Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Síða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1965, Síða 14
veiklast af blóðsótt, gyllinæð og ýmsu fleira — að þetta ijón verði ekki of tilfinnanlegt." Og svo klykkti landlæknirinn út með því, að banna ætti „prangara- skrum í blöðum og bæklingum“ um alls konar kynjalyf, ef löggjafarvald- ið treystist ekki til þess að stöðva með öllu sölu þeirra. Arátta landlæknisins má hafa þreytt veslings Biillner, og heilög hef- ur verið vandlæting hans yfir því, að hann skyldi á nýjan leik ráðast einkanlega að „einmitt því bitter- efni,“ sem hann bar af góðmennsku sinni svo mjög fyrir brjósti. En Sehierbeck lét ekki af því að klifa á hinu sama. í ársbyrjun 1885 birt- ist f.vrirspurn, undirrituð J., aftan við grein, sem landlæknirinn skrifaði í ísáföld um drykkjuskap. Þar var enn hamrað á þesáu, auk þess sem lækninum Melchior var hraklega niðrað: „Er ekki hægt að gera neitt til þess, að bramakaupmanninum með tannlækni Melchior í broddi fylking- ar eigi iengur takist að narra alþýðu manna hér á landi með bitter sín- um? Ætli alþingi ekki að reyna að taka í taumana. svo tuttugu og fimm til þrjátíu þúsund krónur færu ekki árlega í vasa kaupmannsins fyrir því líka heimsku?“ Og í næsta tölublaði bregður Schi- erbeck við og svarar fyrirspurninni, enda grunur á, að hann hafi sjálfur spurt Hann verður að játa, að illt sé að koma við vörnum á meðan fólk vill láta blekkjast. Mundus vult decipi — heimurinn viil láta tælast. Þar eð braminn sé að nafninu til meltingarlyf, eigi það ekki stoð í lög- um að gera hann landrækan, nema til komi ný lög frá alþingi um sölu- bann eða auglýsingabann. En ekki er tónninn hlýlegur. Landlæknir segir, að heilbrigt fólk noti elixír- inn sér til sælgætis og hressingar, og sé hann þó hættulegur.ef hann sé notaður af handahófi. Og fyrir þetta sé „stórfé . . . fleygt út úr landinu til þess að auðga vægðarlausa fjárplógs- menn. sem gera í þokkabót gys að einfeldningunum. sem beir hafa að ginningarfíflum." Nálega samtímis þessu kom til skjalanna danskur lyfsali á Akureyri, P.H.J. Hansen. sem lét sig ekki muna um að skrifa og gefa út bækling um leyndarlyfin, er hann nefndi svo. Einkunnarorð lyfsalans voru þessi: „Sé nokkuð. sem hefur verið fjarri og ókunnugt eðli mínu. þá eru það prettir. veruleg svik, jafnvel sjálfs- tæling ekki undanskilin. En heimur- inn vill láta draga sig á tálar.“ Greifafrúarduft. Jesúítaduft, kard ínáladuft Talbotsmeðal, heilsudrykk- ur Tychos Brahes, lykill lífsins, grassía, bitterar — ailt var þetta lagt að jöfnu við album grtecum, fornan lyfjabúðarvarning, sem á íslenzku myndi kallast mulinn hundaskítur. Og lyfsalinn vitnaði til orða Hol- bergs í leikriti hans, Arabaduftið: „Hver sá, sem býr til og selur leynd- arlyf, er svikari, en þeir, sem kaupa þau, mestu glópaldar.“ Hann fór nöprum orðum um það, hvernig óvandaðir mangarar tældu trúgjarna og fáfróða alþýðu og hefðu af henni fé: ,,0g það lendir ekki við, að tældir séu peningar út úr almenningi, held- ur og líka heilbrigðin sjálf, en það eru hin verstu svikin." IX. Það var Schierbeck landlækni al- vara, að skárra væri að skömminni til, að sá brami, sem drukkinn var í landinu, væri búinn til hér heldur en í Kaupmannahöfn, ef fólk gat með engu móti lifað án hans. Hans Kriiger, lyfsali í Reykjavík, tók að búa til bitter og fylgdi hverju glasi yfirlýsing þeirra Schierbecks og Tóm asar læknis Hallgrímssonar um það, að í honum væru sömu efni og bram- anum, þótt verðið væri lægra. Mans- feld-Biillner brást auðvitað reiður við slíkri ósvífni og svaraði