Tíminn Sunnudagsblað - 31.01.1965, Page 7
margir, hafi verið markaðir á þessum
etað og enn fleiri á öðrum og fleira
af því tagi. Athugum líka örnefnin
á Þingvöllum: Brennugjá, Gálgaklett-
ur, Drekkingarhylur. Nú, og um
drykkjuskapinn. Ekki drekka ung-
lingar nú yngri en Egill gerði á
sínum tíma.
Þegar ég var barn og heyrði fyrst
talað um ríkisstjórn, virtist mér. sem
þar ættu aðeins sæti hálfgerðir vand-
ræðamenn, fjárglæframenn, jafnvel
landráðamenn, sem settu ríkið á höf-
uðið. Ég hef komizt það hæst að
vera í hreppsnefnd í fámennu sveit-
arfélagi í nokkur ár. Ég heyrði alltaf
talað illa um hreppsnefndir, en mín
reynsla er sú, að hreppsnefndarmenn
reyndu alltaf að gera sitt bezta til
að ráða fram úr vandamálunum.
iSama hlýtur að vera að segja um
íríkisstjórnirnar. Þær hljóta að hafa
gert eftir sinni beztu getu, annars
iværi allt komið í kaldakol. Það hrekk
ur iðulega út úr mönnum, að allt
isé í afturför. Þetta er vitleysa. Allt
er til bóta, lítum t.d. á heilsufarið,
.aðbúnað einstæðinga og ósjálfbjarga
fólks. Sveitirnar, vissar jarðir, leggj-
iast í eyði, en mér vitrari og færari
iinenn standa ráðþrota gagnvart því.
Það stendur einhvers staðar, að vilji
sé allt, sem þarf. Viljinn er ef til
vill ekld hið eina, en hann er fyrsta
•skilyrðið. Það er lögmál, að heimili
á sveit standi saman af þremur kyn-
.slóðum: börnum og unglingum, sem
eru að vaxa upp, foreldrum þeirra
.á góðum aldri og afa og ömmu. En
.unga kynslóðin hefur brugðizt, þar
■slitnar hlekkur í keðju. En vitan-
lega á sinn þátt í þessu, að það þarf
svo geysimikið til að geta stofnað
heimili í sveit, eignazt allt, sem til
þess þarf, að fólk ræður ekki við
það.
Þetta var öðruvísi áður. Þá var
hægt að byrja búskap með það, sem
hægt var að binda upp á eitt hross.
Bóndi, sem nú er dáinn, sagði mér
svolitla sögu um þetta. Hann minnt-
ist þess, er hann var drengur, að karl-
maður og kvenmaður, sem verið
höfðu hjú föður hans, tóku saman
sem kallað var. Þau áttu einn hest
og fáeinar kindur. Þegar þau fóru
frá húsbændum sínum og til síns
nýja heimilis, bundu þau alla búslóð-
ina upp á þennan eina hest. Drengn-
um, sem síðar sagði mér. var þetta
minnisstælt, og hann mundi alltaf, að
maðurinn bar í hendi skyrfötu, sem
húsmóðirin gaf þeim. En að tuttugu
árum liðnum var 'iessi maður orð-
inn einn hæsti gjaldandi í sinni sveit.
En það er víst eitt atriði, sem
er vægast sagt óefnilegt og er stór-
kostleg afturför frá því, sem áður
var í sveitum: Þetta einlífi á ungum
bændum. Þetta er mér og fleiri roskn-
um mönnum gersamlega óskiljanlegt.
Mér er sagt, að þeir skipti hundruö-
um, ungu bændurnir, sem baslist við
búskapinn konulausir. Þetta er óaf-
sakanlegur klaufaskapur úr mönnun-
um sjálfum, aðburðaleysi og hreinn
aumingjadómur. Ég hef minnzt á
þetta við ungar stúlkur, og þær eru
mér sammála. Þær segja, að þessir
menn séu bara aðburðalausir klauf-
ar. Mér dettur í hug maður norður
1 landi. Hann var ungur en ógiftur
og átti að fara að taka við jörð og
búi af föður sínum. Nú sá hann það
auðvitað, maðurinn, að hann varð að
byrja á því að fá sér konu og gifta
sig. Hann vissi af bráðduglegri og
myndarlegri heimasætu í næstu sveit,
mig minnir á Gili, sem væri tilvalið
húsfreyjuefni. Hann rauk svo af stað
til að biðja stúlkunnar, sem ekki var
nema sjálfsagður hlutur, eins og á
stóð fyrir honum. En á leiðinni kom
hann við á Holti, stóð þar við stund-
arkorn, og heimasætan þar, sem einn
ig var myndarstúlka, bar honum
kaffi. Þau tóku tal saman, og maður-
inn sagði henni, hvert hann væri að
fara og hverra erinda. Að þegnum
góðgerðum kvaddi hann stúlkuna, en
spurði hana um leið, hvort hún mundi
því fráhverf að verða konan sín, ef
hið fyrirhugaða erindi sitt gengi ekki
sem hann vildi. Stúlkan taldi það
athugandi síðar. Því næst reið hann
leiðar sinnar að Gili, og er ekki að
orðlengja það, að erindi hans gekk
að óskum, og var hann harðtrúlof-
aður heimasætunni, er hann sneri
heimleiðis.- t bakaslagnum hitti
hann af tilviljun mann, sem ætlaði
að Holti og bað þann mann að skila
fyrir sig heim á bæinn, að ekkert
þyrfti að hugsa um þetta, sem hann
hefði minnzt á við stúlkuna í gær,
sér hefði gengið svo vel á Gili.
