Tíminn Sunnudagsblað - 31.01.1965, Page 10
var tjóðru'ð á heimabeilinum og beit
hana. Stakkals dýrið varð svo rædd,
að hún hljóp svo stríkkaði á tjóðrið.
Og þegar ég kom að, var hún dauð.
Hafði hengt sig.“
Ég hlýddi sögunni og gamli mað-
urinn hélt áfram:
„Ég varð víst alveg örur af reiði,
þvj, að ég hljóp beint til Morteinsens
og sagði, að hann yrði að borga gráu
kúna, sem strákarnir hans hefðu lát-
ið hundinn drepa. Ég var svo reiður,
að ég kalla þá lorta. Og það hefur
honum þótt sem von var. Kaupmað-
urinn rak mig út, og allar bæturnar,
sem ég fékk fyrir þessa deiligu kú,
voru þær, að hann fór að kalla mig
gráu kúna. Og svo náttúrlega tóku
allir það upp eftir honum. En þetta
máttu engum segja, því að þá fæ ég
ekki lengur að bera mó í hús-
in þeirra, og þá taka þeir náttúr-
lega af mér tjörnina líka. A-jú —
maður verður að fara varlega í verð-
ini. En mér er engin stríðni í því,
þó að ég sé kallaður sama og blessuð
skepnan, því að hún var svo góð og
hjálpaði okkur meira en allir menn
til samans. Nei, mér er sama, þó
allir uppnefni mig — bara, að Hansa
og börnin geri það ekki.“
„Þau gera það nú varla,“ segi ég.
„Ekki minn munnur í helft,“ anz-
aði hann.
„Og hvað gerirðu svo með ijörn-
ina?“ spurði ég.
„Það skal ég segja þér, gamli,"
sagði nú karlinn og lifnaði allur við.
„Síðan ég fór að verða gamall og gat
ekki lengur farið í fjallið til þess
að sækja ísinn, þá er svo gott að
(hafa tjörnina, ef guð gefur frost á
veturna. Þá er fína pengar at tæna
á tjörninni. Stundum hef ég fengið
af henni 12 sentna paa en gang. og
það eru þrjár krónur. Og þetta er
svo kortur vegur að bera frá tjörn-
inni niður í íshúsið — margar, marg-
ar ferðir á dag og nóg tóbak í píp-
una, tí at Jógvan Morteinsen er ikki
sínkur að gefa í pípuna.“
Ég vissi, hvað hann var að fara.
Það var siður í Færeyjum, að kassi
með reyktóbaki stæði á búðarborð-
inu, að minnsta kosti í öllum meiri
háttar verzlunum. Þetta var kannski
ekki dýrasta og bezta tegund tóbaks,
en þarna máttu allir fá sér ókeypis
í pípuna sína.
,,En maður er nú misúnt, af því
að hafa tjörnina," hélt hann áfram.
„Þegar frost er hart á veturna, er
þar fína pengar at tæna. Eitt árið
var svo mikið frost, að pótatóurnar
eyðilögðust alls staðar í Færeyjum.
Þann vetur fékk ég sextíu krónur
fyrir ís.“
„Hvað færðu mikið fyrir að bera
torfhlaup héðan og inn á Tvöroyri?“
spurði ég.
„Fem og tyve öre,“ var svarið. „A-
já, þá var gásasteik á jólunum og
knettir í mangan gang“, bætti gamli
maðurinn við og var enn í minning-
unum frá þessum blessaða frosta-
vetri og alla þá velgengni, sem hon-
um fylgdi.
„Ferð þú aldrei út að rógva?“ spyr
ég-.
,A-nei-nei, ekki nema á sæ hérna í
firðinum, en þá ræ ég bara fyrir
hina, því að ég á enga tráðu.“
Særinn, sem hann talaði um, var
smáufsi, seiði, og stöngin, sem notuð
er við þennan veiðiskap nefnist
tráða.
,,Hvaðan færðu þá fisik í soðið?“
spyr ég.
„Hansína saumar fyrir menn, og
þeir gefa henni oft í soðið, oe svo
má ég hirða eins mikið af hausum
og ég get þegar farið er út að
rógva.“
„Áttir þú mörg börn með kon-
unni, gamli?“ spyr ég.
,Ekki nema hann Jakob inn,
sem var giftur henni Hansínu. Hann
var fjarskagóður maður og vildi allt
fyrir mig gera. En svo tók Harrin
hann frá okkur, einu sinni þegar
hann fór út að rógva. Þá var svo
slæmt veður — þann dag, ó-já. Þá
doyði margur maður.“
„Hlakkar þú nú ekki lil að koma
heim og hvíla þig, þegar þú ert orð-
inn svona lúinn? Nú færðu kannski
knetti hjá tengdadótturinni."
Eg var að reyna að veiða karlinn,
hafði heyrt, að tengdadóttirin væri
ónotaleg við hann.
„Maður er hættur að hlakka til,
þegar maður er orðinn svona gam-
all,“ sagði hann.
Tilgátunni um knettina svaraði
hann ekki.
Við vorum nú komnir inn fyrir
kirkjuna, þar sem tjörnin var. Kirkj-
an var úr höggnum steini, stórt og
veglegt hús. Stórlaxinn á Tvöroyri
hafði látið byggja hana algerlega á
sinn kostnað og gefið svo sókninni
hana með öllum búnaði. Ég gat
ekki varizt þeirri hugsun, að vafa-
samt væri, hvort guði hefði verið
gjöfin þóknanlegri heldur en þótt
hann hefði bætt eigandanum gráu
kúna, sem strákarnir hans létu hund-
inn sálga.
„Og tætta er nú tjörnin," sagði
gamli maðurinn og benti mér á poll,
á að geta tíu eða tólf fermetra að
flatármáli. Nú var pollurinn ísilagð-
ur, og andlitið á gamla manninum
ijómaði af ánægju. „Nú gefur hún
fína pengar í moren dag — guð vel-
signi hann.“
„Eigum við ekki að hvíla okkur
hérna?“ spurði ég. „Ég skal lyfta á
þig laupnum aftur.“
Við settumst nú niður. Þai var
Hann var orðinn gamall og átti örðugt með að rísa á fætur með þungan laup á bakinu, þó að hann seíglaðist við að bera,
þegar hann var staðlnn upp.
82
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