að venju með auglýsingaherferð haustið^ 1885: „Oss hefur verið sent frá íslandi með gremjuorðum, sem vér skulum ekki til færa, þetta, sem kallað er brami. Á miðanum stendur, að það sé búið úr sömu efnum og brama- lífs-elixír — búið til á apótekinu í Reykjavík. Nú geta menn dæmt um kunnustu apótekarans og virði eftir líkingar hans. Bæði litur og bragð lætur hvern mann ganga úr skugga um, að hann er ekki eins og brama- lífs-elixír, og þar sem vesalings apó- tekarinn ætlar að telja mönnum trú um, að hann sé öllum efnafræðing- um fróðari, sannar hann í sömu andrá með eftirlíkingu sinni, að hann trúir hvorki sér né því, sem hann hefur búið til . . . Eins og þetta er undarlegt eins er kynlegt vottorðið, sem þessi kunn- áttumaður vefur um glösin sín. Það eru Schierbeck landlæknir og Tóm- as Hallgrímsson, dósent við lækna- skólann, sem segja, að þetta, sem hann kallar brama, hafi „að öllu leyti líkar verkanir" og hinn ekta brama-lífs-elixír. Iívaðan vita þeir þetta?“ Síðan er vakið máls á því, að elix- írinn danski hafi verið sæmdur heið- ursverðlaunum á alþjóðasýningum, bæði í Lundúnum og Antwerpen, og mátti fólk af því ráða, að einum lyf- sala í Reykjavík hlaut að vera brama- gerð ofvaxin, enda þótt landlæknir- inn styddi við bakið á honum. Óvild heilbrigðisvaldanna í garð bramans dró samt dilk á eftir sér. Það var gamla sagan: Hvað höfðingj- arnir hafast að, hinir ætia sér leyf- ist það.“ Með vorkomunni birtist í Fjallkonunni harla óvinsamleg kveðja til bramans frá bóndamanni norður í Hrútafirði, Alexander Bjarnasyni. Hann skar ekki utan af því, að neyzla bramans kostaði ærið fé, en í staðinn hrepptu menn „heilsu tjón og skammlífi." Sjálfur sagðist hann „því miður hafa reynt meðal þetta við magakrampa, og varð það til þess að gera hánn verri og koma mér alveg í rúmið.“ Og Alexander þóttist ekki einn hafa hlotið þungar búsifjar af bramanum. Hann gat einnig'um roskinn mann, sem hefði notað hann við gallsteinum í um það bil tvö ár: „Taki hann nú ekki þennan lífsdrykk inn í brennivíni litlu eftir mat, verður honum leitt eða illt af matnum.“ Til gallstein- anna fann hann aftur á móti líkt og áður á milli kasta. Alexander lét sér ekki nægja því- líka áfellisdóma, heldur bætti hann gráu ofan á svart með því að yrkja níð um bramann: Sæll er sá mann, sem hafna kann hrekkvísra okurráði og brama-lífs-vökva aldrei ann. að sér í tíma gáði að glæpast ei á gutli því, sem gagn er minna en skaði í og fé úr höndum hrjáði. Og ekki var mjúklegar að orði kom izt í næstu vísu: Sá lygadrykkur leiður er og leikur margan illa. Nokkrum mánuðum síðar birti Fjallkonan enn allmargar visur um bramann, og þótt fagurt væri talað, duldist ekki kersknin: Alls kyns sótt ég áður var og iðraverkjum kraminn. Mitt væri horfið heilsufar hefði ei komið braminn. Kveisan stöðugt kvaldi mig, kalt var hennar gaman. Nú hefur maginn sansað sig síðan ég fékk bramann. Nú var Biillner nóg boðið, þegar elixírinn var ýmist svívirtur í ís- lenzkum blöðum eða ágæti hans haft í flimtingum. ísafold hafði verið eitt notadrýgsta auglýsingablað brama- manna og svo hafði viljað til, að Fjallkonan fékk fyrstu auglýsingarn- ar, eftir að byrjað var að linjáta í bramann á síðum hennar. En nú lá í augum uppi, að illmæiginni varð að svara með refsiaðgerðum. ísa- fold og Fjallkonan voru svipt skammti sínum af bramaauglýsing- um. íslenzkir ritstjórar og blaðaút- gefendur urðu að sjá og reyna, hvaða víti lágu við þvílíkum helgi- spjöllum sem bramarógurinn var. Að sama skapi var þeim blöðum ríf- 374 T f M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.