Tíminn Sunnudagsblað - 29.08.1965, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 29.08.1965, Blaðsíða 4
Hið fyrsta, sem ég rek augun í, þegar ég geng inn í stofuna hjá W-alter Kratsoh, eru tvö málverk, jafnstór og í sams konar römmum. Annað er af karlmanni, en hitt af koniu. Ekki leynir sér, að þau eru eftir sarna málara. Hann hét Straisser, seg- ir Kratsch mér. Hann var með mér í fangabúðunum og málaði mynd af mér á tekassa. Ég borgaði honu» fyrir í sígaxettum. Myndina af koiMl minni málaði hann eftir smámynd*, sem ég hafði. Þetta var frægi» portrait-málad, hafði málað lorda o| þess konar fólk. Mér tókst að smyglá myndunum út . úr fangabúðunum, ekki í römmum, auðvitað, þegar ég fór, en það var ekki auðvelt verk, því að við fangarnir máttum ekkert hafa með okkur, sem okkur hafði áskotnazt í fangabúðunum. En ég bjóst við að verða sendur til íslands og langaði að hafa myndixnar með. Eftir þennan inngang að samtali okkar Kratsch, hóf hann að segja mér frá handtöku sinni hér á- ís- landi árið 1940, sem leiddi til sjii ára aðskilnaðar hans og fjölskyldu _ hans: Hann er sem sagt einn af þeim Þjóðverjum, sem Englendingar tókú fasta og fluttu til fangabúða í Eng- landi, þegar þeir hernámu ísland. Hann hafði þá verið tuttugu ár á íslandi og aldrei haft samband við Þýzkaland, utan bréfa til ættingja sinna, og einnar heimsóknar þangað árið 1928, en þá var Hitler og pótin- tátar hans ekki komnir tij einræðis- valda. — Það var einn morgun klukkan sjö, að ég heyrði bíl stanza fyrir utan húsið okkar á Laugavegi 157, og fjórir hermenn og einn liðsfor- ingi stukku út úr honum, ásamt eixj- um borgaraklæddum manni, sem reyndist vera Íslendingur. Einn þeirra hafði kaðal undir hendinni og tók hann og annar sinn í hvorn endá hans. Þeir héldu kaðlinum milli sín þvert fyrir framan tröppumar. Ég lét mér helzt detta í hug, að þeir ætluðu að hindra með honum flótta minn, ef til kæmi. Síðan komu iiðs- foringinn og hinir upp. Ég var í vinnufötunum, því að ég hafði ætlað í vinnu um morguninn. Liðsforing- inn sagði mér á ensku, að ég ættl að koma með þeim, en íslendingur- inn túlkaði. Mér var erindi þeirra aiveg ijóst, en reyndi að tefja tim- ann og spurði: Hvert á að fara? Þeir gáfu lítið út á það. Ég spurði þá, hvort ég mætti skipta um föt. NeL það var ekki nauðsynlegt, ég gæti komið eins og ég stæði: — Má ég þá kveðja konuna mína? — Já. —- Þeir fylgdu mér alveg að svefnher- berginu, hafa sennilega óttazt, að ég reyndi að komast undan. Ég sagðí konu minni, að sennilega ætti eitt> hvað að yfirheyra mig og gerði lítið úr þessu, þótt ég reyndar teldi mig vita, hvens kyns væri. T I M I N N - 8ÚNNUDAGSBI.A9 772

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.