Tíminn Sunnudagsblað - 31.01.1965, Side 9

Tíminn Sunnudagsblað - 31.01.1965, Side 9
GRAA KYRIN Ég var á leið frá Fróðabæ inn í kaupstaðinn í Trongisvági — hafði verið að heimsækja landa mína tvo, sem bjuggu þar út frá. Annar þeirra var kvæntur færeyskri konu, en hinn var vetrarmaður hjá Jóhannesi bónda í Fróðabæ. Kóngsbónda hefði ég nú líklega átt að segja, því að ekki má ég draga það af honum, karlsauðn- um. Það þótti sem sé þó nokkuð í munni að vera kóngsins leiguliði í Færeyjum á þeim árum. Milli Fróðabæjar og Tvöroyrar í Trongisvági er nokkuð langur spöl- ur. Fróðabær stendur úti undir Nýpubakkanum sem er sæbrattur hamar í sjó niður; norðanvert við Trongisvágsfjörð. A miðri leiðinni milli byggðanna skagar dálítið nes fram í fjörðinn, og upp af bví er ávöl hæð, sem nefnist Torfhæð. En „torf“ kalla Færeyingar það, sem við nefnum mó. Eins og nafnið bendir til var skorinn þarna mór og þurrk- aður á hæðinni. Og nú stóðu þarna fjöldamargir móhraukar, sem ýmsir áttu, því að Færeyingar hafa ekki þann sið að flytja móinn í hús, held- ur sækja hann jafnóðum og brennt er Þetta var í byrjun fyrri heimsstyrj- aldarinnar. Þá þekktust ekki bifreið- ar í Færeyjum, og ekki heldur hest- vagnar, að minnsta kosti ekki á Suð- urey. Eina flutningatækið var mað- urinn sjálfur. Það skýrir kannski, hvers vegna mónum var ekki komið £ hús strax að haustinu. Það var mjög farið að skyggja, þegar ég kom á Torfhæðina. Þó sýnd- ist mér einhver hreyfing hjá einum móhrauknum, og gekk ég þangað af forvitni, því að þetta var rétt við veginn. Þarna sat þá gamall maður, grá- skeggjaður, og barðist við að standa upp með stóran mólaup á bakinu, sem auðsjáanlega ætlaði þó að verða honum ofurefli. Fetinn á laupnum lá yfir ennið á karlinum, sem streittist árangurslaust við að rísa á fætur. „Gott kvöld,“ sagði ég. „Guð vælsigni teg,“ svaraði hann. „Á ég ekki að lyfta á þig laupn- um, gamli?“ spurði ég. „Takk teimum, sem býður,“ svar- aði hann. „Það er svo erfitt að rísa á fætur, þegar maður er orðinn gam- all.“ Ég hafði oft mætt þessum gamla manni á götunni, og ávallt var hann með laup á bakinu. Ég vissi ekki, hvað hann hét, því að hann var kall- aður „Gráa kúgvin" af öllum, sem á hann minntust. Og ég hafði orð- ið þess var, að hann gegndi því ávarpi. Mér var sagt, að hann ætti heima hjá tengdadóttur sinni sem var ekkja, og öll fjölskyldan væri á sveitinni. En væri fólk á sveitinni í Færeyjum, töldu allir sér leyfilegt að hafa það að háði og spotti. í Færeyjum voru fáir á sveitinni. En guð hjálpi þeim, sem þurftu að þiggja slíkt náðarbrauð. Þó var ekki ríkidætninu fyrir að fara hjá almenn ingi yfirleitt. „Ertu lasinn gamli?“ spurði ég. „A-nei, bara svolítið þreyttur. Ég er búinn að bera svo marga laupa i dag. En nú er ég að fara heim til mín.“ ^ „Ertu ekki íslendari?" spurði hann. Ég játaði því. „Ja, ja — tað er vakurt undir íslandi um sumarið,“ sagði hann. „Hvers vegna fórst þú að fara til Færeyja?" Því svaraði ég ekki. „Ertu á Morteinsensskonnort- unni?“ spurði hann. „Þekkirðu mig?“ spurði ég á móti. „Ó-nei-nei. — hef bara séð þig á götu.“ „Veiztu þá, hvað ég heiti?“ spurði ég. „Nei, ekki svo ég þori að hafa það eftir,“ sagði hann. „Hvað heitir þú?“ spurði ég. „Jógvan — sumir kalla mig Gráu kúna. — Þú hefur sjálfsagt heyrt það,“ bætti hann við. „Af hverju kallar fólk þig bessu ónei?“ spurði ég. „Tað er einki ónefni," sagði hann. „Og af því þú varst svo artargóður að lyfta á mig laupnum, skal ég segja þér, af hverju ég er kallaður betta. Ég átti kú — Ijómandi fallega, ;ráa kú, og hún gaf okkur svo mikla mjólkfúr júgrinu sínu, að við höfð- um meira en nóg, og þegar hún var nýborin, gat Hansa selt mjólk. Hún þekkti mig alltaf, þegar ég gekk um götuna með laupinn minn á bakinu, og þá fór hún að baula, jafnvel þótt hún sæi mig ekki. Hún þekkti fóta- takið eða lyktina af mér — ký. eru svo vitrar. Svo var það einn dag, að Morteinsensstrákarnir komu með stóran hund, sem teir voru að keypa af týskara, sem lá í havnini, og hund- T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 81

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.