Tíminn Sunnudagsblað - 29.08.1965, Síða 19
Risaeðla á heimssýningunni í New York.
um um þetta leyti? f raun og veru
var fyrirkomulagið stækkuð mynd-
af safnskápnum: Á sýningu í París,
sem opnuð var 1889, var til dæmis
sett upp risavaxinn útgáfa af öllum
þeim hlutum, sem víðreistur ferða-
maður átti að eiga á heimili sínu.
Samlíkingin milli þessa og sýning-
arsalarins í Kristalhöllinni í Hyde
Park er eftirtektarverð. Þá koma
heinagrindur og dýr í stað vélanna,
húsgagnanna og myndastyttanna. Að
öðru leyti er fyrirkomulagið óbreytt.
I „fuglasalnum" í bandaríska nátt-
úrugripasafninu, sem var opinber-
lega opnað árið 1877, eru þessi áhrif
ekki eins yfirÞyrmandi, vegna þess
að fuglarnir eru smærri. Samt sem
áður var hver glerskápur yfirfullur
• og sama gilti um vörusýningar i
gluggum verzlana á þessum tíma. Þar
ægði öllu saman, því að markmið
verzlunarinnar var að sýna sem mest
af því, sem hún hafði á boðstólum.
Á söfnum kom þetta sjónarmið
þannig fram, að reynt var að koma
sem flestum gripum vel fyrir á sem
minnstum fleti, til þess að skáprým-
ið nýttist til hins ýtrasta. Víða sjást
þess merki nú á tímum, að þetta
viðhorf til útstillingar á sýningar-
gripum er ekki úr sögunni. Athugið
til dæmis litlu söluskálana og sölu-
turnana, þar sem öllu ægir saman,
og á sumum söfnum er þetta fyrir-
komulag enn við líði. Þótt þessi sýn-
ingarháttur sé úreltur, er því ekki að
neita, að stundum getur hann verk-
að hressilega, sérstaklega, ef menn
eru orðnir þreyttir á hinum
vel skipulögðu og nýtízkulegu söfn-
um nútímans. Það er eitthvað nátt-
úrulegt við þennan hrærigraut, sem
kemur mönnum í gott skap.
Þetta fyrirkomulag var algjörlega
ríkjandi á söfnum, vörusýningum og
verzlunargluggum fram undir alda-
mótin síðustu. Heimssýningin í Chic-
ago var stórkostlegri en nokkur
önnur heimssýning fram að þeim
tíma, en þó var fyrirkomulag henn-
ar með alveg sama sniði og fyrri
sýninga. Einu teljandi breytingarnar
voru þær, að rafljós voru notuð mjög
skemmtilega og jók það áhrifamagn
sýningarinnar. Notkun glóðarlampa
leysti mörg áður óviðráðanleg vanda-
mál, þótt hún ylli ekki neinum telj-
andi breytingum á sjálfu fyrirkomu-
lagi sýninganna.
Þegar hin stóru verzlunarhús, sem
höfðu margar deildir, komu fram á
sjónarsviðið, vaknaði mikill áhugi
á gluggaútstillingum, og varð
fljótlega mikil breyting á þeim frá
því, sem áður hafði verið. Nú voru
sýningarhlutirnir færri og mikil
áherzla lögð á hvern einstakan. Þessi
stóru verzlunarhús sóttu hugmyndir
sínar til leikhúsanna. Þau gátu þó
ekki notfært sér gasljósin, eins og
leikhúsin gerðu, því að þau gátu ver-
ið hættuleg í lokuðum sýningar-
glugga, þótt þau væru hættulítil í
leikhúsum. Það var ekki fyrr en með
tilkomu rafljósanna, að þau gátu
tekið lýsingu leiksviðsins til fyrir-
myndar. Notfeun gasljósa á söfnum
var líka takmörkunum háð. Þau voru
eingöngu notuð til þess að lýsa upp
safnsalina, þegar skuggsýnt var, en
aldrei í sýningarskápunum sjálfum.
Hið sama gilti því um söfn og verzl-
unarhús: Þar urðu engar raunveru-
legar breytingar í þessu efni, fyrr
en með tilkomu raflýsingarinnar.
Samt sem áður urðu tækni-
legar framfarir eftir því sem al-
mennum söfnum fjölgaði, er bentu
ótvírætt fram til safna nútímans.
Sýningarsalir safnanna urðu fleiri og
um leið fækkaði sýningarskápunum.
Ljón ræðst á mann á úlfalda.
X I M I N N — SLNNUDAGSBLAÐ
787