Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Qupperneq 8

Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Qupperneq 8
íir hún kemur inn, fer hún úr loð- feldinum, kyssir hann köldum vor- um og segir: Hefurðu beðið eftir mér? Jæja þá, drengur minn — nú skulum við fá okkur te. Hún þvær sér um hendurnar, depl- andi nærsýnum augunum, og þerrar þær á handklæðinu. Það er svo ind- æil þefur af henni — meðalalykt og hressandi útilykt. Svo gengur hún um stofuna, færir til stóla, spyr hann frétta úr skólanum. Og lokst sezt hún við borðið. Suðan er að koma upp á katlinum, og allt í einu er orðið hlýtt og notalegt í stofunni. „Ég hef beðið eftir þér allan tím- ann, mamma,“ segir hann þá. „Ég hit aði mér te tvisvar, því ég beið dá- lítið lengi . . .“ Kolja hrekkur upp — honum virð- ist hann hafa dottað. Hann húkir á stólbrúninni, og augnalokin eru svo þung, að það er líkast því, að þau viiji helzt dett-a niður sjálfkrafa. Það gljáir á stóra teketilinn á borðinu. Undir bolla, sem hjá honum stendur, er hvítur pappírsmiði: „Kvöldmatur handa þér. Farðu fljótt að sofa. Ég kem seint heim. Marnrna." Þegar Koija hefur lesið þetta, er líkt og eitthvað komist á hreyfingu innan i honum. Skyndilega er hann grip- inn þeim geig, að eitthvað illt muni taka mömmu hans frá honum. Kolja sér fyrir sér, hvar mamma hans er á ferð á sleðanum. Hestur- inn veður fönnina, hægt og þungt. Hann er snjóugur og flipinn hvítur af hrimi, þar sem hann veður skafl- ana álútur. Hann -sér ekki móður sína á sleðanum. Ifún hefur sveipað að sér feldinum, og nú er h'ún sofn- uð. En allt í einu rumskar hún, gæg- ist fram úr feldinum og segir við hestinn: „Er það nú veðurlag! Við megum gæta okkar að festa pkkur ekki í einhverjum skaflinum. Heldurðu, að Kolju þyki ekki einmanalegt heima?“ Móðir hans hvetur þreyttan hest- inn. En þá dettur það í hann, að hann vill ekki fara lengra. Og snjór- inn hleðst að sleðanum og færir hann í kaf . . . Ailt í einu heyrist óskaplegur há- vaði, líkt og gler hafi brotnað. Kolja kippist við í sæti sínu og sperrir upp augun. 4 „Hvað var þetta — Nú!“ Bollinn liggur í molum á gólfinu. Brotin hafa hrotið að borðfætinum, og það glampar á þau í skininu frá iampanum. Úti er dauðahljóð — storminn hefur lægt. Koija hefur hjartslátt. Hjart- að berst svo ákaft, að hann heyrir ekki einu sinni tifið í klukkunni. Hann er ekki hnugginn vegna þess, að boiiinn brotnaði. En hann sér eftir því, að hann skyldi láta Misju fara — það var betra að hafa hann hjá sér en vera einn. Og þegar mamma kemur heim, ætlar hann að segja henni, að hann vilji aidrei framar vera einn heima. Hann reikar að setbekknum. Gólf- fjalirnar marra dálítið undir fótum hans, og borðið hristist eins og það sé hrætt. Og það dregur niður í lampa — steinolían er búin. Skugg- ar líða um loft og þil í flöktandi skímunni, á meðan lampaljósið berst við dauðann. Kolja lýtur yfir lamp- ann. Hann svíður í augun, og enni hans er brennheitt. Hann skrúfar upp kveikinn, teygir úr sér og starir á gluggann. Hann heyrir, að það marrar í snjónum úti fyrir: Marr, marr. Einhver er undir glugganum. En enginn guðar á hann. Kolja verð- ur hræddur. Marr, marr, segir snjór- inn undir glugganum. Marr,- marr. Hver getur þetta verið? hugsar Kolja, fölur af ótta. Hann ætlar að stökkva upp í bekkinn, slökkva á lampanum og skríða svo undir brek- ánið, svo að hann heyri hvorki né sjái. Nokkrar mínútur líða. Hann heyrir, hvernig hjartað hamast í brjósti hans. „Aldrei framar skal ég vera einn heima,“ hvíslar hann — „aldrei framar.