Stóra-Dal kom þangað með Þorvald og Eggert í Kirkjuhvammi með nafna sinn á Ásbjarnarstöðum. Voru þeir báðir ófjötraðir. En Jón Espólín vildi, að þeir kæmust að raun um það þegar í upphafi, að ekki myndi dælt við sig að kljást. Skipaði hann svo fyrir, ag fangarnir skyldu settir í járn, og nefndi hann síðan til menn, er skyldu standa yfir þeim og máttu ekki frá þeim víkja. Féll það í hlut Hannesar Þorvaldssonar í Sauðanesi að gæta Þorvalds, en Eggert í Kirkjuhvam-mi átti að ábyrgjast nafna sinn. En Hún- vetningar voru tregir ttt þeirrar var- ygðar og hörku, sem Jón Espólín vildi viðhafa, og þótti atferli hans stinga mjög í stúf við venjur sýslu- manns þeirra, Jóns gamla á Reykjum. Gættu varðmennirnir lítt embættis síns, þegar setudómarinn var bund- inn við yfirheyrslur og gat ekki haft auga með þeim. Komst hann þó á snoð'ir um þetta, þegar á daginn leið, og lét þess getið í dómabókinni, að Hannes hefði ekki sinnt fangavörzl- pnni „svo alvarlega sem skyldi“ og leysti hann frá því trúnaðarstarfi meg litlu lofi. Varð sýslumaður að láta sér lynda, aff Þorleifur í Stóra-Dal gætti Þorvalds, þótt hann hefði hlot- ið ámæli fyrir slaklega gæzlu fang- ans heima hjá sér. Þingstörfin hófust með því, ag Jón Espólín lét lesa dóm landsyfirréttar í heynanda hljóði að kröfu Bjöms á Þingeyrum, ásamt öllum þeim snupr- um, sem Jóni á Reykjum höfðu ver- ið voittar fyrir laklega frammistöðu. Þótti vinum hans freklega að honum sneitt með þessu, en hinum, sem ósárt var um það, þótt valdsmaður héraðsins fengi ofanígjöf, var dillað við lesturinn. En allir máttu af þessu ráða, að Jón Espólín myndi ekki láta henda sig ámælisverða linkind. Nú kom í ljós, að sum vitnanna komu ekki á þingstað og færðu til forföil. En dómarinn gerði sér hægt um hönd og kvaddi til hreppstjóra og fyrirmenn ttt þess að gera þessu fólki heimsókn, jafnvel þótt um lang- an veg væri að fara, og áttu þeir að yfirheyra það heima. Nú skyldi eng- an undan bera, er til varð náð. Samt buðust Jóni Espólín vitni, sem hann sinnti ekki. Honum var tjáð, að mað- ur einn, sem talinn var eiga heimtti í Hnappadalssýslu, þættist geta lagt nokkuð til þessara mála. Sá var nefndur Guðmundur goddi. En Jón lét færa það til bókar, að Guðmund- ur væri óráðvandur flækingur og þáði ekki gott boð. Þegar allmörg vitni höfðu verið spurð í þaula, var Þorvaldur leiddur fyrir réttinn. Var honum gert að svara fjörutíu spurningum. En ekki varð uppskeran að sama skapi. Hvamm í Laxárdal lézt hann nú hafa falag fyrir venzlamann sinn, Illuga Árnason í Fjósum, og varð þar eng- um sönnunum við komið, því að 111- ugi var fyrir löngu fallinn frá. Þá gerði hann og nýja og nákvæma grein fyrir því, hvernig hann hafði greitt andvirð'i Gauksmýrar. Hélt hann enn fast við það, að Guðmundur á Stóru- Borg hefði lánað sér fimmtíu dali í seðlum til kaupanna. En þegar hann var kvaddur til, neitaði hann alger- lega að hafa iánað honum meira en tuttugu og tvo eða þrjá dali gegn veði í sextán spesíum, þremur silfur- hnöppum og einni spöng af silfur- belti. Þessu þverneitaði Þorvaldur, og varð hvorugum haggað. XXXVIII. Þegar farið var að yfirheyra vitni tugum saman, kom í ljós, að á kreiki voru magnaðar sögur, sem legið höfðu í láginni, þegar Jón sýslumað- ur á Reykjum hafði rannsókn máls- ins á hendi. Um sumar þeirra er þó nokkurn veginn áreiðanlegt, að þær hafa ekki verið orðnar hljóðbærar þá. Sæmundur í Bjarghúsum minntist þess nú, að eitt sinn hafði mönnum orðið tilrætt um hestakaup og heppni í viðurvist Þorvalds. Gall hann þá við: „Meiri heppni kalla ég það, hver sem fengið hefði níu hundruð spesí- ur á einni nótt og marga þokkabót þar að auki“. En svo var eins og honum þætti slá undarlegri þögn á menn við þessi orð, og þá bætti hann við: „Ekki, að ég segi ég hafi fengið það“. Bergur Einarsson á Tittlingastöð- um hafði eitt sinn heyrt á, er hann talaði við sjálfan sig í myrkri á bú- skaparárunum á Sigríðarstöðum. Tuldraði hann í skegg sér, líkt og hann hugsaði upphátt: „Það vissi enginn neitt, eftir það ég kom að Siggustöðum“. í næstu andrá svaraði hann sjálf- um sér: „Það var helzt ekkert að vita“. Hnappur einn, sem Þorvaldur hafði haft til sýnis, kom einnig mikið við sögu. Maður frá Þverá í Mið'firði, Gunnlaugur Gunnlaugsson að nafni, kom að Gauksmýri, og var Þorvaldur þá eigi kominn á fætur. Sýndi hann þá Gunnlaugi hnapp á brókarhaldi sínu og spurði: „Þykir þér þetta ekki fallegur hnappur?" Gunnlaugur jánkaði því. Þorvaldur Nú tygjast yfivald Skagfirðinga herklæðum réttljætisins, 172 T 1 M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.