Tíminn Sunnudagsblað - 05.12.1965, Qupperneq 7
ÞÓRARINN FRÁ STEINTÚNI:
. I • s- . ... ...
FERD í SKÓLA
í marzmánuði árið 1919 fórum við
Jón G. Valdemarsson, hreppstjóri
$keggjastaðahreppi, allsögulega ferð.
Lagt var upp frá Höfn í Bakkafirði,
og ætlunin var að taka próf við
gagnfræðaskólannn á Akureyri þá
Um vorið.
Ekkl voru samgöngumálin þá í stríðs
lokin betri en svo, að um beinar ferð-
ir var ekki að ræða. Fyrst varð með
einhverju móti að komast til Seyðis-
fjarðar og freista þess svo, að ferð
félli þaðan til Akureyrar, þótt allt
væri í óvissu með það.
Landleiðin frá Höfn í Bakkafirði
til Seyðisfjarðar mun vera um fjór-
ar dagleiðir miðað við lestagang. Ekki
var um annað að ræða en leggja í
þetta, þótt um sinn yrði að halda í
öfuga átt við væntanlegan ákvörð-
unarstað. Fyrsta daginn var farið
gangandi yfir Sandvíkurheiði til
Vopnafjarðar, sem er átta stunda
ferð. Við fengum slæmt veður og
þunga færð á heiðinni. Allt gekk þó
slysalaust. Daginn eftir var svo hald-
ið til Seyðisfjarðar með litlum vél-
báti, sem hét Aldan. Skipstjórinn var
Norðmaður, Kristensen að nafni.
Hann annaðist þá að miklu leyti
vöru- og fólksflutninga á svæðinu frá
Seyðisfirði til Langaness. Skipshöfn-
in var fámenn: Kristensen var stund
um einn, en þó oftar, að ég held,
einhver með honum. Báturinn var
afarbreiður en stuttur. Aldrei hlekkt-
ist honum á, svo ég viti, og lenti
hann þó oft á vetrum í aftakaveðr-
um Stundum fréttist ekki af hon-
um svo dögum skipti. Það var hald
manna að Aldan gæti ekki sokkið hjá
Kristensen. Víst er um það, að gamli
maðurinn var hörkutói og afburða
sjómaður.
Auk okkar Jóns var þriðji farþeg-
inn Árni Jónsson frá Múla. Hann
var þá verzlunarstjóri á Vopnafirði.
Ekki hefði nú aðbúðin þótt góð nú
til dags. Við lágum allir í skonsu
fremst í bátnum, og mátti ekki
þrengra vera. Þetta var eina vistar-
veran á strandferðaskipinu.
Þegar til Seyðisfjarðar kom, var
setzt að í veitingahúsi. Ekki var álit-
legt með ferðina. Fljótlega fréttum
við af 70 lesta fiskibáti, sem ætlaði
til Akureyrar, en var þarna í ein-
hverri aðgerð. Vilyrði fengum við fyr
ir því að fljóta með, en ekki
var alveg komið að því. Við biðum
hálfan mánuð, þar til lagt var af stað.
Meðan við dvöldumst á Seyðisfirði
var þar stór bruni. Læknishúsið
brann og úr því var engu bjargað,
að ég held. Auk þess brunnu tvær
búðir: Nýjabúð og Nílsensbúð. Reynt
var að bjarga vörum úr búðunum,
en ekki var um annað að gera en
henda öllu út í snjóinn. Veður var
hvasst af norðri eða norðaustri og
mikið hríð með frosti. Um tíma leit
út fyrir, að þarna brynni heilt bæj-
arhverfi. Aðstæður allar voru mjög
erfiðar. Næstu húsin var reynt að
verja með seglum og snjó, sem kast-
að var á þau. Einhver slökkvitæki
voru til, en allt var það í ólagi. Sagt
var, að frosið væri í slöngunum.
Ari Arnalds sýslumaður stjórnaði
þarna öllum aðgerðum með miklum
skörungsskap og átti sjálfsagt drjúg-
an þátt í að ekki fór verr en varð.
Ég gleymi aldrei þessari nóttu og sé
enn allt fyrir mér eins og það
hefði gerzt í gær. — Seyðisfjörður er
ekki ólíkur kistu, sem þó hefur ein-
hverra hluta vegna gleymzt að setja
lokið á. En þó er vinalegt, þar, þegar
allt er með felldu. Eldtungurnar
teygðu sig hærra og hærra, unz eld-
súluna bar við efstu tinda fjallanna,
sem eins og þeystust að og urðu svo
nálæg í flöktandi bjarmanum. Bjólf-
ur og Strandatindur eru hrikalegir
um daga, og sem umgerð þessa log-
andi vítis voru þeir tröllslegir.
