Tíminn Sunnudagsblað - 05.12.1965, Page 10
blasir við hugarsjónum mínum torf-
bær í þýfðu túni með fjöil að baki,
en fram undan lítill fjörður. Bærinn
heitir ' Lambeyri og stendur
við Tálknafjörð. Þangað fluttist
amma mín, áður en hún fyllti fyrsta
áratuginn, til Moníku Magnúsdóttur
og manns hennar, Jóns Jónssonar.
Þar dvaldist hún til átján ára aldurs,
er Moníka, föðursystir hennar, dó,
og ýmsir munu hafa láð henni ,að
vera ekki lengur, því að víst bauðst
henni að taka mann og bú „i arf“
eftir frænku sína. Hvílíkt kostaboð
fyrir unga og efnalausa stúlku: Búið
blómlegt og bóndi í miklu áliti í
sveit sinni. En ömmu mun hafa fund-
izt það öryggi fulldýru verði keypt,
enda hafði hún frekar litið
á Jón gamla sem föður en
væntanlegt mannsefni, enda ald-
ursmunur nær fjörutíu ár„
Hún kaus því heldur fátæktina og
frelsið og fór af heimilinu, og mun
aldrei hafa iðrazt þeirrar ráða-
breytni.
En margs hafði hún að minnast
#rá uppvaxtarárum sínum á þessu
stóra heimili, sem í flestu var ólíkt
foreldrahúsum hennar á ísafirði. Þar
hafði hún notið ástar og umhyggju
í ríkum mæli, en fátækt og sjúk-
dómar stýrðu ferð hennar þaðan að
Lambeyri, og þó að með skyldum
væri að skipta, þá fann hún það í
flestu, að á henni hafði verið gustuk
gerð. Það var ekki í tízku þá að
gera gælur við tökubörnin. Hún hafði
því skamma stund dvalizt þar, er
tími þótti til þess kominn að kenna
henni að taka bandið í gegnum lykkj-
una. Upp frá því mátti hún sjaldan
prjónana við sig skilja, væri ekki
önnur verk fyrir hendi. Það þótti
svo sem ekki nema sjálfsagt að halda
á prjónum í smalamennskum eða ef
eitthvað þurfti að ganga úti við. Eng-
in stund mátti fara til ónýtis hjá
ungum né gömlum, enda varð vinn-
an svo ríkur vani, að eldra fólkið
leið þrautir, ef eitthvað svipti það
vinnu um stundarsakir. Til dæmis
þótti ekki tilhlýðilegt að vinna há-
heilagan jóladag.
Gamall maður var á Lambeyri þessi
árin, sem Jón hét, og var kalláðúr
gamli til aðgreiningar frá húsbónd-
anum. Gat hann aldrei fellt verk- úr
hendi. Hann tók það því til bragðs
á jólum að vinna og spinna úr hross-
hári tátiljur á allt heimilisfólkið, en
að hátíðinni liðinni rakti hann þetta
verk sitt allt upp aftur með þeim
ummælum, að hann treysti guði til
þess að fyrirgefa sér þetta helgidags-
brot, ef hann eyðilegði vinnuna, svo
að enginn nyti hennar. Svo einlægri
barnatrú verður maður að bera virð-
ingu fyrir '
Þessi Jón var eitt af mörgum gam-
almennum, sem dvöldust á Lambeyri
síðustu æviár sín meðan amma var
þar. Húsbændurnir vildu ekki vamm
sitt vita og vísuðu engum burtu, þótt
ellin eyddi kröftum þeirra og vinnu-
þoli eftir langa þjónustu í þeirra
þágu. Slíkt þótti ekki heldur sæmd-
arauki, en þekktist þó.
Æðimargir voru á þeim árum,
sem aldrei^komust hærra í heiminum
en vera vinnuhjú hjá öðrum, og ekki
var kaupið svo hátt, að það safnaði
auði — eða eifistyrk. Það voru ekki
heldur öll heimili fær um að brauð-
fæða fleira fólk en vinnandi var,
enda mátti sulturinn heita heimilis-
fastur hjá mörgum, að minnsta kosti
ef sjórinn brást til búdrýginda, því
að skepnur voru fáar á flestum kot-
anna og þær fremur kvaldar en aldar,
svo algengt sem var að setja á guð
og gaddinn. Á Lambeyri gátu hús-
bændur valið úr fólki eins og
^önnur þau heimili, sem höfðu efni
og vilja til þess að seðja hungur
hjúa sinna.
