Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 05.12.1965, Qupperneq 14

Tíminn Sunnudagsblað - 05.12.1965, Qupperneq 14
valið villiketti til tilraunarinnar, og þeir hefðu verið þeim ótta slegnir í búrum sínum, svo sem ljóst sé af lýsingu Thorndikes sjálfs, að þeir hefðu ekki notið sín. f öðru lagi hefði verið fráleitt að búast við því, að villi- kettir toguðu í snúrur eða sneru hún- um, þar eð slíkt hefði verið þeim með öllu framandi. Hér ætti þeim mun fremur við að hafa í huga, hvernig menn haga sér, þegar þeir eru skelf- ingu lostnir við óvænt atvik eða í ókunnu umhverfi. Komist menn í háska, sem þeim er óvæntur og ókunn ur, grípa þeir einmitt til örþrifaráða í blindni, án nokkurrar skynsamlegr- ar íhugunar. Við slík skilyrði verða ekki framkvæmdar neinar tilraunir, sem gefi hugmynd um eðlileg við- brögð dýra. III. Þótt tilraun Thorndikes væri hart dæmd, fæddi hún af sér margar til- raunir, sem betur var til stofnað og varpað hafa nokkru ljósi á hugsana- getu dýra. Kunnastar eru þær, sem þýzki sálfræðingurinn Köhler gerði á heimsstyrjaldarárunum fyrri. Hann notaði aðallega simpansa og með því að þeir eru meðal þeirra apa, sem lík- astir eru mönnum Æð vaxtarlagi og gerð heilans, ættu þessar rannsóknir að fræða okkur um, hve nærri mann- legum lausnum viðfangsefna dýr geta komizt. Tilraunum af þessu tagi má haga á margan hátt. Einföld er sú tilraun, að bera dýrinu mat, en hafa grind á milli þess og matarins og jafnframt grindur til beggja hliða Það kemst ekki beint að matnum, en snúi það hins vegar frá honum, er óhindruð leið út úr kvínni að baki og kringum grindurnar. Dýrið verður þá að hafa þau hyggindi til að bera að fara krókaleið að matnum. Það skilur. hvernig i pottinn er búið Hvað gera dýr, þegar um þetta er að velja? Ekki einungis apar, heldur einnig hundar, munu hlaupa frá matn- um til þess að komast kringum grind- urnar. Kjúkiingum fer á annan veg. Þeir þyrpast að grindinni, hlaupa þar fram og aftur og hvarfla ekki svo langt frá, að þeir missi sjónar á matn um Slampist beir að lokum út úr kvínni, er það ekki af því að þeim hafi skilizt eitt eða neitt, heldur hafa þeir hrökklazt það óviljandi á hlaupum sínum. Það er því reginmun- ur á ráðleysisringli kjúklinganna og aðförum hundsins og apans. Hundur- inn og apinn hyggja fyrst að matn- um gegnum grindina, en síðan er eins og þeir rykki sér til. Þeir nema staðar og horfa í kringum sig, snúa svo skyndilega við jg hlaupa út úr kvínni. Hre.vfingarnar eru jafnar og hiklausar — gerólíkar flökti kjúklinganna At- ferli hundsins og apans sýnir, að þeir bera skynbragð á umhverfi sitt og vita, hvernig þeir eiga að koma vilja sínum fram. Þetta virðist kannski ekki sérlega mikil þraut. Samt er vert að bera fulla virðingu fyrir hyggindum þeirra, sem leysa hana. Dýrs er mjög freistað, þegar matur er settur fyrir framan það, og það á bágt með að snúa brott. Freistingin er þeim mun meiri, sem maturinn er nær því, og oft förlast hundi skynsemin, ef maturinn er lát- inn alveg við grindina. Það bindur hann við grindina, að hann sér mat- inn rétt við nefið á sér og finnur af honum þefinn. Náttúrleg löngun í matinn verður þá yfirsterkari skyn- samlegri íhugun. Þyngri er sú þrautin að læra að nota hjálpartæki. Köhler sá, er áður getur, lét banana svo langt frá grind, að simpansar hans náðu ekki til þeirra nema þeir notuðu prik, sem lagt var hjá þeim, til þess að skara þeim til sín. Aparnir margreyndu að seilast í bananana, og eftir ítrekaðar tilraunir virtust sumir þeirra ætla að gefast upp. Þeir lögðust oft vælandi niður. Fáeinir tóku prikið og handléku það á ýmsa vegu, en virtust þó ekki skynja, að þeir gætu haft gagn af því. En þeir, sem skynugastir voru, hættu allt í einu fitli sínu, ráku prik- ið gegnum grindina og ofan á banan- ann, svo að þeir gátu dregið hann að sér. Slíkt atferli ber ótvírætt vitni um skilning á vandanum og hæfileika til þess að hugsa upp ráð. Köhler