Tíminn Sunnudagsblað - 29.08.1965, Side 14
gríms, dauða Gauks og aðfarar þeirr-
ar, sem Þjórsdælir gerðu Þuríði Arn-
geirsdóttur hinni þingeysku.
Margan villini stig
ríða konungsmenn.
Fram til jómfrúrbúðanna.
langar þá enn.
Þjórsdælum hinum fornu hefur
þótt með ólíkindum, á hvaða „villini
stig“ Gaukur Trandilsson lagði.
Dauði sá, sem þeir ætluðu Þuríði,
hæfði galdrakindum einum. Þeim
hefur skilizt svo, að hún hafi tryllt
Gauk með fomeskju. Myndin er orð-
in nokkuð skýr þrátt fyrir alla þá
dul, sem hvílir yfir þessari sögu.
Samt hefur einn aðilinn týnzt með
öllu: Maður Þuríðar Arngeirsdóttur,
Steinólfur, hefur læðzt út af sviðinu,
án þess að skilja eftir spor. Hans
hlutskipti er óvirðing í lifanda lífi
og síðan þögn og gleymska.
Ljóst má vera, að hér hefði verið
mikið söguefni þeim, sem kunnu svo
penna að stýra sem höfundar íslend-
ingasagna Og reyndar hafa þær sagn-
ir lengi verið á kreiki, að saga
Gauks Trandilssonar hafi verið rit-
uð, þótt glötuð sé. Og svo var líka.
Aftur á móti er vafasamt, hve treysta
má því, að þá sögu hafi borið fyrir
augu fó’iks sem uppi var á nítjándu
öld. Tveir slíkir vitnisburðir eru þó
til.
Um miðbik síðustu aldar var aust-
ur í Skaftafellssýslu maður sá, sem
hét Vigfús Jónsson, auknefndur geys-
ir. Hann var af góðum ættum, ná
skyldur mörgum vei metnum prest-
um. Sjálfur byrjaði hann skólalær
dóm, en flosnaði upp frá því námi,
þótt greindur væri, og lifði alla ævi
við litinn kost og oft á flækingi.
Hann var fróður og minnugur, en
miklaði stundum frásagnir sínar og
þótti ei öliu trúandi, sem hann sagði.
Hann varð að lokum úti nálægt
Hunkubökkum á Síðu veturinn 1869.
Svo er frá sagt, að árið 1855 væri
Vigfús geysir, er sumir nefndu lika
hinn víðförla, á ferð í Gnúpverja-
hreppi. Sagði hann þar að hann
hefðu lesið Þjórsdælasögu og jafnvei
átt hana sjálfur og hefði hún eink-
um fjallað um Gauk Trandilsson.
Vigfús kvað hann hafa búið i Stöng
og lagzt á hugi við- húsfreyjuna á
Steinastöðum, er hann sagði hafa
verið nefnda Steinólfsstaði. Ásgrím-
ur Elliðagrímsson var frændi kon-
unnar, að sögn Vigfúsar, og vandaði
um við Gauk, fóstbróður sinn. Varð
af þessu fjandskapur þeirra á milli,
og lyktaði beirra samskiptum svo, að
Ásgrímur sat með þrjátíu manna
sveit fyrii Gauki, er hann kom neð-
an af Eyrum, og felldi hann. Vigfús
segir einnig að í þessari sögu hefði
Skeljastaðii verið nefndir Skeljungs-
stííli SkeljafeH Skeljungsfell.
78‘z
Ekki mun hafa verið lagður mikill
trúnaður á sögu Vigfúsar í Hrepp-
unum.
Tveimur áratugum síðar, árið 1875,
sagði gömul kona í Haukholt-
um, Solveig Helgadóttir, sögu, sem
kann líka að benda til þess, að Þjórs-
dæla saga hafi verið til. Þegar hún
var í uppvexti í Valdakoti í Flóa-
gaflshverfi, bjó í Magnúsfjósum í
Kaldaðameshverfi Bjami nokkur
Bjarnason. Þennan Bjama heyrði
hún segja frá því, að hann lá á
unglingsárum sínum við sjóróðra á
Selatöngum hjá Guðmundi bónda
Þorsteinssyni í Krýsuvík. Þegar land-
legur voru, var hann iðulega heima
í Krýsuvík, og komst þá þar gamla
og rotnaða skræðu, þar sem sagði
a£ Steini bónda á Steinastöðum í
Þjórsárdal. Þóttist hann muna það
úr bókinni, að Steinastaðabóndi fór
ofan á Bakka með syni sínum frum-
vaxta, og voru þeir báðir drepnir í
þeirri ferð.
Þetta eru þær sagnir um sögu
Þjórsdæla, sem unnt er að henda
reiður á. Við frásögn Solveigar í
Haukholtum er þó þess að gæta, að
engar líkur em til, að neinn Steinn
hafi búið á Steinastöðum að fornu,
og það var mál hennar samtíðar að
nefna Eyrarbakka Bakka. Þar hét
fyrram Eyrar.
