Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Page 9

Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Page 9
Við fáum ekki á hverjum degi gest norðan úr Arnarfirði, og þegar Þórð- úr Njálsson, bóndi á Auðkúlu í Auð- kúluhreppi, næsta bæ við Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, birt- ist í dyrunum, þótti okkur einstætt að taka hann tali og spyrja frétta úr heimasveit. — Hve margir bæir eru nú í byggð í Auðkúluhreppi, Þórður? — Þeir eru einir sjö. Þar hefur orðið mikil fækkun á þessari öld. Ég er fæddur og alinn upp á þess- •Um slóðum og hef átt þar heima jafnan síðan, og skömmu eftir alda- niótin, þegar ég man fyrst eftir, var hvert býli setið og einnig nokkrar þurrabúðir, þar sem lifað var ein- göngu af sjósókn. Þá áttu heima í hreppnum um þrjú hundruð manns, en nú eru um fimmtíu í Auðkúlu- hreppi. — Er ekki fámennið örðugt? — Jú, óneitanlega er það. Þegar jörð leggst í eyði, kemur skarð í byggðina, og það veldur þeim, sem eftir sitja, nýjum vandkvæðum. Smalamennskur og fjallskil verða Örðugri. Á aðra hönd við mig eru til dæmis einir tuttugu kílómetrar til næsta bæjar, en á hina er skammt fil Hrafnseyrar. — Þú minntist á Hrafnseyri áðan Og kallaðir hana ekki Rafnseyri eins og flestir aðrir. Þú ert kunnugur þar, Ihvort telur þú rétta nafnið? — Já, ég er þar nákunnugur, bjó þar meira að segja árin 1929—37. Ég tel, að það geti ekki farið milli mála, að rétta nafnið á fæðingarstað for- setans sé Hrafnseyri, en ekki Rafns- eyri, en nauðsynlegt er auðvitað að fá um þetta hreinan hæstaréttarúr- skurð þeirra, sem fræðin kunna, Mér finnst ógerlegt að sætta mig við það, að þjóðin í heild skuli ekki vita hið rétta nafn á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar. Og það, sem þarna ber á milli, er það, hvort nafnið skuli hefjast á H eða ekki. Raunar virðist nokkuð ljóst fljótt £ litið, að Hrafnseyrarnafnið sé tengt þessum stað sögulegum tengsl- tun, auk þess, sem það fellur betur að íslenskri málkennd og er á allan hátt íslenzkulegra. En væri svo, að fullgildar sannanir væri unnt að leggja fram fyrir Rafnseyrar-nafninu, væri sanngjarnt að hafa það, sem réttara reyndist. Tíl þess að meta þetta og þau gögn, sem til eru, þarf að leita heimilda á fleiri en einum stað. Sagan geymir vel nafn Hrafns á Eyri, hins mæta manns, sem kunn- IÍMINN - SUNNUDAGSBLAB 369

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.