Það þarf enginn að skammast sín
fyrir það að biðja sér konu. Ég vissi
einu sinni um gatnlan bónda, sem
fékk um tíma kornunga ráðskonu,
og hann vildi, sem eðlilegt var, fá
hana til að giftast sér og það sem
fyrst. En stelpan var ein þessi, sem
þóttist verða vond og sagði karlin-
um, að hann ætti að skammast sín
fyrir að vera að fara á fjörurnar við
sig, unga blómarósina. Þá sagði kari-
inn: „O, engum er nú viðleitnin
bönnuð, góða mín.“
Og þetta er satt, menn verða að
bera sig eftir þessu.
Ég skal segja þér eina sögu enn.
Þar rnunaði nú mjóu, að illa færi.
Þar var einu þessu dæmalausa að-
burðaleysi um að kenna. Það gerð-
ist fyrir norðan líka. Þau hétu, má
ég segja, Hólmfríður og Þórarinu.
Annars er ég farinn að ryðga ofur-
lítið í mannanöfnum stundum. Hún
var vinnukona á Heiði, en hann var
á Vatni. Þetta var örstutt á milli
bæjanna. Hann var nú víst eitthvað
yngri, strákurinn. En það viss' fólk-
ið á bæjunum, að þau voru dauð-
skotin hvoft t öðru. Jæja, eða elsk-
uðu hvort ernað eins og sagt var í
þá daga. Þetta voru elskulegar mann-
eskjur hvort tveggja, ekki vantaði
það. En svona gekk þetta, nú til í
nokkur ár samt, að það varð ekki
neitt úr neinu fyrir þeim. Svo er
það eitt vor, komið fram á sauð-
burð, í krapahríð, að Fríða kemur
að Vatni og segist vera komin til
að kveðja fólkið í liinzta sinn, því
að hún sé að fara til Ameríku. Það
var gömul kona þarna á Vatnl, og
liana grunaði víst eitthvað, hvernig
spilin lágu. Hún snaraði þríhyrnu á
herðarnar á sér og arkaði út í fjár-
hús til Þórarins, hann var eitfhvað
að stumra þar yfir lambám. „Jæja,
Þórarinn," segir kerling. „Nú er
Fríða komin til að kveðja, hún er
að fara alfarin til Ameríku. Ætlarðu
að láta hana fara? Það verður of
seint fyrir þig að iðrast, bölvaðu'r
auminginn, þegar hún er komin út
á haf.“ Það fór heldur að fara um
Þórarin. En svo herti hann upp hug-
ann og drattaðist heim á bæ, og
sá víst ekki eftir, drengurinn. Fríða
hætti við að fara.
Nú þessi hjónabönd fóru alveg
skínandi vel. Það hefði verið hrein-
asta tjón, ef þetta fólk liefði_ ekki
gifzt einmitt svona saman. Út af
þessu fólki hefur komið stórmyndar-
legt fólk og verða bráðum heilar ætt-
ir.
— Hefur þú ekki tileinkað kven-
þjóðinni eitthvað af vísunum þínum?
— Jú, það er ekki laust við það.
Annars meina ég nú ekki ævinlega
allt bókstaflega, sem ég segi við
stúlkur nú orðið, til dæmis þetta um
snyrtinguna um daginn. Þær ætluðP*
víst á ball, stúlkurnar:
Prjáli skreyttar, púðraðar,
píkur reyttar hér og þar.
Allt er breytt, sem áður var,
yfirleitt til bölvunar.
Nei — ég meina nú ekki allt, sem
ég segi við stúlkur. Þetta hrökk
svona fram úr mér. Ég veit ekki,
hvort ég kann nokkra skárri vísu,
eða er þessi nokkuð betri:
Haga rósa, brekku blóms,
bjartra drósa hóta,
daga Ijósra, yndis óms
ýmsir kjósa njóta.
En nú er orðið áliðið og tími
til kominn að ljúka spjallinu, og
Höskuldur segir að skilnaði:
Séð hef ég þín brúnablys,
bros og tign í fasi.
Óska þig hendi aldrei slys
yfir svona msAÍ.
J, Hafst.
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAB
79