En hvort sem menn vilja leggja
trúnað á það eða ekki, að Þjórsdæla
saga eða einhverjar dreifar hennar
hafi verið til fram á nítjándu öld,
þá er þó sannað, að hún var skrif-
uð. í Möðruvallabók, sem varðveitt
er í Árnasafni í Kaupmannahöfn, er
minnisgrein krotuð neðan á auða
síðu, þar sem Njálu lýkur. Þetta krot
hafði lengi verið talið ólæsilegt, þar
til Jón prófessor Helgason leysti
þrautina. Þarna standa þau orð, er
taka af allan vafa í þessu efni: „Láttu
rita hér við Gauks sögu Trandilsson-
ar, mér er sagt, að herra Grímur
eigi hana.“
En „herra Grímur," sem mun hafa
átt heima i Stafholti í Stafholtstung-
um, að minnsta kosti um eitt skeið,
varð okkur ekki sú heillaþúfa, þrátt
fyrir bókeign sína, að saga Gauks
varðveittist í Möðruvallabók. Hún
glataðist, og ef til vill hefur þar far-
ið forgörðum eitt af öndvegisverkum
fornbókmenntanna.
Með þessa vitneskju um hina fomu
Þjórsdæli hefjum við ferðalagið.
IV.
Leiðin liggur upp Grímsnes, sveit
Sighvats Þórðarsonar og Tómasar
Guðmundssonar. Sighvatur ólst upp
við Apavatn fyrir þúsund árum dró
þar fagran urriða á öngul og át höfuð-
ið þar sem fólgið er vit hvers kvikind-
is. Sagan gefur í skyn, að þaðan hafi
honum komið snilligáfan. Tómas átti
aftor á móti bernskudaga á Efri-Brú,
þar sem Sogið byltist fram úr kyrru
djúpi Úlfljótsvatns. Það varð honum
fljótið helga:
Þar hvarf mér sú veröld, sem vök-
unnar beið.
Þar varð mér hver ævinnar dagur
að heilögum söng, er um hjartað
leið
svo harmdjúpur, sár og fagur.
Báðum skáldum sínum lét Gríms-
nesið í té mikið veganesti.
En þó að mér fljúgi nú skáldin
tvö í hug, er Sogsbrúin dunar undir
hjólbörðum bifreiðarinnar og hið
myrka vatn árinnar blasir við aug-
um, var þó sú tíðin, að Grímsnes-
ingar vora annað fremur í mínum
augum en skáld. Þeir voru ekki skáld-
legir, hinir þybbnu, hæglátu bændur
úr Grímsnesinu, sem komu á haust-
in vestur yfir fjall í Hrafneyrarrétt.
Þeir áttu aftur á móti sauði, og
reksturinn, sem þeir fóru með, var
oft álítlegum. Og þá hef ég
eina manna séð vædda skinnsokk-
um.
Það þarf heldur ekki sérlega
skyggnt auga til þess að sjá hvort
tveggja, þegar yfir Sogsbrú kemur,
að þar er sauðland gott og hefur
Ika verið óspart notað. Kyrkingslegt
og margstýft skógarkjarrið í tung-
unni á milli Sogsins og Hvítár ber
merki um harkalega og síendurtekna
limlestingu af völdum sauðtannarinn
ax. Svo nærri skógargróðrinum hefur
hún gengið, að jafnvel gamla birk-
inu innan girðingar í Þrastaskógi
virðist um megn að rétta sig úr
kútnum. En kannski veldur þar
nokkru um, að hún hefur oft verið
illá sauðheld.
Nú er allmikið kjarrlendi þarna
neðst í Grímsnesinu komið í eigu
Skógræktarfélags Árnesinga, sem fyr-
ir allmörgum árum keypti Snæfoks-
staði. Er þegar búið að gróðursetja
talsvert af barrviðarplöntum í landi
þeirra jarðar. Ungmennafélag íslands
hefur aftur á móti lengi átt Þrasta-
skóg, og gaf Tryggvi Gunnarsson því
það skóglendi. Lengi stóð allmyndar-
legt gistihús, Þrastarlundur, við jað-
ar Þrastaskógar, örskammt frá aust-
ursporði Sogsbrúar. En það brann
fyrir mörgum árum. Nú í sumar var
reistur nýr og snotur veitingaskáli
á hinum gömlu branarústum, og er
þess að vænta, að Ungmennafélag
íslands sýni Þrastaskógi meiri sóma
en verið hefur á köflum. Staðurinn
er hinn hugþekkasti, og þar er áreið-
anlega auðvelt að koma upp mynd-
arlegum trjálundum, ef ekki skortir
natni og elju, með þeirri kunnátto,
sem íslendingar hafa öðlazt í skóg-
ræktarmálum fyrir ötult starf Hákon
ar skógræktarstjóra Bjarnasonar og
samstarfsmanna hans.
Þegar kemur spölkorn upp í Gríms7
nesið, blasa við einkennilegir hólar
T t M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