Gamli maðurinn fyrrnefndi með
hrosshárið var gæðakarl og greindur
vel. Hjá honum komst amma í sér-
stakt uppáhald vegna þess, er nú
skal greina: Það var siður á Lamb-
eyri sem víða annars staðar, að einn
læsi sögur eða kvæði rímur á kvöld
vökum. f fásinni þeirra tíma vakti
það ánægju og fæddi af sér þann
samhug meðal heimilismanna, sem nú
tímafólk fær vart skilið. En baðstof-
an á Lambeyri var löng, átján áln-
ir, því að fólkið var margt, og í flest-
um rúmum hvíldu tveir. Annar endi
hennar var afþiljaður handa hús-
bændunum, og þar svaf einnig fóst-
ursonur þeirra, Einar Magnússon,
sem var Moníku jafnskyldur og
amma, en fyrr tekinn á heimilið en
hún. Sjálf voru þau Moníka og Jón
barnlaus. í dyrastaf þessa afhýsis var
bezta lýsislampanum krækt, og á
kofforti þar við stafinn hafði sögu-
maður sæti sitt. En þótt hann væri
raddmikill, vildi heyrnardaufum gam
almennum í hinum enda baðstof-
unnar ganga illa að fylgjast með
lestrinum, því að kambaurg og rokk-
hljóð í baðstofunni yfirgnæfði. Amma
átti gott með að skilja, hve mikils
þetta fólk fór á mis, svo sólgin sem
hún sjálf var í sögur og fróðleik.
Hún tók það því upp hjá sjálfri sér,
er lestri lauk á kvöldin og mjalta-
konur fóru í fjósið, en aðrar að hugsa
um kvöldskattinn, að hún fór yfir í
endann til gamalmennanna og sagði
þeim efni þess er lesið hafði verið.
Minni hennar var svo skýrt, að
margt gat hún næstum því þulið orð-
rétt upp úr sér. Fyrir þetta fékk
hún margar blessunaróskir, sem hún
síðar taldi, að hefðu hrinið á sér.
Þegar Jón gamli sá hana koma, sagði
hann oft, seinmæltur og sérkenni-
legur í tali:
„O, o — kemur þú nú, blessuð,
hérna er sæti“ — og rýmdi til á
kistli við rúmstokkinn sinn.
Ömmu veitti ekki af þeim hlýyrð-
um, sem vandalausir viku að henni,
því að lengi bjó henni söknuður i
sinni vegna viðskilnaðarins við for-
eldra sína og bræður, og þó að Mon-
ika, frænka hennar, væri ættrækin oa
sómakær kona, þá var hún víst ekkl
blíðlynd.
Ekkert sagði amma, að hefði hjálp-
að sér eins vel til þess að sigrast á
óyndinu og skepnurnar. Hún var í
eðli sínu mikill dýravinur, og
á Lambeyri naut hún margra ánægju
stunda við snúninga kringum búféð
og gæzlu ‘ kvíánna frammi á Smæl-
ingjadal. Þaðan af dalbrúninni var
líka oft fagurt að líta yfir fjörðinn á
sólhlýjum sumardögum, þegar hafræn
an ýfði himinbláar bárurnar í fjarð-
armynninu, en fyrir innan Oddann,
sem gengur langt fram í fjörðinn
frá landinu norðan megin, var sjór-
inn eins og skyggður spegill, sem
sólin varpaði á gullnum geislum sín-
um, en gráir klettar og grænir bakk-
ar stóðu hér og þar á höfði uppi
við landið. Sveitin varð ömmu brátt
hjartfólgin með fegurð sína og fjöl-
breytni í riki náttúrunnar. Hún eign-
aðisf líka strax góða vinstúlku þar
á heimilinu, á sama aldri og hún
sjálf.
Eiginlega var þetta mannmarga
heimili eins og heill heimur út af
fyrir sig, sem lítið þurfti til ann-
arra að sækja. Aðeins ein kaupstað-
arferð var farin á ári, og þá á Geirs-
eyri við Patreksfjörð. Fáar voru
þær, nauðsynjavörurnar, sem þangað
þurfti að sækja og enn minna af
munaðarvöru. Karlmenn smíðuðu
heima áhöld öll úr tré eða járni, en
konur unnu fatnað á fólkið, jafnt
yzt sem innst. En annars var störfum
ýmislega skipt, eftir því sem bezt
þótti henta.
Oft gerðust kátleg atvik, sem
krakkarnir gátu lengi skemmt sér yf-
ir, eins og þegar húsmóðirin var eitt
sinn um mitt sumar úti í skemmu
að setja mjólkina úr kvíaánum. Þá
var skilvindan ekki komin til sög-
unnar. Mjólkin var látin standa eitt
til tvö dægur í grunnum trogum, svo
að rjóminn settist ofan á, en síðan
var mjólkinni rennt undan og stutt
við rjómaskánina með sleif. í þetta
skipti var Moníka ekki hálfnuð með
verkið, er hún hentist æpandi út úr
skemmunni. Það af heimilisfólkinu,
sem nálægt var, hópaðist að, þvi að
slíku atferli húsmóðurinnar var það
ekki vant, svo köld og róleg sem
hún að jafnaði var. En í þetta sinn
var henni illa brugðið. Hún var ofsa-
lega hrædd við mýs, og nú sagði hún,
að það væri lifandi mús í mjólkinni.
Einhver hugrakkur náungi hætti sér
inn í skemmuna til þess að skoða
1114
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