Loks var haldið af stað, og var
ætlunin að fara beint til Akureyrar.
Ekkert bar til tíðenda fyrr en komið
var norður undir Langanes. Þá stöðv-
aðist vélin, og hvernig sem farið var
að henni, varð engu tauti við hana
komið. Þetta var algert verkfall. Nú
var ekki gott í efni. Þá var ekki búið
að uppgötva Torfa og þaðan af siður,
að komnir væru gerðardómar, svo
yfirleitt var sjaldan annað til úr-
ræða en bíta á jaxlinn og bölva i
hljóði, ef menn voru þá ekki þvi
betur þenkjandi.
Ástæðan fyrir þessari innanskömm
í vélinni, var sú, samkvæmt úrskurði
kunnáttumanna, að olían, sem þeir
fengu á Seyðisfirði, hefði verið þann-
ig samansett, að hún hentaði vélinni
álíka vel og matarolían, sem Alsírbú-
ar voru trakteraðir á sællar minning-
ar, hentaði þeim.
Veður var kyrrt en mikil alda
Ekki var um annað að ræða en láta
bátinn reka og bíða þess, sem verða
vildi. Engir möguleikar á að gera
neitt vart við sig og engin
tæki til þá til þeirra hluta. Hver varð
að sjá um sig sjálfur. Þarna var
þvælzt á annan sólarhring. Þá
hvessti í suðaustan, og nú var tekið
til segla og haldið til Húsavíkur. Þar
var skipt um olíu. Nú virtist allt
í lagi, og hugðum við okkur nú senn
komna á leiðarenda. Revndin var þó
önnur.
Þegar við nálguðumst mynni Eyja-
fjarðar gekk í iðulausa stórhríð af
norðaustri. Einhvern veginn var þó
draslað inn á Grenivík. Þar var svo
legið á annað dægur og þá loks farið
til Akureyrar. Ekkert símasamband
náðist milli Grenivíkur og Akureyrar
og var þvl tvisvar búið að telja bát-
inn af.
Að leiðarlokum vorum við strák-
arnir ekki orðnir upp á marga fiska
og ég held, að við hefðum sálazt úr
vesaldóm, ef matsveinninn, Sigurður
Sædal, hefði ekki gengið úr rúmi
fyrir okkur og annast okktir eins og«
hvítvoðunga alla leiðina.
í maílok var svo lagt af stað heím.
En það var eins og fyrri daginn:
Ekki var álitlegt með farkostinn.
Nú bættist Jósef Thorlacíus, bróðir
minn, hópinn, svo að við urðum
þrír. Ég fékk snert af brjósthimnu-
bólgu um vorið og lá um tíma. Lækn-
irinn, Valdimar Steffensen, leyfði
mér þó að fara, ef ég gætti þess að
blotna ekki í fætur og varaðist
áreynslu.
En þetta fór nú á annan veg. Far-
kosturinn var 15—20 lesta vélbátur,
sem annaðist flutninga þarna í ná-
grenninu. Endastöðin var Kópasker.
Hann var yfirfullur af farþegum, og
lágum við lengst af undir segli á
þilfarinu, svo að ekki var vistin nota-
leg.
Við komumst í Efrihóla um kveld-
ið og áttum þar góða nótt hjá Frið-
riki Sæmundssyni bónda. Hann gerði
það ekki endasleppt. Hanti dró upp
kort af heiðinni, sem við ætluðum
að fara, en það er Hóla- og Öxar-
fjarðarheiði. Og þegar við kvöddum,
fékk hann okkur broddstaf til
öryggis.
Nú voru fullar þrjár dagleiðir
heim. Veður var sæmilegt um morg-
uninn. Ætlunin var að koma við í
Hrauntanga, sem var býli á heiðinni,
og hvílast þar. Við vorum þó ekki
meira en hálfnaðir á þeirri leið, þeg-
ar komin var krapahríð. Bæði vorum
við ókunnugir, enda ekki vel ratljóst,
þótt nokkuð rofaði til öðru hverju.
Betur tókst svo ekki til en það,
að við fórum yfir ána, sem rennur
austan við Hrauntanga, á jakastíflu
án þess að vita, að það væri hún.
Þegar við svo fundum bæinn, var áin
orðin milli okkar og hans — Ég efa,
að hún hafi verið reið, og engan sá-
um við manninn. Nú var því ekki um
annað að gera en halda áfram. Öðru
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
1111