“ Hann litast gRtilega um í her- berginu og rekur augun í pennahníf- inn á borðinu. Hann heldur niðri í sér andanum og seilist eftir hnifnum. Skaftið er slétt í lófa, það f?r vel í krepptum hnefa hans, og það sefar hann að halda um það. Nú færist aft- ur roði í kinnar hans. Ég sagði við Misju, að . . . En pabbi — hann hefur áreiðanlega ekki orðið hræddur. Það leggur dálítinn reyk upp á lampaglasið, og svo deyr ljósið. Her- bergið hverfur í órofamyrkur. Þar er engin birta, nema hvað það glittir á frostrósirnar á rúðunum í daufu tunglsijósinu. Kolja þorir ekki að rísa upp af setbekknum. Það er eins og bekkurinn haldi honum föstum, leyfi honum ekki að hreyfa sig. „Nei, ég er ekki hræddur," segir hann við sjálfan sig. „Ég er ekki vitund hræddur. Honum tekst að standa upp. Hann gengur að glugganum og renn- ir fingri yfir kalda og hélaða rúð- una. Það er eins og hann gengi í svefni og eitthvað skelfilegt vofi yfir. Það glitrar á frostrósirnar á glugg- anum, þetta er svipað og hann sé kominn út í skóg í vetrarhörkum. Hann getur ekki greint neitt í gegn- um rúðurnar. Lamaður af ótta og kvikur innvortis af þeirri skelfingu, sem hefur lostið hann, reikar hann fram í fordyrið og opnar útidyrnar upp á gátt. Þar er enginn. Kuldinn og þögnin streyma á móti honum. Úti í garðinum er allt þakið blá- hvítum snjó. Gatan sést ekki, og nppi á þakinu er þykkt snjólag. Kolja skelfur í kvöldnepjunni. Einhvers staðar niðri með götunni sér hann votta fyrir gulhvítu Ijósi. Þetta Ijós er í glugganum hjá Misju. Sennilega eru foreldrar hans að snæða kvöld- verðinn. „Hvar er mamma? hugsar óttasleg- inn drengurinn. Hvað hefur komið fyrir hana? Ifonum er kalt, og hann fer aftur inn í herbergið og sezt á bekkinn. Allt í einu bylur í rúðunni, rétt við eyrað á honum, en honum dettur ekki í hug, að það sé neinn að berja á gluggann — hann ímyndar sér, að þetta sé bara í eyrunum á sér. „Kolja! Opnaðu, Kolja!“ Hann verður svo feginn, að hann nær varla andanum. „Mamma! Ert þú komin? Ég kem strax — undir eins!“ hrópaði hann alls hugar feginn. Hann hleypur til dyra. Og nú fyrst áttar hann sig á því, að hann krepp- ir enn höndina utan um pennahníf föður síns. Þegar þau setjast við borðið og ilminn af sterku teinu ieggur um stofuna, er hann fullsæll. Móðir hans situr við hlið hans. Hún deplar aug- unum, þreytuleg á svip. „Hefurðu beðið eftir mér allan þennan tíma? Ertu ekki farinn að Ieggja þig?“ „Nei — ég beið. Misja var hjá mér fyrst. Við biðum báðir . . . Og svo braut ég bolla.“ „Elsku Kolja minn,“ segir nrfáftr hans og strýkur blíðlega hár tna&, „Ég varð að gera uppskurð og gat alls ekki komið fyrr.“ Kolja ætlar að segja henni, a$ hann vilji aldrei framar vera einn heima. En hann veitir því eftirtekt, að látbragð móður hans er einkenni- legt: Hann sér, að höfuð hennar síg- ur niður á bringuna. Svo hristir hún höfuðið og hlær vandræðalega. „Farðu að sofa, mamma,“ segir Kolja og er óvenjulega blíðmáll og umhyggjusamur. „Þú ert þreytt, mamma.“ Móðir hans kyssir hann og byrjar að tína af sér fötin. ,Þegar ég var á leiðinni heim hugsaði ég sem svo: Nú sefur Kolja minn sjálfsagt. Og svo hefur þú vak- að og beðið eftir mér. Elsku Kolja minn . . .“ Hún horfir á hann hugsi og bætir svo við: „Jæja — nú ferð þú samt að sofa, drengur minn, því að við verðum að fara snemma á fætur í fyrramálið. Við skulum kveikja á útvarpinu, svo að það veki okkui " Móðir hans er svo annars hugar, að hún hefur gleymt því, að það er rafmagnslaust eftir hríðina og út- varpið þegir. Kolja segir ekki neitt. Hann stend- ur upp af stólnum og tekur vekjara- Framhald á 382. síðu. 368 IfHINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.