Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 05.12.1965, Qupperneq 6

Tíminn Sunnudagsblað - 05.12.1965, Qupperneq 6
— Hvað ætlið þið svo að sýna næst? — Það verður Fjalla-Eyvind- ur, mynd gerð 1917 eftir leikriti Jóhanns Sigurjónssonar. Viktor Sjö- ström, sem stjórnaði henni er nú ný- dáinn. Hann starfaði við kvikmyndir fram á hinztu stund, nú síðast sem kvikmyndaleikari. Margir muna eftir gamla manninum í kvikmynd Ing- mars Bergman, „Að leiðarlokum“, (Smultronstállet). Viktor Sjöström lék hann. Þessi mynd hefur nú ekki sézt hér mjög lengi. — Hvernig líta fastir kennarar á allt þetta félagslíf? — Þeir eru mismunandi hrifnir. Einar Magnússon, rektor, hefur alltaf reynzt okkur einstaklega velviljaður, en lærifeðrum okkar mörgum finnst, að:okkur væri nær að læra meira af orðtökum. — Látið þið það nokkuð á ykkur fá? — Já, víst gerum við það. Við er- um með stanzlaust samvizkubit. Allt þetta félagslíf dregur auðvitað úr náminu. Það er minnst með lista- félagið. Þar fyrir utan er Framtíðin, sem gengst fyrir stjórnmálafundum, spilakvöldum og, þótt ótrúlegt sé, djasskynningum, sem mér finnst eig- inlega heyra undir listafélagið. Þeirra viðfangsefni eru tengdari við daglegt brauð, aftur erum við meira uppi í skýjunum. Reyndar er ég alveg á móti nafninu listafélag. Það er uppblásið og yfirborðskennt. Formað ur, nokkuð á undan mér, stakk upp á nafninu Skemmti- og fjörfélagið, og væri það miklu nær. Nafn eins og listafélagið fælir menn frá. Nafn, sem segir ekkert, eins og Framtíðin, er ágætt. Auk þessa er leiknefndin. Nú í vetur á að sýna „The Importance of Being Earnest" eftir Óskar Wilde I þýðingu Bjarna Guðmundssonar. Þjóð leikhúsið átti réttinn á því lengi, svo að þú sérð, að hér er ekki um lítið verk að ræða. —En sér listafélagið einnig um jólagleðina? — Nei, það er enn ein nefnd, fjöl- mennasta nefnd skólans, og þeir menn eru strax byrjaðir að undirbúa sig. Gleðin er haldin í kjallaranum í Háskólabíói og þar settar upp mikl- ar veggskreytingar. Þetta árið verður Egils saga Skallagrímssonar tekin fyr ir, en ítroðarar okkar settir inn í allar myndir. — Já, Egla býður upp á gnótt af myndrænum atriðum — Egill að krækja úr mönnum augu, Egill að strá silfri sínu yfir mannfjölda í von um slagsmál. — Menn eru mjög spenntir að sjá, hvaða kennara Egill verður látinn iFramh. á bls. 1121. Þetta er forsíða kvikmyndaskrár listafélagsins. 'Hún er skreytt með Ijésmynd af kvikmyndatöku frá árinu 1924. hann, er ívan grimmi. Þetta er vold- ug hetju- og harmsaga um einvald Rússa. Myndatakan er svo stórkost- leg, að nærri hvert einasta augna- blik myndarinnar er nautn fyrir augað, en atriðarásin er víða hæg og hátíðleg og vekur hjá áhorfendum hugblæ horfinna alda. Manni kemur í hug, að einhverjum slíkum tökum væri gaman að taka íslendingasög- urnar á kvikmyndatjaldi. Barátta ívans keisara við aðalinn (bojarana) leiðir til sálsýki hans. Eitthvað mun Stalín sáluga hafa fundizt þetta höggva nærri sér, og var ekki leyft að sýna seinni hluta myndarinnar á almannafæri í Sovét- ríkjunum, meðan hann lifði. mo T í HJ I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.