Tíminn Sunnudagsblað - 29.08.1965, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 29.08.1965, Blaðsíða 16
Birt gaholt. Ljósmynd: Páll Jónsson. Kristján II Danakonungur biskupana sænsku Æpum hundrað árum síðar, þegai nálega hundrað fremstu menn Svíþjóðar voru höggnir í Stokkhólmi á einum degi, sviknir í griðum. Spóastaðir eru næsti bær við Skál- holt. svo að skammt er milli staða, þar sem biskupar landsins hafa látið lífið með válegum hætti. Austan túns 1 Skálholti er minnismerki það, sem þeim Jóni biskupi Arasyni og sonum hans hefur verið reist á þeim bletti, þar sem þeir voru höggnir án dóms og laga. En sá er munur, að þeir feðgar er urðu þjóðhetjur með dauða sínum. Hvorki er þetta minnismerki veglegt né með neinum glæsibrag. En þær minningar, sem við það eru tengdar, lyfta því hátt. Heima á staðnum voru þeir vegn- ir, Diðrik frá Mynden og félagar hans, er þeir komu í Skálholt á yfir- reið sinni um Suðurland til þess að storka Ögmundi biskupi blindum. Og hafa hlotið viðlíka eftirmæp á spjöld um sögunnar og Jón Gereksson. Fáir fara þennan veg án þess að koma í Skálholtskirkju hina nýju, sem er veglegt hús, þótt stærri væru þær kirkjur um sig, er þar stóð í kaþólskum sið, og vafalaust skraut- legri og íburðameiri hið innra. Og þarna gnæfir turninn, er hýsir bóka- safnið, sem menn hafa verið að þrátta um sér til dægrastyttingar, og loku fyrir það skotið, að því verði fargað úr landi og breytt í gjaldeyri til þess að kaupa fyrir sjónvarpstæki, stofumublur eða bíla. Undir gólfi forkirkjunnar er varð- veitt steinkista Páls biskups Jónsson- ar, ásamt mörgum öðrum minjum um hina fyrri biskupa. í henni fannst biskupsstafur góður, svipaður þeim, sem sögur herma, að Páll biskup léti Margréti hina oddhögu skera úr tönn handa Þóri erkibiskupi. Annar slíkur stafur fannst á Grænlandi, en svo vill til, að Jón Grænlendingabiskup dvaldist vetrarlangt í Skálholti hjá Páli á efri árum hans. Er mjög senni- legt, að hin listfenga kona hafi skorið þá biskupsstafi tvo, er í leit- irnar hafa komið, eins og þann, er Þórir fékk og týndur er og tröll- um gefinn. Fyrir framan steinkistu Páls bisk- ups ber oft á góma hina fornu frá- sögu um regnið mikla, þegar hann var borinn til grafar. Það væri þó ekki sérstaklega til frásögu fallið, ef svo hefði ekki borið til, þegar kist- an fannst við uppgröftinn í Skálholts kirkjugarði og var hafin úr gröfinni, að yfir dundi slíkt steypiregn, að með fádæmum var. Úr kjallara kirkjunnar eru jarð- göng þau suður fyrir garð, er biskup og heimafólk hans gekk til kirkjunn- ar fyrr á tímum, þegar laklega viðr- aði. f uppgöngu þessara jarðgangna hefur Guðný sáluga brenna sofnað undir messunni, þegar Skálholtsstað- ur brann á dögum Odds Einarssonar. Þar var stuttur blundur keyptur dýru verði, ef sabt er það, sem sagnir herma um þetta efni. Frá Skálholti liggur leiðin niður að Laugarási, einu af garðyrkjuþorpum Árnesinga, og yfir Hvítárbrú hjá Iðu. Þar var hinn gamli ferjustaður við Skálholtshamar, þar sem margir hafa kollvætt sig á liðnum öldum. Á þess- um stað kom líka við sögu íslenzkur frumherji á sviði fluglistarinnar. Það loddi að minnsta kosti í minni gam- alla kvenna í uppsveitum Árnessýslu á öldinni, sem leið, að fyrr á tím- um, líklega snemma á átjándu öld, hefði piltur einn á þessum slóðum gert sér fiugham til þess að svífa á yfir Hvítá af Skálholtshamri. En eins og kunnugt er liggur bann við því í helgum ritningum að freista drott- ins, og þess vegna tóku góðir menn og grandvarir sig til og lögðu hald á flugham stráksins og bönnuðu hon- um þessa fíflsku. Því miður leikur yafi á nafni þessa elzta flugmanns fslendinga, er um getur, og hélt þó Brynjólfur gamli á Minna-Núpi, sem skráði sögu kerlinganna, að hann hefði annaðhvort heitið Hinrik Hin- riksson eða Hermann Hermannsson. Sá, er næst þreytti slíkar listir, svo að kunnugt sé, var faðir Bjöms Gunnlaugssonar, þjóðhaginn og hug- vitsmaðurinn Gunnlaugur Björnsson 784 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.