vísaði því alveg á bug, að slíkt atferli gæti kallazt blind eðlishvöt. Slík þraut getur þó verið misjafn lega þung eftir því, hvar prikið er lagt. Sé prikið fyrir aftan apann, svo að hann geti ekki séð það og matinn samtímis, er vandinn miklu meiri. Mörgum apanna skildist ekki, að prik ið væri þeim nokkurs virði. Þegar þeir sáu prikið, var maturinn ekki lengur fyrir augunum á þeim, og þá brast hyggjuvit til að tengja þetta tvennt saman. Hugsun apa er sem sé mjög bundin við það, sem hann hefur fyrir augunum, og hann getur einung- is að mjög litlu leyti skilið á milli hugsunar og athafnar. Þessu er öðru- vísi farið um menn. Málið er mönnunum mjög mikil- vægt hjálpargagn til þess að gera sér brú á milli verkfæris og viðfangsefn- is. Við eigum auðvelt með að hverfa frá sjálfu viðfangsefninu og leita okk- ur að hjálpartæki. Hér þyrfti ég prik, segir maðurinn við sjálfan sig, og með þessa skilgreiningu í huga getur hann leitað hjálpartækisins. hvort sem hann sér það, sem hann vill öðlast með aðstoð priksins, eða ekki. Nú var það svo, að nokkrir apanna notuðu prikið á skynsamlegan hátt, þegar þeir höfðu fengið nægjanlegf ráðrúm til umhugsunar, enda þótt þeir vrðu að snúa sér frá banananum til þess að ná sér I það. Enn sögu- legra var þó hitt, að tveim apanna lærðist að nota stutt prik, sem þeir náðu ekki til bananans með, til þess kraka tií sín staf, er var svo langur, að þeir gátu seilzt með honum í lost- ætið. Þetta leystu þeir af hendi, þó að þeir yrðu að fara frá grindinni til þess að sækja prikið. Ef til vill má álykta, að slíkt atferli bendi til hugs- anagangs, sem iíkist mjög hugtaka- notkun manna. Fengu nú aparnir skilning á því, að prik var einungis eitt margra tækja sem nota mátti til þess að seilast eftir mat? Eða urðu þeir að læra upp á nýtt, að fleira gat að gagni komið? Það sannaðist, að apar, sem lært höfðu að nota prik eða stafi í þessu skyni, notuðu umsvifalaust mörg önnur hjálpartæki á svipaðan hátt, ef það, sem þeir voru orðnir vanir að nota, var ekki nærtækt. Þeir drógu að sér brekán með mat á, krökuðu með hálm stráum og steinum, skóm og jafnvel drykkjarkrús sinni. Aparnir lærðu ekki einungis að ná mat sínum með slíkum hjálpartækj- um, heldur klifruðu þeir líka upp á kassa, svo að þeir næðu til matar, er hékk svo hátt uppi, að þeir gátu ekki seilzt til hans með öðrum hætti. Fær- ir Köhler fram skemmtilegt dæmi, sem virðist sýna, að apar geti myndað hugtakið ,,að klifra upp á eitthvað". Köhler hafði komið með stiga, sem hann ætlaði öpunum að nota, svo að þeir næðu mat, sem hékk í þaki búrsins. Þetta reyndist þó þung þraut, og jafnvel einn skynsamasti ap- inn, Soldán, virtist ekki geta leyst þrautina. Nú var það einu sinni, að hann þreif í Köhler, sem hélt að hann væri að heimta það af sér, að hann gæfi sér matinn. Hann hristi því ap- ann af séi-. Við þetta reiddist apinn stórlega. í sömu andránni bar gæzlu- manninn að. Samstundis þreif Soidán í höndina á honum, dró hann undir matinn og sveiflaði sér fimlega upp á öxlina á honum. Þannig leysti hann þrautina, þó að hann reisti ekki upp stigann, eíns og ætlazt hafði verið til. Miklum takmörkunum reyndist háð hvernig öpunum notaðist að kössum. Væri kassinn látinn út í horn búrsins, þannig að önnur hlið pg annar gafl næmi við grindina eða vegginn, brást þeim bogalistin. Öðru máli gegndi. ef hann stóð úti á gólfinu, ef til vill vegna þess, að athygli þeirra beindist þá meira að honum. Kössunum í horn- unum gáfu þeir ekki gaum, þótt auð- veit væri fyrir þá að færa þá fram á gólfið. Aftur á móti lærðu þeir að hlaða kössum hverjum ofan á annan, ef einn nægði ekki til þess, að þeir gætu seilzt nógu hátt En aldrei skild- ist þeim nauðsyn þess, að vandað væri til slíkrar hleðslu. Þeir slengdu hverj- um khssanum ofan á annan af mesta hirðuleysi, svo að byggingin hrundi iðulega. Þyrftu þeir marga kassa, 118 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.