Tíminn Sunnudagsblað - 05.12.1965, Page 22

Tíminn Sunnudagsblað - 05.12.1965, Page 22
undurinn, Waltari, sótti efnið í skáld sögur sínar til Egyptalands. í stað þess að leita efnis í samtíð og sögu þjóðarinnar, kynntu menn sér franska extensíalismann, eins og hann birtist hjá Sartre og Camus, stefnu, sem afneitaði öllu og var framandi lífinu, svo að nálgaðist sjáifsafneitun. Einnig lásu þeir nú- tímabókmenntir Engilsaxa, sérstak- lega Eliot, sem hafði mikil áhrif á finnska ljóðlist. Þau hugsjónalausu skáld, sem komu fram eftir 1950 höfðu nýjan streng á hörpu. Þau ortu óbundið. Það var að vísu engin nýjung, að bragarháttum og hrynj- andi væri sleppt því höfðu menn þegar vanizt á 3. tug aldarinnar. Nýjungin fólst í öðrum tjáningarmáta en áður tíðkaðist. Mód ernistarnir héldu því fram, að málið væri að slitna, orð, sem notuð hefðu verið í eldri skáldskap, hefðu glatað merkingu sinni vegna of- notkunar. Þeir tengdu saman orðin á annan hátt en áður var gert, breyttu jafnvel merkingu þeirra. Samkvæmt stefnuskrá sinni forðast módernist- arnir lýsingarorð þau, sem höfða til tilfinninga, eins og títt er í hefð- bundnum skáldskap. Einnig forðast þeir að boða kenningar. Skáldskapur þeirra er fyrst og fremst list máls- ins. Þeir hafa aukið orðaforðann í finnsku, endurnýjað hann, opnað les- endum nýjan heim orðsins. Að því leyti hafa þeir efalaust unnið bók- menntunum og tungunni gagn, þó að ljóð þeirra svo nefnd, sem raunar virðast eiga meira skylt við laust mál, séu stundúm lítt skiljanleg. Hver finnur t.a.m. rökrétta samhengið i þessu „ljóði“ eftir Paavo Haavikko, frömuð módernistanna í Finnlandi: í draumi ílát af gulli, í draumi opinn himinn, ílátin eru af gulli. Konungsmenn bundu fætur í trjátoppum, beygðu tré. Grænn litur trjánna breytist í reiði, við hötum ódauðleikann, það rifnar. Hið græna í okkur grænkar, við hefj- umst á loft, loftið grætur okkar vegna. Við vorum bogmenn konungsins, við vorum blöð á tré, blöðin koma við loftið. í okkur er þyngd konungskistunn- ar, við förum, tré roðna. Við lestur sem þennan býst ég við, að fleiri fari líkt og mér: Þeir kjósi heldur að leita á náðir Rune- bergs og Topeliusar. Ef til vill er módernisminn milli- bilsástand. Eftir styrjaldir hafa áður komið fram öfgastefnur, sem ýmis- legt gott hefur sprottið upp af. Svo gæti og orðið hér. Ef til vill fæðir þessi stefna af sér eins konar ný- rómantík. Það gerði raunsæisstefna síðustu aldar, ef ég man rétt. Um það er stundum deilt, hvort raunsæi eða rómantík sé meiri list. Úr því fæst aldrei skorið, án skilyrða. Rómantík, sem á engan stuðning í veruleika, verður oft fimbulfamb, en sé hún dáðum eða hugsjón krýnd, verður hún oft lífsblómið á tré bók- mennta og listar, eins og dæmin um Lönnrot, Runeberg. Topelius og Eino Leino hafa ljósast sýnt. Á hinn bóginn verður einskært raunsæi ósjaldan ærið nöturlegt. En sé í fylgd með því markvisst skop- skyn eins og hjá Alexis Kivi, sálræn- dýpt og dramatísk spenna, svo sem þjóðlífssögur og leikrit Maríu Jotuni eru gædd, eða. raunsæið er hjúpað litrikri fegurð líkt og í sögum og ljóð um Jóels Lehtonens, en allra helzt ef þetta allt fer saman, ásamt róman- tísku ívafi, getur það borið merki hins dýrlegasta skáldskapar. Komið er að skilnaðarstund. Við megum ekki tefja lengur fyrir gest- gjöfum okkar. Þau ætla að leggja af stað til Belgíu næsta morgun,en við ætlum til Stokkhólms þegar um nótt- ina. Áður en við kveðjumst, vil ég þó ljúka erindi mínu, sem ég á enn ólokið. Um leið og við stöndum á fætur, varpa ég fram síðustu spurn- ingu kvöldsins, svo sem í framhaldi af því, er áður hefur verið sagt: „Hvert munduð þið telja athyglis- verðast sænskumælandi finnskt ljóð- skáld, sem nú er uppi?“ segi ég. „Solveig von Schoultz," anzar hús- bóndinn viðstöðulaust. „Hér er nú það kvæði, eftir finnskt skáld, sem hefur gripið hug minn sterkustum tökum, eftir að þau Bertel Gripenberg og Edith Söder- gran leið,“ segi ég og rétti Ole Tor- valds þýðingu mína á kvæði hans. Honum verður svarafátt, lítur yfir þýðinguna og þalckar af alúð fyrir án þess að geta dæmt um, hvernig hún er af hendi leyst. Þau hjónin ganga ekki aðeins með okkur til dyra, heldur og ýmsar krókaleiðir um bæinn, svo að við get- um fengið betra yfirlit yfir hann en áður, skoðað hann í nýju Ijósi, skuggum og heillandi kyrrð síð- kvöldsins. Leiðir skiljast ekki fyrr en við gistihúsdyrnar við Háskólagötu þar sem gististaður okkar er. Og við kveðjumst. Þetta er síðasti greiðinn, sem við Lausn 43. krossgátu eigum að fagna í Finnlandi á þessari ferð, en engann veginn síztur. Hér að framan er birt kvæðið hans Ole Torvalds, klætt þeim fátæk- lega búningi, sem ég hef reynt að gefa því. Ljós þess gæti vel hafa tendrazt við sólarlagsglóð á kvöldi sem þessu úti fyrir Ábæ, sem við erum nú að yfirgefa. Helztu heimiidir: V. Tarkinen: Finsk litteraturhistoria Helsingfors, 1950. Jyrki Mantyla: Módernisminn í finnskum bókmenntum, Morgunblað- ið, 6. des. 1959. Fredrika Runeberg, eftir Karin AU- ardt Ekelund: Lovisa, 1959. Martti Parvio: Ábo domkyrka, Ábo, Auraprint oy, 1963. Þeir, sem senda SunnudagsblatSinu efni til birtingar, eru vinsam !ega befini að vanda til Hnndrita eftir föngum helzt aS láta vélrita bau, ef kostur er. Ekk» "uá bó vélrita þéttar en ’ aSra bverja línu. 1126 TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.