Tíminn Sunnudagsblað - 05.12.1965, Page 19

Tíminn Sunnudagsblað - 05.12.1965, Page 19
OLE TORVALDS: Sumarsöngur fyrir tvær raddir Allt sýnist rólegt heimur vænn og víSur, vonsælt og öruggt, himinn fagurblár. Hjá þjóðlífsakri grónum brugðinn bíður hinn bitri Ijár. Þungt fellur alda sævar, seiði þrungin, með svölum tærleik, laus við stundar sorg. Skammt burtu æðir kraftur, ógnum þrunginn, gegn andans borg. Svölurnar fljúga fráar yfir þakið. Fura á nesi Ijómar sólskinsrauð. Þar nálægt er lífið ógn og hrolli hrakið með harm og nauð. Á lygnu kvöldi syndir önd að sævi með sína unga inn í frið og ró. En handan sjónhrings ægir mannsins ævi ein eldheit kló. . Sem hópur fugla, fyrr en taka dúrinn, að fjarðar skeri svífa vængjum á. f leyni bíða frjálsir menn við múrinn og myrða þá. Hér sýnist allt svo veglegt, fegurð vafið, vonsælt og öruggt, hugur frjór og skyggn. Hvenær skal líf vort helgri köllun hafið í hæstu tign? Þóroddur Guðmundsson þýddi. stundir og rannsakar syndir þínar og vegi, og eftir þeim vegum mun hann eitt sinn koma til þess að dæma þig.“ Áðan gat ég þess m. a., Ábæjar- dómkirkju til heiðurs, að í henni hefði aðalbókasafn Finnlands verið geymt, unz háskóli var stofnaður í Ábæ 1640 og hann eignaðist merki legasta bókasafn landsins um langt skeið. Þannig varð Ábæjarháskóli eins konar arfþegi dómkirkjunnar og varp síðar æ vaxandi frægðarljóma á staðinn og landið allt, einkum þó á síðari hluta 18. aldar, en þá mun vegur hans hafa verið einna mestur. Er blómaskeið það stundum kennt við Henrik Gabriel Porthan (1739— 1804), bókavörð og prófessor við há- skólann, hálærðan og áhrifamikinn fræðimann, brautryðjanda í rann- sókn finnskrar tungu, sögu og bók- mennta, og nefnt Porthan-tímabilið. En jafnframt var Porthan eins kon- ar fyrirrennari rómantískrar stefnu og þjóðræknishugsjóna í Finnlandi. Hann safnaði mn sig herskörum stú- denta, sem hann örvaði á ýmsan hátt. Þótt hann væri fyrst og fremst sagnfræðingur, varð og athugun hans og skilningsrík túlkun á þjóðkvæð- unum til að ryðja rómantísku stefn- unni braut í finnskum bókmenntum. Meðal helztu arfþega vísindamanns ins Porthans á bókmenntasviðinu var finnska skáldið Franz Mikeal Franz- én (1772—1847), sem gekk þó sýnu lengra á braut rómantikurinnar en lærifaðirinn, þvi að dæmigerðari fulltrúi þeirrar stefnu er naumast hægt að hugsa sér en fegurðardýrk- andann Franzén, enda er hann af mörgum talinn upphafsmaður róman tisku stefnunnar í sænsk-finnskum skáldskap. Til hans má rekja hug- sjóna- og þj óðernisrómantík Finna, sem á sínum fyrri árum, fyrir og um 1800, er nefnd Ábæjarrómantík, en síðar Helsingforsrómantík, eftir að arfþegar hinnar fyrrnefndu flutt- ust til Helsingfors eftir brun- ann mikla í Árbæ 1827, þegar há- skólinn hafði verið fluttur þaðan til hins nýja höfuðstaðar. Þó að Ábæj- arrómantíkin ætti sér ekki mjög víð- kunna formælendur sem skáld eða spámenn, þá var stefnuskrá hennar þeim mun þýðingarmeiri. Til henn- ar má rekja fyrstu öflugu þjóðernis- vakninguna í Finnlandi, áhuga á rannsókn finnskrar tungu og söfnun þjóðkvæða. Allt þetta átti upptök sín í Ábæ, einkum í háskólanum og kringum hann. Er gaman að geta þess, að sami fræðimaður og vér fs- lendingar eigum svo mikið að þakka um þessar mundir, Rasmus Rask, sem dvaldist í Ábæ 1818, örvaði m. a. málfræðinginn mikla Reinold von Becker til rannsókna á finnskri tungu. Aðrir voru ákafir safnendur þjóðkvæða og þjóðlaga, svo sem Sach arias Topelius, faðir skáldsins. Hreyf- ingu þessari er ef til vill bezt lýst með orðum eins forgöngumanns hennar, Ivars Arvidsons: „Svíar er- um vér ekki, Rússar viljum vér ekki verða, þess vegna hljótum vér að vera Finnar." Sama árið og Gabriel Porthan lézt, fæddist skáldið Johan Ludvig Runeberg. Átján árum síðar (1822) urðu tveir af forvígismönnum þjóð- ernishreyfingarinnar finnsku, Arvid- son og Becker, sem báðir voru rit- stjórar finnskra málgagna í Ábæ, að hörfa af vettvangi baráttunnar vegna harðvítugs mótblásturs af hálfu aft- urhalds- og kúgunarafla heima og er- lendis. Annar þeirra neyddist til að hætta ritstjórninní, en hinn var bein línis hrakinn frá stöðu við háskólann í Ábæ, svo að hann flýði til Sví- þjóðar, fékk bókavarðarstöðu við Kon unglega bókasafnið í Stokkhólmi. Einmitt þetta ár innrituðust þrír ungir stúdentar við Ábæjarháskóla: Lunnrot, Snellman og Runeberg. Það varð þeirra hlutverk, þegar tímar liðu, að taka upp merki Arvidsons og Beckers, þegar finnska þjóðemis- hreyfingin og rómantíska stefnan virtust hafa liðið undir lok. Eftir brunann mikla í Ábæ, sem hófst að kvöldi þess 4. september 1827, var háskóli þar lagður niður um skeið. Stúdentar hans og kandí- datar tvístruðust þá í bili, en hitt- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 1123

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.